Sveitarstjórn

53. fundur 07. júní 2005 kl. 10:30

53. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 7. júní 2005 kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson,  Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur Fr. Leifsson, Ingunn Guðmundsdóttir og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. Jóhannes Eggetsson mætti í forföllum Matthildar.

 

Dagskrá:

            Í upphafi fundar leitaði Ólafur heimildar til að hljóðrita fundinn.  Oddviti bar upp þá tillögu og var hún felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Ólafs. Gunnars og Jóhannesar.

1.     Kosning fulltrúa til eins árs sbr. sveitarstjórnarlög og samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps:

 Í kjörstjórn.   Kosnir voru.  Aðalmenn:  Bjarni G. Bjarnason, Örlygur Sigurðsson og Bergljót Þorsteinsdóttir.  Til vara Páll Árnason, Helga Guðlaugsdóttir og Einar Guðnason.   Einróma samþykkt. 
a.      Oddviti.  Aðalsteinn Guðmundsson  kjörinn oddviti með 3 atkvæðum   Hrafnhildar, Aðalsteins og Tryggva, Gunnar og Jóhannes voru á móti en Ólafur og Þrándur sátu hjá.

b.      Varaoddviti. Tryggvi Steinarsson kjörinn með 3 atkvæðum Aðalsteins, Hrafnhildar og Tryggva, Jóhannes var á móti og Þrándur, Gunnar og Ólafur sátu hjá.

c.       Í hreppsráð.   Kosnir voru. Aðalmenn: Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Gunnar Örn Marteinsson.  Til vara:  Tryggvi Steinarsson, Aðalsteinn Guðmundsson Þrándur Ingvarsson

d.      Skoðunarmenn reikninga. Kosin voru.  Aðalmenn Birna Þorsteinsdóttir og  Viðar Gunngeirsson og til vara  Bjarni Ó. Valdimarsson, Sigmar Guðbjörnsson

e.       Aðalfundur Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga.

f.        Fulltrúar á aðalfundinn verða: Aðalsteinn Guðmundsson , Tryggvi Steinarsson og Þrándur Ingvarsson. Til vara: Matthildur E Vilhjálmsdóttir og Ólafur F Leifsson.

 2.     Fundargerðir til staðfestingar 
    a.) Hreppsráðs frá 31. maí. 
Ólafur tók til máls um fundargerð hreppsráðs, og lét gera eftirfarandi bókun:

“Í tilefni af afgreiðslu skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundi nefndarinnar þann 10. maí sl. vegna afsagnarbréfs Stefaníu Sigurðardóttur úr nefndinni geri ég athugasemdir við þá afgreiðslu nefndarinnar að taka erindið til umfjöllunar og afgreiðslu á umræddum fundi.  Umræddu erindi var beint til hreppsnefndar þann 2. maí sl. en hafði ekki fengið umfjöllun eða afgreiðslu hreppsnefndar þegar skólanefnd tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum þann 10. maí sl.  Eðlilegt verður að telja að hreppsnefnd ljúki umfjöllun sinni um erindi sem til hennar er beint áður en nefndir sem undir hreppsnefndina heyra taka mál til umfjöllunar og afgreiðslu”. 

Aðalsteinn ræddi tillögu oddvita Laugaráshéraðs um aukið fé til ferða og atvinnumála.  Gunnar tók til máls um fundargerð hreppsráðs og benti á að oddviti hefði ekki fullan stuðning meirihluta, einnig ræddi hann málefni ferðamálafulltrúa.  Tryggvi ræddi bókun Ólafs og benti á að bréf Stefaníu hefði einungis verið kynnt í nefndinni.  Jóhannes ræddi málefni ferðamálafulltrúa.  Ingunn ræddi um ferðamálafulltrúann, Gunnar tók einnig aftur til máls um ferðamálafulltrúann.  Hrafnhildur ræddi skipulag sorpmála.  Jóhannes lýsti áhyggjum af því hve erfitt væri að losna við dýrahræ.

Fundargerðin staðfest.

