Sveitarstjórn

58. fundur 01. nóvember 2005 kl. 10:30

58. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1. nóvember 2005 kl. 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu hreppsnefndarmennirnir Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson og Ólafur Fr. Leifsson.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá:

1.     Tillaga að fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2006 til fyrri umræðu.  Meðfylgjandi er tillagan ásamt tillögu að álögum skatta og þjónustugjalda. 
Samþykkt álagningarhlutfall útsvars 13.03% árið 2006

Sveitarstjóri mælti fyrir tillögu að fjárhagsáætlun og lagði fram greinargerð með tillögunni.  Almennar umræður urðu um fjárhagsáætlunina. 

,,Hreppsnefnd samþykkti að leita umsagnar nefnda um viðeigandi málaflokka og leita upplýsinga hjá styrkhöfum ársins 2005 varðandi starfsemi þeirra og óskir um framlag næsta árs. Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2006 til frekari vinnslu og síðari umræðu sem áætluð er á reglulegum fundi hreppsnefndar þann 6. desember að undangengnum vinnufundi.”

 

2.     Fundargerðir til staðfestingar 
Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 3. október. 
Sveitarstjóri lagði fram könnun varðandi félags- og tómstundamál, þjónustu og húsnæðismál eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps nr. 42 og 43 frá 6. október 
Samráðsfundar sveitarstjóra með slökkviliði Gnúpverja frá 11. október 
Hreppsnefnd samþykkir að ganga til samstarfs við Brunavarnir Árnessýslu um rekstur brunavarna á svæði Gnúpverjahrepps frá næstu áramótum.  Þar með er sveitarfélagið allt í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu.  Hreppsnefnd fagnar yfirlýsingu stjórnar BÁ um samstarf við Hrunamenn um æfingar og útköll.  Hreppsnefnd leggur áherslu á að þau störf sem slökkviliðsmenn Gnúpverja hafa sinnt varðandi eftirlit með brunavörnum verði í þeirra höndum áfram og að hugsanleg í viðbótarstörf við Brunavarnir Árnessýslu verði ráðinn starfsmaður úr uppsveitum Árnessýslu og þannig skapaðir möguleikar á starfsstöð með mann í fullu starfi.

Samþykkt samhljóða.

Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 25. október 
Fundargerðirnar staðfestar með áorðnum breytingum.

 

3.     Fundargerðir til kynningar 
Fræðslunefndar Hrunamannahrepps vegna Flúðaskóla frá 4. október. 
Stjórnar SASS frá 29. september 
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 4. október 
Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 28. septemeber og 19. október 
Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 12. október 
Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 20. október 
Fundargerðirnar lagðar fram.

 

4.     Erindi frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs dags. 14. september varðandi leikskólamál.  Erindið lagt fram. 
 

5.     Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs til staðfestingar.  Áætlunin var lögð fyrir hreppsnefnd í ágúst s.l. óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á henni. 
Fyrir lá álit umhverfisnefndar sbr. lið 1 í fundargerð Umhverfisnefndar frá 19. október s.l.

Hreppsnefnd staðfestir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

6.     Erindi frá þróunarsviði Byggðastofnunar dags. 10. október ásamt uppkasti að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 til umsagnar. Uppkastið var áður sent hreppsnefndarmönnum. 
Hreppsnefnd ályktar “Áberandi er hvað Suðurland kemur lítið við sögu í uppkasti að byggðaáætlun. Sem dæmi má nefna Fræðslunet Suðurlands sem býr ekki við sömu kjör og hliðstæð starfsemi útum land.”

7.     Erindi frá fulltrúum foreldrafélagsins Leiksteins dags. 25. október varðandi leiksvæði við Leikholt og fleira. 
Erindinu vísað til skólanefndar.

8.     Erindi frá Stígamótum dags. 19. október með ósk um fjárstyrk til starfseminnar. 
Hreppsnefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.

