Sveitarstjórn

57. fundur 04. október 2005 kl. 10:30

57. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4. október 2005 kl. 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu hreppsnefndarmennirnir Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson , Ólafur Leifsson .  Einnig  Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:

 

1.     Ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu Ásborg Arnþórsdóttir kom á fundinn og kynnti Sagalands verkefnið og störf sín fyrir uppsveitirnar.  Þá gafst hreppsnefndarmönnum kostur á fyrirspurnum og umræðum. 
 

Oddviti lagði fyrir fundinn að flytja 4. lið dagskrárinnar fram og taka hann sem lið 2 þar sem Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi væri mættur. Enginn gerði athugasemdir við þessa dagskrárbreytingu.

 

2.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps, tillögur hönnuða að svörum við athugasemdum í samræmi við samþykkt Aðalskipulag á fundi hreppsnefndar þann 6.september s.l.  Þrándur tók til máls og vísaði til bókunar sem A listinn gerði  á hreppsnefndarfundi þann 6. sept s.l. 
Oddviti bar upp tillögu að svörum og voru þau samþykkt með 4 atkvæðum L lista, fulltrúar A lista sátu hjá.

Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu um lokaða samkeppni um deiliskipulag svæðisins umhverfis Árnes, samanber samþykkt hreppsnefndar 9. ágúst s.l.

Hreppsnefnd samþykkti tillöguna og fól skipulagsfulltrúa að hrinda henni í framkvæmd.

 

3.      Fundargerðir til staðfestingar 
Hreppsráðs frá 27.september 
Sveitarstjóri kvaddi sér hljóðs varðandi lið 16.a og lagði fram tillögu um að hreppsnefnd fæli hreppsráði að annast afgreiðslu athugasemda við kjörskrá sbr. 10.gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Samþykkt án athugasemda.

Samþykkt að ræða lið 12 samhliða tillögu Gunnars undir lið 5 í dagskránni.

Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 27. september 
Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 22. september. 
Oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu frá 13. og 29. september 
Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum breytingum.

 

4.      Fundargerðir til kynningar 
Samstarfsnefndar um sameiningu uppsveita frá 21. september 
Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 17. og 30. ágúst 
Fundargerðirnar lagðar fram .

 

5.     Tillaga frá Gunnari Erni Marteinssyni varðandi stofnun afréttamálafélags Gnúpverja.
  
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkir að beita sér fyrir stofnun afréttamálafélags  á Gnúpverjaafrétti.

Hlutverk þess félags verður að sjá um rekstur afréttarins smölun og viðhald eigna á honum.

Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar sem nú starfar á vegum sveitarfélagsins verði falið að boða hið fyrsta til stofnfundar í hinu væntanlega félagi, á þeim fundi verði kosin bráðabyrgða stjórn sem semdi félaginu lög og gerði uppkast af samningi við sveitarfélagið um rekstur afréttarins.

Breytingatillaga frá Tryggva Steinarssyni, úr tillögu Gunnars falli út:” til stofnfundar í hinu væntanlega félagi, á þeim fundi verði kosin bráðabyrgða stjórn sem semdi félaginu lög og gerði uppkast af samningi við sveitarfélagið um rekstur afréttarins.”

Í staðinn komi :

“Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar sem nú starfar á vegum sveitarfélagsins verði falið að boða hið fyrsta til kynningarfundar um hið væntanlega félag þar sem lögð verði fyrir uppkast af lögum og samningi við sveitarfélagið um rekstur afréttarins”

Tillagan með breytingartillögu Tryggva samþykkt samhljóða.

Liður 12 úr fundargerð hreppsráðs frá 27. sept s.l. var tekinn fyrir undir þessum lið. Samþykkt að vísa málinu til Afréttamálanefndar.

 

 

6.     Skipan fulltrúa í hreppsráð, Staðarnefnd Brautarholts og Vinabæjarnefnd í stað Matthildar E. Vilhjálmsdóttur.  Einnig varafulltrúa hreppsins í Héraðsnefnd Árnesinga. 
Fulltrúi í hreppsráð Tryggvi Steinarsson aðalmaður og Aðalsteinn Guðmundsson varamaður. Ingunn Guðmundsdóttir er aðalmaður í Staðarnefnd  og  Vinabæjarnefnd. Varafulltrúi í Héraðsnefnd er Tryggvi Steinarsson.

 

7.      Önnur mál 
          a.  Ársskýrsla Leikholts lögð fram til kynningar. 
          b.  Erindi frá JP lögmönnum  dags 3.okt 2005 varðandi sölu og skiptingu jarðanna Sléttabóls og Kálfhóls 1. Lagður var einnig fram uppdráttur af jörðunum dags 19. sept 2005 sem samþykktur er  með undirritun  eigenda aðliggjandi jarða. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við skiptingu jarðanna. 
        c.    Lagt var fram afrit af úrskurði Félagsmálaráðuneytis varðandi kæru Þrándar Ingvarssonar ofl. og Jóhannesar Eggertssonar vegna fundar hreppsnefndar 6. sept s.l. 
Fulltrúar A lista létu gera eftirfrandi bókun:

Vegna úrskurðar félagsmálaráðuneytis áskiljum við okkur rétt til að fara nánar yfir úrskurðinn.  Athygli er vakin á að úrskurðurinn barst inná fund hreppsnefndar og því enginn tími til að yfirfara úrskurðinn.

Fulltrúar A lista

Þrándur Ingvarsson

Gunnar Örn Marteinsson

Ólafur F. Leifsson

 

 

 

Fundi var slitið kl: 14:40