- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
47. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 30. nóvember n.k. kl. 15 í Árnesi.
Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð í tölvu.
Dagskrá:
1. Ákvörðun um útsvar fyrir árið 2005 – Tillaga um 13,03% útsvar sem kynnt var við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2005 þann 9. nóvember s.l. samþykkt.
2. Önnur mál
Efling sveitarstjórnarstigsins – umsögn til nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins vegna tillagna um sameiningu. Fyrir lá tillaga að umsögn sbr.fylgiskjal 1. Tillagan var rædd og gerðar nokkrar breytingar á henni, sveitarstjóra falið að ganga frá og senda umsögnina.
Fyrirkomulag fráveitu í Árnesi. Sveitarstjóri kynnti verðtilboð frá Nesey og ESK í lagningu fráveitu sbr. gögn sem fyrir lágu frá Verkfræðistofu Suðurlands. Samþykkt að heimila sveitarstjóra að leita samninga við ESK sem var hagstæðara. Þá kynnti sveitarstjóri bréf til lóðarhafa og húseigenda í Árneshverfi varðandi sama mál.
Þrándur vakti máls á nýlegum uppsögnum Landsvirkjunar við virkjanir í Þjórsá og Tungnaá. Gunnar Örn greindi frá að boðaður hefði verið fundur í atvinnumálanefnd hreppsins með rekstrarstjóranum í Búrfellsstöð. Hreppsnefnd harmar þessar aðgerðir Landsvirkjunar sem virðast koma meira niður á heimamönnum en gefið var til kynna í upphafi. Hreppsnefnd krefst skýringa frá hendi Landsvirkjunar.
Fundi var slitið klukkan 16:06