9.     Erindi til kynningar 
frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga  dags. 10. október varðandi Aðalfund. 
Erindi frá Vottunarstofunni Túni dags. 12. október ásamt fundargerð aðalfundar og ársreikningi 2004. 
Erindi frá Styrktarsjóði EBÍ dags. 3. október þar sem styrkbeiðni vegna örnefnaskráningar á Skeiðum er hafnað. 
Ályktun frá svæðisþingi tónlistarskólakennara á Norður- og Austurlandi. 
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. okt. ásamt aðgerðaráætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi. 
 

10.     Önnur mál 
 

Gunnar vakti máls á hreinlætisaðstöðu í Þjórsárdal. Samþykkt að ræða þetta frekar við gerð fjárhagsáætlunar. 
 

b.   Ég vil leggja fram bókun vegna vinnubragða minnihlutans í  sveitarstjórn.       

 

“Í ljósi þess að úrskurður félagsmálaráðuneytisins að fundur haldinn 6. sept 2005 hafi verið lögmætur.  Þá vil ég fagna lögmæti sveitarstjórnarfundarins frá 6. sept s.l. að rétt hafi verið stjórnað af oddvita sveitarfélagsins í vanhæfismálum

(Matthildar og Jóhannesar). Er augljóst að meirihlutinn hefur ekki beitt minnihlutan valdníðslu, sem s.br. fundarsköp sveitarfélagsins. En augljóst er að minnihlutin hefur brotið fundarsköp sveitarfélagsins með útgöngu sinni án bókunar s.br. 27 gr. Sveitarstjórnalaga s.br. og 22 gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Skeiða-og Gnúpverjahrepps.”

 

Á fundi 9 ágúst 2005 var send bókun frá meirihlutanum til Svæðisnefndar Miðhálendis um afstöðu meirihlutans vegna Norðlingaöldu, að við höfnum Norlingaölduveitu, þá sendir minnihlutin ásamt Jóhannesi Eggertssyni yfirlýsingu til Svæðisnefnar Miðhálendisins sem aldrei fór fyrir sveitarstjórn bréf, sem sent var með haus bréfsefnis Bláskógarbyggðar. Svona vinnubrögð líkar mér ekki, og svona vinna menn ekki.”

 

Hrafnhildur Ágústsdóttir

 

c.       Fulltrúar A-lista létu gera eftirfarandi bókun vegna bókunar Hrafnhildar: 

“Við förum fram á að úrskurður félagsmálaráðuneytis verði birtur á heimasíðu hreppsins, þá geta hreppsbúar myndað sér skoðun á því sem þar stendur.

Vegna bréfs sent svæðisnefnd miðhálendis, skal tekið fram að núverandi sveitarstjóri Bláskógarbyggðar er í nefnd svæðisnefndar miðhálendis.  Við teljum þetta léttvægt miðað við vinnubrögð meirihluta í þessu máli.”

 

Þrándur Ingvarsson

Gunnar Örn Marteinsson

Ólafur F Leifsson.

 

“Athugasemdir A-lista við fundargerð frá 6. sept 2005

Fram kemur í fundargerð að A listi hafi hafnað því að Landsvirkjun fengi fund með hreppsnefnd um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Vakin er athygli á því að beðið var um fund áður en tillaga að aðalskipulagi færi í auglýsingu.  Því var hinsvegar hafnað og þar með hafnaði meirihluti hreppsnefndar umbeðnum fundi. 

Varðandi ákvörðun oddvita um vanhæfi 1. varamanns þá var þess krafist að oddviti rökstyddi ákvörðun sína og það yrði bókað.  Því var ekki sinnt og í úrskurði félagsmálaráðuneytis kemur fram að oddviti fór ekki að fundarsköpum.

Gunnar Örn Marteinsson gerði grein fyrir ástæðum þess að A listi yfirgaf fundinn og hefði verið eðlilegt að færa það til bókar.”

Þrándur Ingvarsson

Gunnar Örn Marteinsson

Ólafur F Leifsson.

 

d. Ábúendur Reykjahverfis fengu umhverfisverðlaun Skeiða- og  Gnúpverjahrepps 2005. Hreppsnefnd lýtir yfir ánægju með framtak umhverfisnefndar. 

 

Fundi slitið kl:15.07