- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
26. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 2. september 2003 klukkan 10:30 í Árnesi.
Fundinn sátu: Aðalsteinn Guðmundsson, Jóhannes Eggertsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Gunnar Marteinsson, Ólafur F. Leifsson, Þrándur Ingvarsson og Ingunn Guðmundsdóttir svstj. sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar
a. Hreppsráðs frá 26. ágúst
Fundargerðin staðfest.
2. Aðrar fundargerðir
a. Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 4. júlí
b. Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. ágúst
Fundargerðirnar lagðar fram.
3. Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um gjaldskrá fyrir skólaakstur dags. 26. ágúst ásamt tillögu að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir skólaárið 2003-4.
Samþykkt að miða við 8% álag á viðmiðmiðunartaxta Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðalsteinn tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
4. Erindi frá Jóni og Þorgeiri Vigfússonum dagsett 14. ágúst varðandi skipulagsmál í landi Efri Brúnavalla 2.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagðar verði lóðir fyrir sumarhús á umræddu svæði í samræmi við skipulags- og byggingarlög.
5. Erindi frá Fannberg ehf dagsett 15. ágúst þar sem óskað er samþykkis hreppsnefndar vegna skipta út úr jörðinni Þjórsárholti.
Samþykkt
6. Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem kynntur er úrskurður vegna mats á umhverfisáhrifum virkjunar í neðri hluta Þjórsár.
Jóhannes gerði athugasemd við að vöktun varðandi gróður og lífríki væri einungis hugsuð til 10 ára og taldi nauðsynlegt að fylgjast með þróun gróðurs og lífríkis á meðan virkjun er starfrækt. Hreppsnefnd samþykktir að leggja til að út falli tímatakmörk á vöktun.
7. Erindi frá Veðurstofu Íslands dagsett 27. ágúst þar sem óskað er eftir leyfi til staðsetningar á sjálfvirkri veðurathugunarstöð við Árnes.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í að heimila staðsetningu við iðnaðarsvæðið. Haft verði samráð við sveitarstjóra um nánari staðsetningu og útfærslu m.t.t. skipulags- og byggingarlaga.
8. Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
9. Erindi frá Sigríði Björku Marinósdóttur dags. 25. ágúst varðandi laun í fjarnámi.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið en samþykkir að vísa því til skólanefndar. Þrándur vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. Verksamningur við Gunnar Þór Jónsson um uppsetningu og viðhald á heimasíðu hreppsins skeidgnup.is til staðfestingar. Samþykkt.
11. Tillaga að verksamningi við Gunnar Þór Jónsson um útgáfu fréttabréfs. Lagður fram til kynningar.
12. Skipan fimm fulltrúa í vinabæjarnefnd.
Samþykkt að skipa eftirtalda:
Bente Hansen, Birkikinn
Gunnar Örn Marteinsson, Steinsholti
Helga Guðlaugsdóttir, Birnustöðum
Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir, Norðurgarði
Sigríður Pétursdóttir, Ólafsvöllum
Nefndin skipti með sér verkum, Matthildi falið að kalla hana saman.
13. Önnur mál.
a) Tillaga að gjaldskrá og reglur fyrir skólavistun:
Gjaldskrá:
Kr. 140 fyrir hverja klst.
70 kr. fyrir hressingu
180 kr. fyrir hádegismat.
Systkinaafsláttur: Yngsta barn greiði fullt gjald, 25% afsláttur af öðru barni, 50% af þriðja barni.
Einstæðir foreldrar fái 25% afslátt af vistunargjaldi
Ýmsar reglur:
Gjaldið greiðist fyrir hvern mánuð eftirá.
Sótt er um breytingar á vistunartíma með mánaðarfyrirvara hjá skólastjóra.
Þá daga sem skóli er búinn fyrr en stundatafla segir er boðið uppá skólavistun en greitt er fyrir þá tíma aukalega.
Skólavistun verði í boði fyrir yngstu fjóra árganga grunnskólans.
b) Fjárhagsáætlun fjallskila 2003 lögð fram.
c) Ályktun frá sveitarfélögum sem verða fyrir skerðingu við breytingu reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fskj.1.
Samþykkt.
d) Umsókn um lóð fyrir sumarbústað númer 3 við Kálfá frá Jóhanni Bjarkarási 22, Garðabæ. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:25