Sveitarstjórn

65. fundur 17. maí 2006 kl. 10:30

65.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps miðvikudaginn 17. maí 2006 kl. 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu: Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Tryggvi Steinarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F Leifsson, Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. 

 Dagskrá:

1.     Fundargerðir til staðfestingar. 
a.        Skólanefndar frá 20. apríl 2006.

Bókun frá Gunnari Erni Marteinssyni varðandi lið 2 í fundargerðinni

Vegna annars liðar í fundargerð skólanefndar finnst mér rétt að benda á hátt hlutfall í stjórnunarstöðum við skólann. Ég vil benda á í því sambandi að ekki er nauðsynlegt að hafa stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann.  Vegna þessa og vegna fjölskyldutengsla við ráðningu kennara sem fram koma í fyrsta lið, sit ég hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.

Bókun frá Tryggva Steinarssyni varðandi lið 2.

Ég tel að skipulagsbreytingar vegna aðstoðarskólastjóra séu ekki tímabærar núna rétt fyrir kosningar.  Verði kennt áfram á tveimur stöðum næsta skólaár eins og tvö framboð boða, verða stöðugildi fleiri en 12 og því skilda lögum samkvæmt að vera með aðstoðarskólastjóra

Fundargerðin samþykkt með 4 atkvæðum L lista fulltrúar A lista sátu hjá.

b.      Umhverfisnefndar frá 4. maí ásamt tillögu að umhverfisstefnu.

Hreppsnefnd þakkar Umhverfisnefnd vel unnin störf.  Umhverfisstefnunni er vísað til frekari vinnslu. Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

2.     Fundargerðir til kynningar 
            a.   Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 11. apríl

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.     Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 27. maí lögð fram. 
Framlagning kjörskrár hefur verið auglýst sbr. 2. mgr.9.gr laga nr. 5/1998.  Hreppsnefnd samþykkti  að fela Oddvita og Sveitarstjóra að undirrita  kjörskrá eins og hún er ef engar athugasemdir berast.

Kosning í tvær undirkjörstjórnir sbr. samþykkt um stjórn og fundasköp hreppsins og einnig tillaga að breyttri yfirkjörstjórn. 
 

Tillaga að breyttri yfirkjörstjórn:

Aðalmenn:

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Örlygur Sigurðsson

Bergljót Þorsteinsdóttir

Til vara:

Oddur Bjarnason

Lilja Loftsdóttir

Valgerður Auðunsdóttir

Tillaga að undirkjörstjórn fyrir Árnes

Aðalmenn:

Einar Guðnason

Þuríður Jónsdóttir

Kristmundur Sigurðsson                                                                                

 

Til vara:

Hafdís Hafsteinsdóttir

Bjarni Einarsson

Jenný Jóhannsdóttir

 

Tillaga að undirkjörstjórn fyrir Brautarholt

Aðalmenn:

Jón Vigfússon

Guðjón Vigfússon

Helga Guðlaugsdóttir

Til vara:

Hafliði Sveinsson

Eiríkur Þórkelsson

Inga Birna Ingólfsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5.     Erindi frá forsætisráðuneytinu dags. 10. maí 2006 þar sem óskað er eftir tilnefningu hreppsnefndar á fulltrúa í hússtjórn Þjóðveldisbæjarins sbr.2.gr.máldaga. 
Samþykkt að skipa  Gunnar Þór Jónsson St-Núpi áfram í hússtjórn Þjóðveldisbæjar.  Til vara Jóhannes H Sigurðsson Ásólfsstöðum.

 

6.     Minnisblað sveitarstjóra dags. 12. maí í framhaldi af bókun hreppsnefndar frá 11. apríl varðandi aksturstaxta skólabíla. 
Aðalsteinn vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

Hreppsnefnd beinir því til næstu sveitarstjórnar að endurskoða samninga hreppsins um skólaakstur.

 

7.     Önnur mál. 
         l.    Skoðanakönnun meðal íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 60 ára og eldri lögð fram til kynningar. Samþykkt að senda Kvenfélagi Gnúpverja, Kvenfélagi Skeiðahrepps og Félagi eldri borgra niðurstöður könnunarinnar. 
        m.   Fundargerð Brunavarna Árnessýslu lögð fram til kynningar. 
         b.   Erindi frá Húsfriðunarnefnd lagt fram til kynningar. 
         o.   Aðalfundarboð Límtré-Vírnet . 
         Samþykkt að Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri verði fulltrúi hreppsins á fundinum.

         p.   Rætt var um viðhald í Skeiðalaug. 
         q.   Þrándur kom með fyrirspurn um afleysingu á skrifstofu, hvort ekki væri hægt að gera breytingu á skrifstofuhaldinu. 
         r.    Hreppsnefnd samþykkir að styrkja hvern framboðslista til sveitarstjórnarkosninga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um kr. 20.000.- 
 

Fundi slitið kl. 12.35