3.     Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2005.  Til umfjöllunar og afgreiðslu.  Með tillögunni er lagt farm erindi KPMG endurskoðunar undirritað af Einari Sveinbjörnssyni löggiltum endurskoðanda dags. 3. júní 2005 sem er svar við samþykkt hreppsnefndar frá 5. apríl svohljóðandi: 
,,Hreppsnefnd samþykkir að við endurskoðun á fjárhagsáætlun Þjórsárskóla fyrir árið 2005 verði gerðar tvær áætlanir þ.e. fyrir skóla í Brautarholti og skóla í Árnesi.  Sýndur verði árlegur rekstrarkostnaður og einnig kostnað við að koma starfseminni fyrir á einum stað.”

Einar Sveinbjörnsson tók til máls og gerði grein fyrir mati KPMG v. reksturs skóla á einum stað.  Hann rifjaði upp að rekstrarniðurstaða skólans 2004 væri kr. 87.526 þús áætlun, f 2005 gerði ráð f. Reksturskostnaði kr. 96.744.  Fyrirliggjandi tillaga að endurskoðaðri áætlun gerir ráð f. niðurst. Kr. 84.830.þús.  Jóhannes ræddi áætlun um skóla einnig Þrándur og Ólafur.  Einar svaraði fyrirspurnum frá Jóhannesi, Þrándi og Ólafi.  Þrándur lét bóka” að starfsemi leikskóla verði endurskoðuð með það að markmiði að starfsemin verði á einum stað.  Afréttarhús á Gnúpverjaafrétti verði boðin félagasamtökum til fósturs.  Ferðamenn á Gnúpverjaafrétti sjái sjálfir um flutning á heyi.  Ekki verði gert ráð fyrir útgjöldum vegna Skaftholtsrétta , en í stað þess verði leitað til einkaaðila um fjármögnun.  Olíubera hlað og laga stéttar í Brautarholti.  Farið verði í að deiliskipuleggja heilsárslóðir á landi hreppsins við Kálfá”.

Gunnar tók til máls  og  lagði fram eftirfarandi bókun frá fulltrúum A- lista:  “Vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 leggjum við til  að þegar í stað verði gengist í að selja það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélagið á”.

Greinargerð:

Það er ljóst að taka þarf á til að koma rekstri sveitarfélagsins í það horf að hægt verði í framtíðinni að halda uppi góðri þjónustu við íbúana og auk þess standa undir eðlilegum framkvæmdum.  Sveitarfélagið á talsvert af íbúðarhúsnæði sem það hefur engin not fyrir og eru leigð á verði sem varla stendur undir viðhaldskostnaði við þau, það er þvi eðlilegt að sveitarfélagið reyni að losa sig við þessar eignir fáist fyrir þær viðunandi verð.  Þurfi sveitarfélagið af einhverjum ástæðum að skaffa íbúðarhúsnæði liggur beint við að leigja  það af einhverju þeirra aðila sem eru að byggja eða hafa sótt um lóðir  til að byggja leiguhúsnæði í sveitarfélaginu, það er mun eðlilegra heldur en að sveitarfélagið sé í samkeppni við þessa aðila á leigumarkaðnum.

Ingunn , Þrándur , Jóhannes , Gunnar og Tryggvi  tóku til máls um áætlunina.

Tillaga A -listans  borin upp og hún samþykkt  með 4 greiddum atkvæðum, Þrándar, Gunnars, Ólafs og Jóhannesar, aðrir sátu hjá.  Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun  samþykkt með 3 atkvæðum Aðalsteins, Tryggva og Hrafnhildar.  Þrándur, Gunnar, Ólafur og Jóhannes sátu hjá.

 Fundargerðir til staðfestingar framhald á lið 2.

a.        Staðarnefndar Brautarholts frá 23. maí

b.      Afréttamálanefndar Gnúpverja frá 31. maí

Jóhannes, Gunnar , Hrafnhildur og Aðalsteinn  tóku til máls og ræddu fundargerð Afréttamálanefndar liðina  um Skaftholtsréttir og Afréttarhús. Þrándur tók einnig til máls og ræddi um Skaftholtsréttir og Afrétarhúsin.  Jóhannes vill sjá afréttarhúsin tekin í fóstur eða seld.

