- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
23. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 1. júlí 2003 í Árnesi klukkan 10:30.
Fundinn sátu: Már Haraldsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Lára B. Jónsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Kosnir voru eftirtaldir fulltrúar til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
a) Yfirkjörstjórn: Bjarni G. Bjarnason, Örlygur Sigurðsson og Sælaug Viggósdóttir, til vara Bergljót Þorsteinsdóttir, Páll Árnason og Helga Guðlaugsdóttir. Samþykkt samhljóða.
b) Oddviti: Már Haraldsson og varaoddviti Matthildur E. Vilhjálmsdóttir. Samþykkt með fjórum atkvæðum L lista, þrír fulltrúar A lista sátu hjá.
c) Hreppsráð: Aðalsteinn Guðmundsson, Þrándur Ingvarsson og Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, til vara Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson og Már Haraldsson. Samþykkt samhljóða.
d) Fulltrúar á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga: Samþykkt að velja fulltrúa þegar fundur hefur verið boðaður.
2. Fundargerðir til staðfestingar
a) Hreppsráðs frá 24. júní 2003.
Umræður og afgreiðslur: Til fundarins mætti Rut Guðmundsdóttir skólastjóri vegna liðar 2 í fundargerð skólanefndar frá 12. júní þar sem lögð er til fjölgun kennslustunda og fleira tengt starfsmannamálum. Umræður urðu og svaraði Rut spurningum fundarmanna um málefni grunnskólans. Samþykkt að staðfesta tillögu skólanefndar og lið tvö í fundargerð skólanefndar í heild sinni. Gunnar Örn og Þrándur sátu hjá.
Fundargerð hreppsráðs staðfest.
3. Fundargerðir til kynningar
a) Stjórnar atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 12. júní 2003
b) Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 18. júní 2003
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Tillögur að deiliskipulagi:
a) Stóri-Núpur, umhverfi kirkju, kirkjugarðs og bæjarþyrpingar. Samþykkt að lína sem afmarkar norðurhlið kirkjulóðar verði bein þannig að aðkomutorg verði utan lóðar. Einnig að þrjú bílastæði við gamla prestssetrið verði merkt til afnota fyrir íbúana. Samþykkt að gera ráð fyrir að háspennulína sem liggur yfir bílastæði verði færð útfyrir skipulagsmörk. Samþykkt að auglýsa tillöguna.
b) Brautarholt, nýjar íbúðarlóðir. Samþykkt að hafa eina aðkomu á svæðið þ.e. þá sem nú er, tenging inná Brautarholt verði sunnan við Gósen. Sveitarstjóra falið að auglýsa tillöguna þannig breytta í samráði við oddvita og formann hreppsráðs.
5. Drög að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál hreppsins. Oddviti og sveitarstjóri kynntu drögin og lögðu til að unnin yrði endurskoðun á fjárhagsáætlun 2003 áður en gengið yrði frá þriggja ára áætlun. Samþykkt að afgreiða endurskoðaða áætlun og þriggja ára áætlun á næsta hreppsnefndarfundi.
6. Erindi frá Landsvirkjun varðandi framkvæmdir við Norðlingaölduveitu þar sem óskað er eftir að hreppsnefnd taki til meðferðar tillögu Landsvirkjunar sem kynnt var á fundi hreppsnefndar þann 11. júlí.
Þrándur lagði fram tillögu A listans að afgreiðslu:
,,Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps fellst á lón í 568 m.y.s. að vetri, en hæð að sumri verði 566 m.y.s. með þeim skilyrðum að fylgst verði með hugsanlegu foki úr lónstæði. Varðandi framhjárennsli úr setlóni til að halda við grunnvatnsstöðu innan friðlands samþykkir hreppsnefnd niðurstöðu nefndar sem skipuð var fulltrúa umhverfisstofnunar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, oddvita Ásahrepps og fulltrúa Landsvirkjunar. Hreppsnefnd mun fyrir sitt leyti stuðla að því að framkvæmdir geti gengið sem greiðast fyrir sig.”
