- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
2. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 20.júní 2006 kl. 13:00 í Árnesi.
Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Farið yfir stöðu skipulagsmála með Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa.
2. Fundargerðir til staðfestingar
a) Skipulagsnefndar frá 6. júní 2006
b) Bygginarnefnd Uppsveita frá 6. júní 2006
3. Fundargerðir til kynningar
a) Aðalfundur Vottunarsofunnar Túns frá 13.júní 2006
4. Erindi frá Jafnréttisstofu frá 8. júní 2006
5. Tilkynning um ársþing Samtaka sunnlenska sveitarfélaga.
6. Boðun 20. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7. Lóðarumsókn frá Birgi Erni Birgissyni og Kristjönu Gestsdóttur Hraunteigi.
8. Kynning á kostnaðaráætlun vegna deiliskipulags í landi Réttarholts.
9. Tillaga meirihluta vegna fyrirkomulag skólahalds Þjósárskóla
10. Nefndaskipanir
11. Önnur mál
Oddviti bauð menn velkomna og spurði hvort menn gerðu athugasemd við boðun fundarins sem var ekki.
1. Staða skipulagsmála. Pétur skýrði út stöðu skipulagsmála og hvernig vinnuferli væru í skipulagsmálum. Skipulagsnefnd er sameiginleg hjá Uppsveitum Árnessýslu og hafa oddvitar verið fulltrúar í nefndinni. Aðalskipulag hefur ekki verið á hendi skipulagsnefnda heldur hjá hverri sveitarstjórn fyrir sig. Sveitarstjórn hefur skipulagsvald þó nefnd sé sameiginleg hjá uppsveitunum. Ræddir voru möguleikar sveitarfélagsins til að hafa stjórn á landnotkun.
Gunnar spurði um kostnaðarfyrirkomulag.
Pétur sagði að aðalskipulag sé kostað af sveitarfélagi en misjaft er milli sveitarfélaga hvern þau láta sjá um skipulagsuppdrátt. Sumstaðar er einn aðili sem sér um uppdráttinn en annars staðar eru það fleiri. Þegar einstaklingar fara fram á breytingar er það sveitarfélagið sem kostar breytingar á aðalskipulagi og sveitarfélagið/skipulagsfulltrúi sér um að kosta auglýsingar. Pétur benti á að sum sveitarfélög taka skipulagsbeytingar fyrir t.d. tvisvar á ári.
2. Fundargerðir til staðfestingar.
a) Fundargerð skipulagsnefndar frá 6. júní 2006
Staðfest.
b) Fundargerð byggingarnefndar frá 6. júní 2006
Staðfest.
3. Fundargerð vottunarstofunar Túns frá 13. júní lögð fram til kynningar.
4. Erindi frá Jafnréttisstofu frá 8. júní 2006 lagt fram.
5. Kynning um ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
6. Boðun á 20. landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga.
7. Lóðaumsókn frá Birgi Erni Birgissyni og Kristjönu Gestsdóttur Hrauntegi. Birgir og Kristjana sækja um lóð nr. 3 í Réttarholtslandi , lóð fyrir smábýli, samþykkt að úthluta þeim lóðinni með fyrirvara um að ekki séu kvaðir á henni vegna fyrri úthlutunar.
8. Kynning á kostnaðaráætlun vegna deiliskipulags í landi Réttarholts.
Ákveðið að ræða við Odd Hermannsson um framhald deiliskipulagsvinnunar.
9. Tillaga meirihluta vegna fyrirkomulags skólahalds Þjórsárskóla.
Lagt er til að flutningur á Þjórsárskóla í eina stofnun sem staðsett verður í
Árnesi frestist um eitt ár og komi til framkvæmda þegar skóli hefst haustið 2007.
Breytingatillaga við tillögu meirihluta hreppsnefndar Skeiða og
Gnúpverjahrepps vegna fyrirkomulags skólahalds í Þjórsárskóla.
