- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
48. Fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 14. desember kl. 10:30 í Árnesi.
Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson,Tryggvi Steinarsson, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F Leifsson, Ingunn Guðmundsdóttir og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð á tölvu.
Dagskrá:
1. Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2005
Tillaga frá Sveitarstjóra og oddvita um álagningu fasteignaskatts og þjónustugjalda.
Fasteignaskattur verði óbreyttur frá fyrra ári:
Var 2004
Tillaga 2005
Fasteignaskattur A
0.55%
0.55%
Fasteignaskattur B
1.32%
1.32%
Sorp verði tekið hálfsmánaðarlega
Sorphirðugjald vikulega (verður ekki í boði frá áramótum)
5.500
Sorphirðugjald hálfsmánaðarlega
3.300
5.500
Sorpeyðingargjald á íbúð
5.500
5.500
Sorpeyðingargjald á atvinnurekstur
11.000
15000
Sorpeyðingargjald á sumarbústað
3.500
3.500
Breytingartillaga kom frá Ólafi F Leifssyni um hækkun á sorpeyðingargjaldi fyrir atvinnurekstur úr 11.000 í 15.000. Og var hún samþykkt með 4 atkvæðum. Þrándur og Gunnar greiddu atkvæði á móti, Hrafnhildur sat hjá.
Kaldavatnsgjöld
Vatnsgjald á íbúð
6.000
7.000
Vatnsgjald á atvinnustarfsemi
10.000
12.000
Vatnsgjald á sumarhús
4.000
5.000
Fráveitugjöld
Vegna hreinsunar rotþróa 3.600L og minni
4.500
4.500
Tillagan samþykkt svo breytt með 5 greiddum atkvæðum, Þrándur og Gunnar sátu hjá.
Fyrir lá tillaga um lóðarleigugjöld 2005.
Tillagan um lóðarleigugjöld var samþykkt samhljóða.
Gjaldskráin fylgir byggingarvísitölu sem er í desember 2004 304,8 stig.
1
Íbúðarlóðir í þéttbýliskjörnunum Árnesi og Brautarholti
6.500
2
Atvinnu og þjónustulóðir í þéttbýlinu Árnesi og Brautarholti
16.500
3
Smábýlalóðir 4ha og minni
16.500
4
Smábýlalóðir stærri en 4ha
25.000
5
Sumarhúsalóðir Flatir/Kálfá
32.690
6
Sumarhúsalóðir Löngudælaholti
21.609
Gjald fyrir liði 1 - 4 er lagt á samhliða álagningu fasteignaskatts
Gjald fyrir liði 5 – 6 er lagt á í október ár hvert
Sveitarstjóri lagði fram greinargerð með fjárhagsáætlun.(fskj. 1).
,,Hreppsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 með eftirtöldum breytingum: Til gjalda vegna gatnaframkvæmdar í Árnesi komi 3.600þús og til tekna kr. 1.800þús. Þá verði tekjur frá jöfnunarsjóði hækkaðar um kr. 2.000þús. Launaliður í Þjórsárskóla verði lækkaður um 750.000. Ennfremur samþykkir hreppsnefnd að áætlunin verði endurskoðuð þegar niðurstöður KHÍ varðandi úttekt á skólahaldi og niðurstaða starfshóps um leikskólarekstur liggja fyrir.”
Fjárhagsáætlun var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum, Gunnar,Ólafur og Þrándur sátu hjá.
2. Tillaga að þriggja ára áætlun lögð fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa til síðari umræðu.
3. Fundargerðir til staðfestingar:
Skólanefndar Þjórsárskóla frá 12. desember, fundur 30 og 31.
Umhverfisnefndar frá 30. nóvember
Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 25. nóvember
Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 8. nóvember
Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 7. desember
Fundar oddvita uppsveita Árnessýslu frá 8. nóvember
Fundargerð húsnefndar frá 13. desember.
Umræður og athugasemdir: Varðandi fjárhagsmál í fundargerðum nefnda, vísast til afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Varðandi annað mál í fundargerð umhverfisnefndar vísast til áframhaldandi vinnslu sorpsamþykktar.
Fundargerðirnar samþykktar með framkomnum athugasemdum.