Már kynnti tillögu L listans að afgreiðslu:
,, Skilyrði 2 : Hreppsnefnd tekur undir að fullt samkomulag sé um niðurstöðu nefndar fjögurra sérfræðinga frá liðnum vetri um framhjárennsli úr Þjórsárlóni, en vekur athygli á að nefndin benti einnig á þann möguleika sem hreppsnefnd lagði til í umsögn sinni til Umhverfisstofnunar í maí s.l.
Hreppsnefnd fellst á að veitan verði hönnuð og byggð skv. áætlunum Landsvirkjunar, en endanlegt vatnsmagn sem hleypt yrði framhjá til að uppfylla skilyrði í úrskurði setts umhverfisráðherra verði ákveðið á grundvelli mælinga og vöktunar á fyrstu rekstrarárum veitunnar.
Skilyrði 1 : Afstaða hreppsnefndar til lónhæðar Norðlingaöldulóns í 566 m y.s byggir m.a. á eftirtöldum atriðum:
1.Í kynningu á úrskurði setts umhverfisráðherra 30. jan. 2003 var að stærstum hluta byggt á tillögu (forathugun) VST., bæði í máli og myndum.
Óhætt er að fullyrða að sú sátt sem úrskurðurinn skapaði í þessu heita og viðkvæma deilumáli byggðist á þeirri tillögu og stuðlar þannig að því að allir aðilar geti sætt sig við framkvæmdina og verndun og nýting til orkuvinnslu fari saman.
2.Lónhæð í 566 m y.s er forsenda þess að aurskolun sé raunhæfur kostur til að leysa vanda vegna aurburðar og setmyndunar.
3.Rekstur lónsins við lægra vatnsborð að sumri en vetri skapar verulega hættu á þornun sets og jarðvegs og þar með auknar líkur á foki úr lónstæði.
4.Mat á rekstraröryggi og arðsemi veitunnar virðist mismunandi en í tilhögun setts umhverfisráðherra er brugðist við þeim þáttum, annars vegar með færslu stíflu neðar í farveg Þjórsár og hins vegar með stækkuðu setlóni með veitu til Þjórsárlóns.
5.Vegna nálægðar lóns í 568 m y.s við friðlandsmörk má ætla að framkvæmdin hafi áhrif inn í friðlandið áður en langt um líður, t.d. vegna flóða og myndunar aurkeilu við innrennsli.
Með hliðsjón af framansögðu er það álit hreppsnefndar að ekki sé unnt að fallast á hærri lónhæð en 566 m y. s.”
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins en taka það fyrir n.k. fimmtudagskvöld 3. júlí kl. 20:30.
Gunnar yfirgaf fundinn.
7. Vináttusamningur við sveitarfélagið Vestvaagoy í Lofoten, Noregi. Sveitarstjóri kynnti breytingar sem gerðar voru við yfirferð samningsins júní.
8. Ástandsskoðun á fasteignum Skeiða- og Gnúpverjahrepps, skýrsla Verkfræðistofu Guðjóns Sigfússonar kynnt. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna málið frekar fyrir næsta fund hreppsráðs.
9. Erindi til kynningar:
a) Samtök ferðaþjónustunnar dags. 20. júní 2003 varðandi rekstur í opinberu húsnæði.
b) Afrit erindis fjármálaráðuneytis til Lögmanna Suðurlandi dags. 9. maí 2003 þar sem synjað er umsókn um gjafsókn vegna þjóðlendumála.
Lagt fram.
10. Önnur mál.
a) Tilboð frá VÍS um samning til um tryggingar sveitarfélagsins dags. 30. júní. Lagt fram.
b) Þrándur gerði að umtalsefni að hlé hefði orðið á birtingu fundargerða á neti og í fréttabréfi.
Fundi slitið klukkan 16:10