Hreppsnefnd samþykkir að fella úr gildi ákvörðun um að kennsla 1 – 7 bekkjar Þjórsárskóla fari öll fram í Árnesi frá hausti 2006, þess í stað verði 1- 4 bekk kennt í Brautarholti og 5 – 7 bekk kennt í Árnesi, eins og verið hefur.
Jafnframt felur sveitarstjórn oddvita að vinna tillögur vegna endurbóta á aðstöðu leikskóla í Árnesi svo börn sem sækja leikskóla þar njóti sömu þjónustu og leikskólabörn í Brautarholti.
Hreppsnefnd samþykkir að skipa nefnd sem vinni að framtíðarstefnu í fræðslu og uppeldismálum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í nefndinni verði fulltrúar hreppsnefndar, skólanefndar, skólastjóri, leikskólastjóri, og fulltrúar foreldra á öllum skólastigum. Nefndin skili tillögum að framtíðastaðsetningu Þjórsárskóla fyrir apríllok 2007 , þannig að hreppsnefnd geti tekið ákvörðun um staðsetningu í maí 2007, en nefndin hafi lengri tíma til að ljúka tillögum að framtíðarstefnu í fræðslu og uppeldismálum.
Greinargerð.
Þegar ákveðið er að fara út í breytingar er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því af hverju á að breyta. Þegar breyta á skólahaldi, þarf að setja sér markmið. Það eru fjögur aðalmarkmið sem þarf að hafa í huga við breytingu á skólahaldi.
Fyrsta ef fyrirhuguð breyting bætir ekki gæði skólastarfs, eykur þjónustu við íbúa, og minnkar kostnað, er mjög vafasamt að breyta.
Hin þrjú atriðin eru gæði skólastarfs, þjónusta við íbúa og kostnaður.
Þar sem reiknað er með að nýta þurfi sama húsakost, og sparnaður í mannahaldi verði óverulegur en akstur verði dýrari þá er ljóst að markmið um fjárhagslegan sparnað næst ekki.
Þjónusta við íbúa minnkar, sérstaklega hvað leikskóla varðar, og í gæðum skólastarfs er plús að grunnskólakennarar kenna allir á sama stað en mínus að tengsl grunnskóla og leikskóla rofna.
Vegna staðsetningar skólahalds meti nefndin gæði skólastarfs, þjónustu við íbúa og heildarkostnað hreppsins.
Tveir kostir hafa verið metnir eða tölur liggja fyrir, þ.e. núverandi staðsetning og tillaga um að leikskóli sé allur í Brautarholti og grunnskóli í Árnesi.
Aðrir kostir eru t.d. leikskóli í Árnesi og Brautrarholti ásamt 1-4 bekk en 5-7 bekkur fari að Flúðum.(t.d. eftir 3-4 ár í samstarfi við Hrunamenn um byggingu skóla)
1-7 bekkur verði í Brautarholti, aðalleikskóli í Brautarholti og leikskólasel í Árnesi.
Allt skólahald upp í 7 bekk verði í Brautarholti
Allt skólahald upp í 7 bekk verði í Árnesi.
Leikskólar Brautarholti og Árnesi og grunnskóli á Flúðum.
Fleiri kostir sem nefndin telur að skoða beri.
Björgvin Skafti Bjarnason
Breytingatillaga E lista felld með fjórum atkvæðum A og L lista..
Tillaga A og L lista samþykkt með fjórum atkvæðum A og L lista.
Fulltrúi E lista greiddi atkvæði gegn tillögu A og L lista
10. Nefndaskipanir.
· Aðalfundur afréttamálafélags Flóa og Skeiða.
Jón Vilmundarson og Ingvar Hjálmarsson til vara.
· Almannavarnanefnd Árborgar og nágrennis Oddvita falið að ganga frá skipun í nefndina.
· Atvinnumálanefnd
Aðalmenn Varamenn
Birna Þorsteinsdóttir formaður Haukur Eiríksson
Tinna Jónsdóttir Björgvin Þór Harðarson
Ari Einarsson Hólmfríður Birna Björnsdóttir
Haukur Haraldsson Loftur Erlingsson
Kristján Guðmundsson Ágúst Guðmundsson
· Bókasafnsnefnd.
