Sveitarstjórn

32. fundur 03. febrúar 2004 kl. 10:30

32. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 3. febrúar 2004 í Árnesi kl. 10:30.

Fundinn sátu, Aðalsteinn Guðmundsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson og Ólafur F. Leifsson.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Skipun eins fulltrúa og annars til vara fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp í skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu. Tillaga um Aðalstein Guðmundsson og sveitarstjóra til vara.  Samþykkt með atkvæðum meirihluta, fulltrúar minnihluta sátu hjá.
2.     Kostnaður vegna deiliskipulagsvinnu á St. Núpi, tillaga um að hreppurinn greiði til helminga á móti sóknarnefnd.  Samþykkt.
3.     Skipulagsfulltrúi uppsveita leggur til að keyptur verði kortagrunnur á tölvutæku formi frá Landmælingum.  Kostnaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps sbr. meðfylgjandi byggir á því að þegar hefur verið keyptur stór hluti grunnsins í tengslum við gerð aðalskipulags.  Samþykkt.
4.     Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dagsett 14. janúar þar sem óskað er umsagnar um ,,Stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi” og ,,Samstarfssamning sveitarfélaga á Suðurlandi.”
Hreppsnefnd tekur jákvætt í samninginn og drög að stefnumótun.  En hvetur til þess að lögð verði áhersla á uppbyggingu og stuðning við þau menningarhús sem þegar eru til staðar víða um suðurland.

5.     Tillaga Gunnars Arnar Marteinssonar varðandi leigusamning í Árnesi svohljóðandi: ,,Sveitarstjórnarfundur haldinn í Árnesi 3. febrúar 2004 samþykkir að segja upp leigusamningnum við Bergleif Gannt Joensen vegna veitingaaðstöðu í Árnesi annarsvegar og gistiaðstöðu hinsvegar, og bjóða reksturinn út á ný.”
Gunnar gerði grein fyrir hugmyndum sínum og var tillagan rædd.  Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar til hreppsnefndarfundar 2. mars.  Þá liggi fyrir niðurstaða vinnu sveitarstjóra og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands varðandi endurskoðun samninganna.

6.     Erindi til kynningar
Afrit erindis dags. 22. janúar 2004 frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga sem sent var stjórnum landshlutasamtaka og óskað samstarfs um undirbúning tillagna um sameiningar sveitarfélaga.
Ályktanir frá sambandsþingi Ungmennafélags Íslands 18.-19. október 2003.
7.     Fundargerðir til kynningar
Stjórnar sorpstöðvar Suðurlands frá 15. janúar 2004
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 21. janúar 2004
8.     Önnur mál.
Frá byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu dags. 13. janúar 2004, tillaga að gjaldskrárbreytingum sbr. fskj.1. Samþykkt.
Samþykkt að hafa hreppsnefndarfund um aðalskipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 17. febrúar n.k. kl. 10:30 í Árnesi.
Kynnt var fyrirspurn Lofts Erlingssonar varðandi leigu á Brautarholtsskóla í sumar til ferðaþjónustu líkt og síðasta sumar.  Samþykkt að ganga til samninga við Loft og leggja fram til staðfestingar á næsta fundi hreppsnefndar.
Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 12. júní n.k.  Oddviti sagði frá undirbúningsfundi sem haldinn var með ferðaþjónustufulltrúa. 
 

Fundi slitið klukkan 12:20