Sveitarstjórn

45. fundur 05. október 2004 kl. 10:30

45. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 5. október kl. 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu:  Aðalsteinn Guðmundsson, Gunnar Örn Marteinsson,  Björgvin Þór Harðarson, Þrándur Ingvarsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.      Fundargerðir til staðfestingar

a)      Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 6. september

b)      Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 16. september

c)      Skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 28. september ásamt samningi við Hrunamannahrepp um Flúðaskóla og samningi við Jóhann ehf um mötuneyti. 

Varðandi fundargerð Skólanefndar samþykkir hreppsnefnd samning við Hrunamannahrepp um Flúðaskóla og samning við Jóhann ehf um mötuneyti fyrir Gnúpverjaskóla.

Varðandi fundargerð skipulagsnefndar uppsveita mál 26. deiliskipulag Brautarholti samþykkir heppsnefnd vegna munnlegra athugasemda sem bárust að stærð lóðar nr. 7 verði óbreytt frá fyrra skipulagi.  Lóðir fyrir parhús verði minnkaðar sem því nemur.  Einnig samþykkt að lóð nr. 16 verði gerð að parhúsalóð.  Skipulagsfulltrúa falin vinnsla málsins.

Varðandi mál 30 í sömu fundargerð áréttar hreppsnefnd að um er að ræða Hlemmiskeið I en ekki IV. 

Fundargerðirnar samþykktar með fram komnum athugasemdum.

2.      Fundargerðir til kynningar

a)      Þjónustuhóps aldraðra frá 2. september

b)      Stjórn Brunavarna Árnessýslu frá 20. september

c)      Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 17. september

d)      Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands frá 22. september

Oddviti greindi frá fundi með stjórn Brunavarna Árnessýslu um sameiningu.  Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um kostnað við brunavarnir undanfarin ár í samráði við endurskoðendur.

3.      Fjallskil

a)      Álagning fjallskila – sveitarstjóri lagði fram tillögu byggða á samþykktri fjárhagsáætlun fjallskila.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd.

b)      Tillaga um að stofna þriggja manna afréttamálanefnd.  Nefndin verði skipuð fjallkóngi, einum úr hreppsnefnd og einum fjárbónda.  Tillagan samþykkt.  Hreppsráði falið að tilnefna fulltrúa í nefndina og sveitarstjóra að kalla hana saman til fyrsta fundar og gera drög að erindisbréfi.

4.      Ársfundur umhverfisnefnda 8. október og fundur Staðardagskrár 9. október – fundarboð frá Umhverfisstofnun dags. 17. september.

Lagt fram

5.      Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 21. september með umsögn með tillögu að aðalskipulagi.

Lagt fram

6.      Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 21. september með boðun fundar um vatnsvernd.

Lagt fram

7.       Erindi frá Íbúðalánasjóði dags. 22. september – samþykkt umsókn um viðbótarlán.

Lagt fram

8.      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21. september þar sem boðað er XVIII landsþing Sambandsins 26. nóvember n.k.  Samþykkt  að Aðalsteinn Guðmundsson verði aðalfulltrúi á landsþing í stað Más Haraldssonar.

9.      Frá Bláskógabyggð dags. 30. ágúst – umsögn um tillögu að aðalskipulagi.

Lagt fram

10.  Frá sveitarfélaginu Ölfusi dags. 24. september – boðun fundar um deiliskipulag í Kirkjuferjuhjáleigu.

Lagt fram

11.  Erindi frá eignarhaldsfélaginu Karat ehf dags. 24. september með ósk um þátttöku í kostnaði vegna mats á skemmdum vegna jarðskjálftanna árið 2000.

Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um hvernig beiðnin samræmist þeim reglum sem unnið var eftir í kjölfar skjálftanna.

12.  Tillaga að reglum um veitingu viðbótarlána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Samþykkt

13.  Tillaga um að veita eldri borgurum 50% afslátt vegna umhirðu vinnuskóla í húsagörðum.  Reikningur verði þó aldrei lægri en kr. 1.500 fyrir skiptið.

Samþykkt

14.  Samningur við Jóhann ehf um aðstöðu til veitinga og gistiaðstöðu í Árnesi. 

Samþykktur

15.  Tillaga að skipuriti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og starfslýsingum fyrir starfsmenn skrifstofu, áhaldahúss og sundlauga.