Hreppsnefnd setur   fyrirvara um tímasetningar  framkvæmda við Skaftholtsréttir sem hljóta að mótast af fjárveitingum hvers árs.  Fundargerðin staðfest með framkomnum athugasemdum,  með 4 atkvæðum Aðalsteins, Hrafnhildar, Tryggva og Jóhannesar, Þrándur, Gunnar og Ólafur sátu hjá.

4.     Fundargerðir til kynningar .  
Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 25. maí 
 Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10. maí og 24. maí 
Aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 10. maí 
Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 13.maí 
Gunnar tók til máls um fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs. 
Fundargerðirnar lagðar fram.

5.     Ársreikningur 2004 Skeiða- og Gnúpverjahrepps til síðari umræðu og afgreiðslu.  Fyrri umræða fór fram á hreppsnefndarfundi þann 3. maí s.l. 
Ingunn tók til máls og lagði til að hann yrði tekin til atkvæðagreiðslu.  Þrándur tók til máls og  taldi sig ekki hafa neinar athugasemdir við reikninginn, en niðurstöðu hans ekki ásættanlega.

 Ársreiknigurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum

6.     Tillaga að þriggja ára áætlun fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp 2006-2008 til síðari umræðu og afgreiðslu.  Fyrri umræða fór fram á hreppsnefndarfundi þann 14. desember s.l.  
Ingunn tók til máls um áætlunina og útskýrði hana í stórum dráttum.  Jóhannes tók einnig til máls.

Tillaga að þriggja ára áætlun samþykkt með 4 atkvæðum Aðalsteins, Tryggva, Hrafnhildar og Jóhannesar, Þrándur, Gunnar og Ólafur sátu hjá.

7.     Erindi frá Stefaníu Sigurðardóttur dags. 2. maí þar sem hún segir sig úr skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Einnig erindi dags. 17. maí þar sem hún óskar skýringa á meðferð afsagnarbréfs síns.  Lagt er einnig fram svar oddvita við því bréfi dags. 25. maí.  Afrit af tölvupósti frá Stefaníu til sveitarstjóra dags. 19. maí þar sem hún óskar eftir birtingu bréfanna á vefsíðu sveitarfélagsins og svari sveitarstjóra dags. 20. maí. 
Aðalsteinn tók til máls og þakkaði Stefaníu góð störf í skólanefnd, og lagði til að Jón Bragi Ólafsson tæki hennar sæti.  Tryggvi tók til máls og lagði til að þar sem Stefanía væri viðstödd fundinn, fengi hún málfrelsi undir þessum lið ef hún óskaði.  Oddviti bar það undir fundinn og var það samþykkt.

Þrándur tók til máls og taldi að hreppsnefnd hefði orðið á mistök í meðferð bréfsins og einnig að fólk ætti að geta komið skoðunum sínum á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins. Gunnar og Ólafur tóku einnig til máls og voru sammála um að hreppsnefnd hefði gert mistök í meðferð bréfs Stefaníu.   Stefanía tók til máls og skýrði sitt mál og kvaðst standa við sín orð í bréfum. 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að Jón Bragi Ólafsson verði nýr skólanefndarmaður.  Gunnar Örn kom með eftirfarandi tillögu að svari til Stefaníu:  Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps harmar þau mistök að þess skuli ekki getið í fundargerð frá 3. maí að afsagnarbréf Stefaníu Sigurðardóttur úr skólanefnd hafi verið lagt þar fram.  Hreppsnefnd vill jafnframt þakka henni fyrir störf hennar  í skólanefnd og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni”.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

8.     Erindi frá Styrktarsjóði EBÍ dags. 23. apríl þar sem kynntar eru reglur sjóðsins og boðið að sækja um styrk en þeir eru veittir til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.  Árið 2004 fékk Skeiða- og Gnúpverjahreppur styrk til að standa straum af kostnaði við skiltamerkingar í Þjórsárdal/Stöng.  
Jóhannes tók til máls og lagði til að Örnefnaskráning Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ fengi styrk. Samþykkt samhljóða.

9.     Erindi frá Guðmundi Sigurðssyni dags. 18.mars þar sem hann óskar gagna á grundvelli upplýsingalaga sem lögð voru til grundvallar ákvörðun hreppsnefndar um staðsetningu grunnskólans á fundi 8. mars. Hjálagt er minnisblað sveitarstjóra um málið og afrit af bréfaskiptum aðila. 
Ingunn tók til máls og skýrði málið, engar athugasemdir komu fram.  Gunnar tók til máls.  Þrándur lagði til að Guðmundur fengi málfrelsi undir þessum lið þar sem hann var viðstaddur fundinn og var það samþykkt.  Guðmundur útskýrði sitt mál.  Ólafur tók til máls.