4. Afrit af erindi Skipulagsstofununar varðandi Sultartangalínu 3 dags. 3. desember. Engar athugasemdir gerðar.
5. Erindi frá Hrunamannahreppi dags. 26. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um tillögu Aðalskipulagi. Engar athugasemdir gerðar.
6. Erindi frá félagi sumarbústaðaeigenda á Löngudælaholti dags. 24. nóvember varðandi fráveitugjald. Erindið var borið undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og vill það árétta að æskilegt era að tæming fari fram ekki sjaldnar en á tveggja til þriggja ára fresti til að rotþróin virki eins og hún á að gera. Erindinu var því hafnað.
7. Erindi frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 3. desember varðandi umsagnir um sameiningartillögur Lagt fram.
8. Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók.
9. Erindi frá Hjalta og Sigrúnu í Fossnesi varðandi safngirðingu í landi Fossness. Hreppsnefnd samþykkir erindið. Framkvæmdin unnin í samráði við afréttamálanefnd.
10. Erindi frá menntamálaráðuneytinu dags. 22. nóvember þar sem óskað er upplýsinga um kennsludaga í kjölfar verkfalla. Bréf lá fyrir frá Sambandi ísl.sveitarfélaga um málið.Lagt fram til kynningar.
11. Erindi frá Háskólasetrinu í Hveragerði dags. 1. nóvember með kynningu á verkefni um íslenskar náttúrulaugar og ósk um fjárstyrk. Erindinu hafnað.
12. Til kynningar:
Afrit af erindi SASS til Samgöngunefndar Alþingis dags. 25. október varðandi endurskoðun samgönguáætlunar
Erindi til sveitarstjórna frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 3. nóvember varðandi lengingu háannar í ferðaþjónustu.
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 22. október
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 8. og 25. nóvember
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 27. nóvember
13. Önnur mál
a) Fundargerð Atvinnumálanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 7. desember
Gunnar greindi frá fundinum með fulltrúa Landsvirkjunar. Fundargerð verður sett á dagskrá næsta fundar.
b) Punktar af fundi félagsmálanefndar uppsveita frá 6. desember.
c) Sveitarstjóri kynnti væntanlega kostnaðarhlutdeild hreppsins í Brunavörnum Árnessýslu eftir að Gnúpverjahlutinn verður kominn þar inn. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með hreppsnefndarmönnum og fulltrúum brunavarna og slökkviliðsmönnum.
d) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt samantekt á niðurstöðum grunnskólaþings sveitarfélaga sem haldið var á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars s.l. Lagt fram.
e) Erindi frá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði ásamt skýrslu um áhrif Suðurlandsskjálftanna í júní árið 2000. Lagt fram.
f) Greiðslur til verktaka í verkfalli grunnskólakennara. Samþykkt að greiða eftir sömu reglu til mötuneytis og skólabílstjóra.
g) Brautarholt, óveruleg deiliskipulagsbreyting:
Lögð fram tillaga Péturs H.Jónssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi Brautarholts sem samþykkt var í hreppsnefnd 19.ágúst 2003. Í breytingunum felst:
1. Byggingarreitur loðar nr.10 stækkar um 3 m til vesturs ig hámarksstærð íbúðarhúss stækkkar úr 250 m² í 370 m².
2. Lóð nr. 7 verður 1.048 m² og lóð nr.9 verður lóð nr.9a (525 m²) og nr.9b (525 m²)
3. Lóð nr.12 verður 1.080 m² og lóð nr. 14 verður 1.120 m² og lóð nr.16 (1.170 m²) verður nr.16a (588 m²) og nr 16b (579 m²)
Hreppsnefnd fellst á að hér sé um óverulega deiliskipulagsbreytingu að ræða og vísar breytingunni til grenndarkynningar skv. 2.mgr.26.greinar skipulags-og byggingarlaga nr.73/1997.
Sú breyting sem hreppsnefnd samþykkti að vísa til grenndarkynningar á fundi sínum þann 9.nóvember er hluti að þessari breytingu.
Samþykkt
h) Skipan fulltrúa í stað Svölu Sigurgeirsdóttur, varamaður í skólanefnd Sigríður Garðarsdóttir, staðarnefnd Brautarholts Theódóra Sveinbjörnsdóttir, varamaður í umhverfisnefnd Páll Árnason.
Fundi slitið kl. 14.35