Sveitarstjórn

41. fundur 21. júní 2004 kl. 10:30

41. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps mánudaginn 21. júní 2004 kl. 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Björgvin Þór Harðarson,, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson, Halla S. Bjarnadóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Haraldur Sigurðsson og Ómar Ívarsson mættu á fundinn fyrir hönd hönnuða.  Farið var yfir nokkur atriði sbr. minnisblað frá hönnuðum og tekin ákvörðun um meðferð þeirra í aðalskipulagi. 
Lögð var fram fundargerð umhverfisnefndar frá 27. maí s.l. fundargerðin barst hreppsskrifstofu 21.júní.  Umhverfisnefnd gagnrýnir að nefndin hefði ekki fengið aðalskipulagið til umsagnar og vísar í erindisbréf nefndarinnar því til stuðnings.  Hreppsnefnd samþykkir að umhverfisnefnd fjalli um tillöguna fyrir lok júlí.

Hreppsnefnd samþykkir að leita heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi samkvæmt 18.gr. skipulags- og byggingarlaga. 

2.     Fulltrúar Landgræðslunnar komu á fundinn sbr. samþykkt hreppsnefndar 11. maí s.l. í tilefni af bréfi Landgræðslunnar varðandi beit á afrétti í tengslum við gæðastýringu í landbúnaði.  Til fundarins mættu undir þessum lið; Páll Lýðsson formaður afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða, Björn Barkarson og Sigþrúður Jónsdóttir fyrir hönd Landgræðslunnar. Fundarmenn ræddu málið frá ýmsum hliðum.  Páll lagði fram bréf sem hann skrifaði Landgræðslunni þar sem fram kemur áhugi afréttamálafélagsins á að gera sameiginlega landbóta- og landnýtingaráætlun með Gnúpverjum. Hreppsnefnd samþykkti að vinna sameiginlega að málinu með afréttarmálafélaginu og felur hreppsráði að skipa tvo fulltrúa Gnúpverja til verksins.
3.     Fundargerðir til staðfestingar
Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 3. júní
Skólanefndar Brautarholts og Gnúpverjaskóla frá 1.júní
Minnispunktar nefndar um leikskólamál frá 14. júní
Gunnar vakti máls á launalausum námsleyfum og reglum því tengdar.

Fundargerðirnar staðfestar.

4.     Fundargerðir til kynningar
Heilbrigðisnefndar frá 26. maí
Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 27. febrúar, tvær frá 19. mars, frá 16. apríl og 19. maí
Aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 19. mars
Fundargerðirnar lagðar fram.

5.     Boð til hreppsnefndar frá Rangárbökkum hestamiðstöð um að vera við vígslu minnisvarða um Sigurð Haraldsson Kirkjubæ í tengslum við Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum.
Kynnt

6.     Erindi frá Klúbbnum Strók dags. 14. júní með ósk um fjárstyrk.
Samþykkt kr. 10.000.

7.     Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 1. júní þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til reksturs pizzavagns.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

Björgvin Þór vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

8.     Úttekt á skólahaldi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, val á ráðgjöfum.
Kynnt voru tilboð Rannsóknarstofnunar KHÍ kr. 942.000 og Rannsóknarstofnunar HA kr.1.195.000.  Formanni skólanefndar og sveitarstjóra veitt heimild til að velja milli aðila og semja um verkið.

9.     Endurskoðun fjárhagsáætlunar og tillaga að breytingum sem m.a. fela í sér hækkaða fjárveitingu til viðgerða á Brautarholtsskóla um kr. 3.200 þar sem kostnaðaráætlun hækkaði við nánari hönnun viðgerðarinnar.  Sveitarstjóri kynnti áætlun ráðgjafa um viðgerð á þaki Árness.  Fjárveiting til verkefnisins var rúmar 3milljónir en kostnaðaráætlun er 6.360þúsund.  Auk þess telur ráðgjafinn hagstæðara að gera við þakkant samhliða þaki. Hreppsnefnd samþykkti að fresta viðgerð á þaki Árness til næsta árs.  Einnig er gert ráð fyrir fjárveitingu kr.1.300þús. til viðgerða á þaki Gnúpverjaskóla. Samþykkt að fresta henni einnig. 
Samþykkt að taka breytingar á fjárhagsáætlun til endanlegrar afgreiðslu á ágúst fundi.

10.     Viðhorfskönnun vegna sameiningar sveitarfélaga.
Hreppsnefnd samþykkti að gera könnun á viðhorfum íbúa til sameiningar sveitarfélaga. Lagður fram spurningalisti og samþykktur með smávægilegum breytingum. Samþykkt að könnunin fari fram samhliða forsetakosningunum og þátttaka heimil öllum þeim sem rétt hafa til að kjósa í sveitarstjórnarkosningum.

11.    Útboð á veitinga- og gistiaðstöðu í Árnesi.
Fyrir lá fundargerð frá opnun tilboða dags. 14. júní þar sem greint er frá tveimur tilboðum annarsvegar frá Bergleif Joensen og hinsvegar frá Gunnari Egilssyni.  Hreppsnefnd samþykkti með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Bergleif.  Gunnar Örn og Björgvin Þór sátu hjá.

12.     Erindi til kynningar:
Bréf starfshóps um kálæxlaveiki dags. 24. maí
Bréf jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 15. apríl ásamt reglum um framlög vegna sameiningar sveitarfélaga.
13.     Önnur mál

a.  Sveitarstjóri kynnti erindi frá Sigmundi Magnússyni þar sem hann óskar eftir viðbótarlóð við sumarhús sitt á Flötum.  Samþykkt að fela hreppsráði málið.

 

Fundi var slitið 15:04