Sveitarstjórn

22. fundur 11. júní 2003 kl. 10:30

22. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi miðvikudaginn 11. júní 2003 klukkan 10:30.

Fundinn sátu; Már Haraldsson oddviti, hreppsnefndarmennirnir Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson Gunnar Örn Marteinsson og Matthildur E. Vilhjálmsdóttir.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:

                1.   Ársreikningur 2003, síðari umræða. 

Rætt var um að fá milliuppgjör úr bókhaldi fyrstu fimm mánaða. 

Reikningurinn borinn upp og staðfestur.

2.    Erindi frá Sjóvá Almennum tryggingum dags. 19. maí varðandi tryggingarmál.  Sveitarstjóra falið að kanna málið frekar.

3.     Erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 15. maí þar sem kynntar eru nýjar leiðbeiningar um gerð reglna um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

4.    Upplýsingar um orlof húsmæðra 2002 dags. 11. maí.

Lagt fram til kynningar.

5.    Erindi frá umhverfisstofnun dags. 13. maí varðandi gerð náttúruverndaráætlana.

Lagt fram til kynningar.

6.    Ályktun frá FOSS frá aðalfundi þann 6. maí.

Lagt fram til kynningar.

7.   Erindi frá stéttarfélagi félagsráðgjafa með kynningu á störfum félagsráðgjafa hjá sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

8.   Tillögur að erindisbréfum fyrir; ráðsmann í Brautarholti, umsjónarmann og flokksstjóra vinnuskóla.

Starfslýsing fyrir flokksstjóra vinnuskóla staðfest.  Samþykkt að vinna hinar frekar.

9.    Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Brautarholti.

Fyrir lá tillaga frá Pétri H. Jónssyni skipulagsfræðingi að nýju skipulagi.  Athugasemdir gerðar við aðkomu að hverfinu og númeringar á lóðum.  Einnig samþykkt að gera ráð fyrir parhúsum á hluta lóðanna.

10.   Erindi Gylfa Sigurðssonar dags. 12. maí (barst 3. júní) með ósk um niðurfellingu fasteignagjalda af Brjánsstöðum 2002.

Gunnar Örn vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Fyrir lá minnisblað frá lögmanni hreppsins um málið þar sem fram kemur það álit að það geti haft geigvænlegar afleiðingar fyrir hreppssjóð að taka slíka ákvörðun. 

Samþykkt að hafna beiðninni.

11.    Önnur mál

a)      Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 6. júní með fyrirspurn í tilefni af umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um virkjun í neðri hluta Þjórsár. 

Rifjaðar voru upp eldri umsagnir og ályktanir hreppsnefndanna varðandi   matsáætlun Núpsvirkjunar og Urriðafossvirkjunar.  Kynnt voru drög að svari sem var samþykkt.

b)      Fulltrúar frá Landsvirkjun komu til fundarins og kynntu tilhögun framkvæmdar Norðlingaölduveitu.

c)      Námskeið í átthagafræði á vegum Fræðslunets suðurlands.  Samþykkt að fá námskeið í  Skeiða- og Gnúpverjahrepp næsta vetur.

d)      Sveitarstjóri kynnti leigusamning vegna Brautarholts.

 

Fundi slitið kl. 16:13