10.     Erindi frá Jónasi Yngva Ásgrímssyni dags. 14.mars þar sem óskað er upplýsinga úr bókhaldi sveitarfélagsins og ítrekað er 21. mars.  Hjálögð eru einnig svarbréf sveitarstjóra frá 21. mars og 20. apríl. 
Gunnar tók til máls og vakti athygli á kostnaði við Norðlingaölduveitu.  Einnig  tók Jóhannes til máls  

11.    Stjórnsýslukæra Katrínar Andrésdóttur og Jónasar Yngva Ásgrímssonar frá 16. mars.  Hjálögð eru eftirtalin bréf: Umsögn hreppsnefndar dags. 15. apríl. Andsvar kærenda dags. 29. apríl.  Svar lögmanns hreppsins við andsvari dags. 18. maí.  Athugasemdir kærenda við svar lögmannsins dags. 30. maí.  
Lagt fram til kynningar.

12.     Erindi Guðmundar Sigurðssonar til oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 9.maí þar sem hann óskar upplýsinga um mál sem ekki var tekið fyrir á hreppsnefndarfundi 3. maí.  
Lagt fram til kynningar.  Oddviti upplýsti að svar hefði verið póstlagt.

13.    Önnur mál 
 

 a.    Erindi frá Jóni Eiríkssyni og Emilíu Kristbjörnsdóttur dagsett 19. maí þar sem óskað er umsagnar hreppsnefndar um stofnun nýbýlisins Vorsabær 3 í landi Vorsabæjar.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veittur verði lögbýlisréttur á Vorsabæ 3. 
b.    Sveitarstjóri sagði frá samskiptum við Skógrækt ríkisins vegna veiðiréttar í Fossá sem sameiginlegur er með Skógrækt og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Hugmyndir eru að auglýsa Fossá til leigu.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu. 
c.     Samkv 7.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps er heimilt að fella niður fundi í hreppsnefnd í allt að tvo mánuði að sumarlagi.  Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður haldinn 9. ágúst.  Hreppsnefnd samþykkir að fela hreppsráði fullnaðarafgreiðslu mála fram að þeim tíma.  Næsti fundur hreppsráðs verður haldinn 28. júní.  Sumarleyfi hreppsnefndar er í júlí. 
d.    Oddviti ræddi um að halda íbúafund þar sem ársreikningur 2004 væri tilbúinn.  En tímasetning ákveðin í kjölfar úrskurðar Félagsmálaráðuneytis v. stjórnsýslukæru.  Samþykkt að halda auka hreppsnefndarfund í kjölfar úrskurðar. 
e.    Jóhannes tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:  Við undirritaðir óskum þess að fyrirhuguð sameining Þjórsárskóla verði frestað þetta starfsár 2005-2006.  Málið undirbúið með vandaðri fjárhagsáætlun, þar sem komi fram ótvíræður raunsparnaður sveitarfélagsins svo og hvor skólastaðurinn henti betur með heildar menntun barna okkar. (Grunnskóla-leikskóla).  Leggjum þetta fram til að ná fram friði í okkar góða sveitarfélagi. 
Jóhannes Eggertsson

Ólafur F. Leifsson. 

Eftirtaldir tóku til máls.  Tryggvi, Gunnar, Jóhannes, Ólafur, Þrándur, Hrafnhildur og Ingunn

Samþykkt var að fresta afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar hreppsnefndar.

 

x.     Ólafur lagði fram viðbót við undirskriftarlista um sameiningu skólahalds á einn stað og sagði að 53% foreldra hefðu skrifað undir listann. 
y.     Gunnar tók til máls um skólamál.  Einnig tók Jóhannes til máls. 
z.      Gunnar talaði um umhirðu Stangarbæjarins, og hvatti til að haft yrði samband við Fornleifavernd ríkisins um úrbætur. 
 

Fundi slitið kl.16.50