Sveitarstjórn

20. fundur 13. maí 2003 kl. 10:30

20. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi þriðjudaginn 13. maí 2003 klukkan 10:30

 

 

Fundinn sátu Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:

  1. Umfjöllun um tillögu að aðalskipulagi  fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. 

Til fundarins mættu fulltrúar hönnuða aðalskipulagsins Þráinn Hauksson og Oddur Hermannsson.  Þeir kynntu drög að skipulagi í sameinuðu sveitarfélagi. Umræður urðu um drögin, unnið verður áfram á grundvelli tímaáætlunar, samþykkt var að kalla saman vinnufund hreppsnefndar og hönnuða 1. júlí.

  1. Fundargerð oddvitaráðs Laugaráslæknishéraðs frá 5. maí ásamt samningi um ráðningu skipulagsfulltrúa og samningi um umsjón jarðarinnar Laugaráss.  Fundargerðin og samningarnir staðfestir.
  2. Þrjú erindi frá Skipulagsstofnun dags. 5. maí ásamt skýrslu um mat á umverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár.  Umsagnar hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er óskað fyrir 30. maí n.k.

Samþykkt að leita eftir fresti til 4. júní varðandi umsögn.  Sveitarstjóra falið að boða landeigendur til fundar við hreppsnefnd um málið í næstu viku.

Ólafur F. Leifsson vék af fundi.

  1. Önnur mál

a)      Tillaga að gjaldskrá fyrir sundlaugar samþykkt svohljóðandi, ennfremur er sveitarstjóra og umsjónarmanni sundlaugar falið að semja við ferðaþjónustuaðila um gjald fyrir hópa.

Stök skipti fyrir börn

 

100

 

10 skipta kort fyrir börn

 

600

 

Stök skipti fyrir fullorðna

 

230

 

10 skipta kort fyrir fullorðna

 

1700

 

 

 

6-15 ára greiði barnagjald

 

16-66 ára greiði fullorðinsgjald

 

0-5 ára greiði ekki

 

 

 

67 ára og eldri greiði ekkert

 

     

b)      Sveitarstjóri lagði fram upplýsingar varðandi fjallvegasjóð.  Sveitarstjóra   falið að sækja um framlag úr sjóðnum til vegarins að Hólaskógi.

 

 

Fundi slitið kl.  13:40