Afgreiðslu frestað

16.  Önnur mál.

a)  Breyting aðalskipulags Gnúpverjahrepps

Óverulega breyting á staðfestu aðalskipulagi Gnúpverjahrepps 1993-2013.

Tillagan er í auglýsingu frá 15.september til 6.október skv. 21.gr. Skipulags-og byggingarlaga. Í breytingunni felst að Sultartangalína 3 (SU3) er lögð meðfram Sultartangalínu 1 (SU1).  Breytt skipulag er í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Breyting á svæðisskipulagi miðhálendisins vegna Sultartangalínu 3 hefur verið staðfest og matsferli á umhverfisáhrifum hefur fram.

      Enn hafa engar athugasemdir borist en frestur rennur út á morgun.

Hreppsnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með fyrirvara um að engar athugasemdir berist.

                        Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til lokaafgreiðslu.

b) Deiliskipulag í svonefndu Skálmholtstúni var staðfest á síðasta ári en þar hagar svo til að sveitarfélagsmörk Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Villingaholtshrepps liggja yfir skipulagssvæðið þar sem eigandi landsins hafði keypt skika úr Kílhraunslandi og bætt við land sitt. Sveitarfélagsmörkin liggja yfir norðurenda landsins en það hefur enn ekki verið sameinað. 70 ha eru í Villingaholtshreppi en 4 ha á Skeiðum.

Sveitarfélagsmörkin liggja  þvert yfir 4 frístundahúslóðir þannig að byggingareitur einnar lóðar er skeiðamegin en hinna þriggja í flóamegin. Landeigandi hyggst sækja um lögbýli en byggingarreitur fyrir íbúðarhús er á landinu Flóamegin.

Að beiðni skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa uppsveita þarf hreppsnefnd að taka afstöðu til þess hvernig lóðir og land verða skráð í fasteignamati og þá hvoru megin hryggjar gjöldin lenda. Ekki var tekin til þess afstaða í deiliskipulaginu.

 

Hreppsnefnd samþykkir að samkomulag verði gert við Villingaholtshrepp um að sveitarfélagsmörkum verði breytt þannig að hektararnir fjórir sem seldir voru úr

Kílhraunslandi tilheyri Villingaholtshreppi. Þá þarf að gera sérstakan hnitsettan uppdrátt um breytinguna og fá staðfestingu félagsmálaráðuneytisins.

Málinu vísað til afgreiðslu skipulagsfulltrúa.

c)      Umræður um vegamál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fram haldið frá síðasta fundi.  Oddviti og sveitarstjóri greindu frá fundi með Vegagerðinni og lögðu fram tillögu að ályktun sem fylgir fundargerð í fylgiskjali merktu 1.

d)      Fundargerð húsnefndar Árness frá 30. september fundargerðin staðfest.  Ljóst er að fjárveiting ársins dugar ekki fyrir þeim endurbótum sem um er að ræða.  Hreppsnefnd samþykkir nauðsynlegar lágmarksbreytingar nú en vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.

e)      Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs ásamt gjaldskrá. Samþykkt að taka tillöguna á dagskrá á næsta fundi.

f)        Erindi frá formanni Nautgriparæktarfélags Gnúpverja dags. 4. október með ósk um fjárveitingu vegna 100 ára afmælis félagsins.

Samþykktar kr. 20.000. með þremur atkvæðum.  Gunnar Örn sat hjá.  Þrándur, Tryggvi og Hrafnhildur viku af fundi við umfjöllun málsins.

g)      Lagt var fram til kynningar boðun fundar um lýsingu og breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði sem haldinn verður á Selfossi 9. október.

h)      Þrándur greindi frá samráðsfundi með Landsvirkjun vegna Norðlingaölduveitu. Hreppsnefnd þarf að fara yfir úrskurð ráðherra varðandi veituna m.t.t. mótvægisaðgerða o.fl.

i)        Þrándur ræddi vefsíðu hreppsins.  Sveitarstjóri greindi frá því að nýr aðili hefði tekið við vefnum.

Fundi slitið kl. 14:15