Sveitarstjórn

30. fundur 16. desember 2003 kl. 10:30

30. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 16. desember 2003 í Árnesi kl. 10:30.

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Þá sátu fundinn einnig Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi undir liðum  4, 5, og 6, ennfremur hönnuðir aðalskipulagstillögu undir lið 4, Oddur Hermannsson, Haraldur Sigurðsson og Ómar Ívarsson.

 

Dagskrá:

1.    Kjör annars varaoddvita hreppsnefndar
Matthildur kynnti tillögu að kjöri annars varaoddvita sem lagt er til að verði kosinn til sama tíma og sitjandi oddviti og varaoddviti þ.e. til júnífundar hreppsnefndar 2004 vegna forfalla.  Tillaga um Aðalstein Guðmundsson sem annan varaoddvita samþykkt með fjórum atkvæðum meirhluta, fulltrúar minni hluta sátu hjá.  Samþykkt að Aðalsteinn gegni starfi oddvita í forföllum Más Haraldssonar.

2.     Ákvörðun um fasteignagjöld
 


 Var 2003
 Tillaga 2004
 
Fasteignaskattur A
 0.55%
 0.55%
 
Fasteignaskattur B
 1.32%
 1.32%
 
Sorphirðugjald vikulega
 5.000
 5.500
 
Sorphirðugjald hálfsmánaðarlega
 3.000
 3.300
 
Sorpeyðingargjald á íbúð
 5.000
 5.500
 
Sorpeyðingargjald á atvinnurekstur
 8.000
 11.000
 
Sorpeyðingargjald á sumarbústað
 3.000
 3.500
 
Vatnsgjald á íbúð
 6.000
 6.000
 
Vatnsgjald á atvinnustarfsemi
 10.000
 10.000
 
Vatnsgjald á sumarhús
 4.000
 4.000
 
Fráveitugjald vegna hreinsunar rotþróa sbr. samþykkt
 0
 4.500
       

Tillagan samþykkt.

3.     Tillaga að samþykkt um fráveitu, áður á dagskrá 4. nóvember.  Samþykkt með breytingu á fyrstu málsgrein þriðju greinar sem verði svohljóðandi: ,,Losun seyru og setefna skal að öllu jöfnu framkvæmd annað hvert ár við skóla, heilbrigðisstofnanir, matvælaframleiðslustaði, veitinga og gistiþjónustu og þriðja hvert ár við heimili og sumarhús.”
4.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Kynning skipulagsuppdrátta og áframhaldandi umfjöllun um greinargerð.  Fyrir lá ný tímaáætlun og samkvæmt henni stendur til að senda Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum tillöguna til umsagnar þann 1. febrúar 2004.  Aðalsteinn vék af fundi.
5.     Fundargerð oddvitafundar frá 4. desember lögð fram til staðfestingar
Varðandi fyrsta lið í fundargerðinni tillögu að sameiginlegri skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu lagði Þrándur fram eftirfarandi: ,,Lagt er til að skipulagsmálin verði áfram á hendi hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Tengill við skipulagsfulltrúa verði oddviti og sveitarstjóri.  Í samþykktum um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps varðandi nefndir til fjögurra ára er eftirfarandi tekið fram:  Hreppsnefnd fer með verkefni skipulagsnefndar samkvæmt ákvæðum skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.” 

Samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins.  Þrándur gerði athugasemd við fjarveru hreppsnefndarmanns sem kom í veg fyrir að hægt væri að taka málið til afgreiðslu.

6.     Önnur mál
a)      Skipulagsfulltrúi lagði fyrir deiliskipulag Merkurhrauns dagsett 3. nóvember 2003 og lagði til að hreppsnefnd samþykkti auglýsingu á því.  Samþykkt. Ennfremur hefur Kári Fanndal eigandi Merkurhrauns sótt um að fá lögbýlisrétt á landi sínu til landbúnaðarráðuneytis.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veittur verði lögbýlisréttur í Merkurhrauni.  Hreppsnefnd leggur áherslu á að byggingarnefnd uppsveita gefi ekki út byggingarleyfi nema á grundvelli staðfestra skipulagsuppdrátta. 

b)      Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi deiliskipulagstillögu á Stóra Núpi, vonast er til að hægt verði að afgreiða það í lok janúar.

c)      Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi ráðningu búfjáreftirlitsmanns skv. upplýsingum frá oddvita Héraðsnefndar Árnesinga. 

 

Fundi slitið kl. 16:10