Aðalmenn Varamenn
Áslaug Harðardóttir Guðni Árnason
Sigrún A. Þórðardóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir
Árdís Jónsdóttir Hjördís Hannesdóttir
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason Kristín Hermannsdóttir
Jóhanna Lilja Arnardóttir Stefanía Sigurðardóttir.
· Fjallskilanefnd.
Lilja Loftsdóttir
Tryggvi Steinarsson
Eiríkur Kr. Eiríksson
· Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu.
Aðalmaður Varamaður
Ólafur Leifsson Guðmundur Sigurðsson
· Héraðsnefnd Árnesinga.
Aðalmaður Varamaður
Gunnar Örn Marteinsson Jón Vilmundarson
· Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður Varamaður
Gunnar Örn Marteinsson Jón Vilmundarson
· Ráðgjafanefnd um friðun Þjórsárvera.
Aðalmaður Varamaður
Aðalsteinn Guðmundsson Gunnar Örn Marteinsson
· Rekstarnefnd sundlaugar , tjaldsv. og félagsh. Brautarholti.
Aðalmenn Varamenn
Ágúst Guðmundsson Hjörvar Ingvarsson
Georg Kjartansson Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
· Samgöngunefnd.
Sama fólk og í atvinnumálanefnd, þar sem þessar nefndir verða sameinaðar við breytingu fundarskapa.
· Skipulagsnefnd, uppsveitanna.
Aðalmaður Varamaður
Gunnar Örn Marteinsson Jón Vilmundarson
· Stjórn hitaveitu Brautarholti
Aðalmaður Varamaður
Ingvar Hjálmarsson Ólafur Leifsson
· Þjónustuhópur aldraðra
Aðalmaður Varamaður
Hildur Hermannsdóttir. Jóhanna Valgeirsdóttir.
· Umhverfisnefnd
Aðalmenn Varamenn
Páll Árnason form. Harpa Dís Harðardóttir
Vilborg María Ástráðsdóttir Sigmar Guðbjörnsson
Jóhannes Eggertsson Stefanía Sigurðardóttir
Úlfhéðinn Sigurmundsson Eiríkur Þórkelsson
Helga Guðlaugsdóttir Helga Kolbeinsdóttir
· Yfirkjörstjórn
Bjarni G. Bjarnason form.
Bergljót Þorsteinsdóttir
Örlygur Sigurðsson
· Undirkjörstjórn fyrir Árnes.
Þuríður Jónsdóttir
Kristmundur Sigurðsson
Einar Guðnason
· Undirkjörstjórn fyrir Brautarholt.
Guðjón Vigfússon
Helga Guðlaugsdóttir
Þorgeir Vigfússon
11. Önnur mál.
a. Erindi frá Bergleifi Gant J. vegna rafmagns á tjaldsvæði.
Oddvita falið að ganga frá samningum.
b. Lóðaumsókn: Frá Auðunni Jónssyni og Rósu Maríu Guðjónsdóttur um lóð númer 16. á Flötum. Samþykkt.
c. Bréf til kynningar.
· Frá Guðfinni Jakobssyni og Atie Bakker dags. 19. júní
· Frá foreldrafélagi Leiksteins dags. 14. júní
· Frá VBS fjárfestingabanka hf dags.8. júní.
d. Skólamál. Húsnæði í Brautarholti, Jón talaði við Ríkiskaup sem töldu tilboð í Skólastjórabústað gott og töldu að ætti að selja húsið, tilvonandi kaupandi er Sigurður Wium. Jón hafði samband við hann og telur hann vel koma til greina að leigja hreppnum húsið næsta vetur.
e. Kennaramál. Líkur eru til að þörf sé á íbúð fyrir kennara í Brautarholti. Ein umsókn er um kennarastöðu yngri barna en enn vantar kennara eldri barna.
Fundi slitið kl. 17. 30