Sveitarstjórn

60. fundur 10. janúar 2006 kl. 10:30

60.fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 10. janúar 2006 kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson oddviti,  Tryggvi Steinarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Björgvin Þór Harðarson í forföllum Ólafs Leifssonar, Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð .

 

Dagskrá:

1.      Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 10. nóvember 2005 með athugasemdum um tillögu að aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem óskað hefur verið staðfestingar á.  Erindið var lagt fram á hreppsnefndarfundi þann 8. desember ásamt eftirtöldum gögnum:  

                 Erindi frá Landvernd dags. 9. nóvember.

Tölvupóstur sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 18. október varðandi

skipulagsvald sveitarfélaga.

Svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22. nóvember með svari

við ofangreindum tölvupósti sveitarstjóra.

                Hjálögð eru drög hönnuða að svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Lagt var fram minnisblað frá Lögmönnum Suðurlandi v tillögu að aðalskipulagi

Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, m.t.t. bréfs  Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins dags. 10.nóv. 2005.

                Drög að yfirlýsingu Landsvirkjunar vegna virkjana í neðri Þjórsá.

Samþykkt var að fresta endanlegri afgreiðslu aðalskipulagsins þar til yfirlýsing Landsvirkjunar hefur verið undirrituð eða í síðasta lagi til næsta fundar.  Ef yfirlýsing liggur ekki fyrir þá mun hreppsnefnd verða að taka afstöðu til frestunar á umræddu svæði. 

2.      Afrit af erindi umhverfisráðherra til Samvinnunefndar um miðhálendi Íslands dagsett 29. desember 2005 vegna breytingar á Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 fyrir svæðið sunnan Hofsjökuls.

Erindið lagt fram.

3.      Fundargerðir til staðfestingar:

a.       Skólanefndar frá 3. janúar ásamt greinargerð um hugsanlega nýtingu húsnæðis grunnskólans í Brautarholti undir starfsemi leikskólans

Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta meta kostnað v breytinga á húsnæðinu. Fundargerð skólanefndar staðfest með fram kominni athugasemd.

b.      Vinnuhóps um framtíð skólahúsnæðis í Brautarholti frá 6.des.

Fundargerðin staðfest.

c.       Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 7.nóv.og 5.des.

Fundargerðin staðfest.

4.      Fundargerðir til kynningar

a.       Fræðslunefndar Flúðaskóla frá 1.des.

b.      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs frá 4. nóvember

c.       Félagafundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 25. nóvember.

d.      Stjórnar SASS frá 16. desember

e.       Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 7. desember

f.        Héraðsnefndar Árnesinga frá 9. desember.

g.       Framkvæmdaráðs Almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis frá 16. des.

Fundargerðirnar lagðar fram.

5.      Erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 27. des. varðandi nýja reglugerð um fasteignaskatt.

Sveitarstjóra falið að yfirfara þær reglur sem í gildi eru.

6.      Erindi frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar dags. 22. des. varðandi breytingar á Aðalskipulagi.

Hreppsnefnd gerir ekki athugsemdir.

7.      Erindi frá Þráni Guðbjörnssyni dags. 16. des. þar sem óskað er umsagnar um umsókn um lögbýlisrétt.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis. Ekki er á þessu stigi tekin afstaða til annarra atriða í bréfinu, sem falla undir væntanlega skipulagsgerð.

8.      Erindi frá félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi  dags. 7. des. með áskorun stjórnar um endurskoðun umboðs launanefndar sveitarfélaga til að semja við félagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Einnig lagt fram kynningarefni  sem FOSS hefur farið yfir með þeim sveitar- og bæjarstjórnum sem séð hafa sér fært að funda með þeim.

Hreppsnefnd fylgist með því sem framvindur, framundan er fjármálaráðstefna sveitarfélaganna þar sem afstaða sveitarfélaganna mun væntanlega skýrast.

9.      Erindi frá Skipulagshópi Hekluskóga dags. 5. des.

Hreppsnefnd lýsir vilja til samstarfs um skipulagið. Verið er að leggja lokahönd á aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þegar því er lokið er tímabært að skoða þörf á breytingu.

10.  Erindi frá samráðsnefnd Hekluskóga dags. 9. des.

Afgreiðslu frestað.

11.  Önnur mál

a.       Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og Þrándur Ingvarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:  Við næstu sveitarstjórnarkosningar verði fækkað kjörnum hreppsnefndarmönnum úr 7 í 5 nefndarmenn.  Jafnframt verður hreppsráðið niður.

Tillagan samþykkt samhljóða.

b.      Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:  Umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005 að öðru leyti en því að breytingum sem snúa að Norðlingaölduveitu er hafnað.

Í afgreiðslu ráðherra eru tekin af tvímæli um að ákvæði laga um raforkuver skyldar ekki samvinnunefnd miðhálendis til þess að taka Norðlingaölduveitu upp í svæðisskipulag miðhálendis samkvæmt úrskurði setts umhverfisráðherra frá 30. janúar 2003.  Ákvæðið takmarkar þó valkosti nefndarinnar þ.e. ef ætlunin er að taka Norðlingaölduveitu upp í svæðisskipulagið þá verður hún  hún jafnframt að sjá til þess að skilyrði úrskurðar setts umhverfisráðherra séu uppfyllt.

Með þessu eru tekin af tvímæli um atriði sem fram til þessa hafa ekki þótt skýr. Ný staða er því komin upp í málinu og mun hreppsnefnd taka sér þann tíma sem þarf til að fara yfir málið að nýju.  Þegar liggur fyrir tillaga um að óska staðfestingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps en fresta þeim hluta er snýr að Norðlingaölduveitu.

Aðalsteinn Guðmundsson, Tryggvi Steinarsson                                                                         
Mathildur E Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir

c.       Fundargerð skipulagsnefndar uppsveita 15.des 2005

Fundargerðin staðfest.

d.      Lagt fram fundarboð varðandi stefnumótun  Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

e.       Erindi frá Kennaraháskóla Íslands  varðandi ósk um leyfi til að starfa að rannsóknum um náttúrufræði- og tæknimenntun í íslenskum skólum.

Hreppsnefnd veitir umbeðna heimild.

f.        Leigusamningur um Hólaskóg dags. 20. desember 2005 við Gunnar Örn Marteinsson og Kari Torkildsen.

Engar athugasemdir gerðar við samninginn.  Gunnar Örn vék sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

g.       Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók.

h.       Gunnar lagði fram fyrirspurn um stöðu Brunavarnamála.

 

                    Fundi slitið kl: 14.10