Sveitarstjórn

18. fundur 01. apríl 2003 kl. 10:30

18. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1. apríl 2003 í Árnesi kl. 10:30. 

 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
a)      Fundargerð hreppsráðs frá 25. mars

Fundargerðin staðfest

Fundargerðir til kynningar
b)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. mars

Erindi frá Rangárþingi ytra dags. 24. mars varðandi aðalskipulag fyrrum Holta- og Landsveitar þar sem fram kemur að óskað verður  staðfestingar á aðalskipulaginu eins og það liggur fyrir. 
Hreppsnefnd samþykkir að árétta við Skipulagsstofnun, umsögn hreppsnefndar Gnúpverjahrepps um skipulagið þar sem hún telur ekki unnt að taka afstöðu til virkjanakosta í neðri Þjórsá á þessu stigi.

Erindi frá landbúnaðarráðuneytinu dags. 24. mars með kynningu á námskeiði fyrir búfjáreftirlitsmenn
Lagt fram

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 17. mars þar sem kynnt er ný reglugerð fyrir sjóðinn
Lagt fram

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 20. mars vegna deiliskipulags Skálmholtstúns
Lagt fram til kynningar

Erindi frá Skógræktarfélagi Árnesinga dags. 20. mars með ósk um styrk til starfseminnar
Samþykkt kr. 30.000.

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 27. janúar með athugasemdum varðandi Brautarholtsskóla og Leikholt
Lagt fram til kynningar.

Boð frá Menntaskólanum að Laugarvatni í tilefni 50 ára afmælis hans.
Lagt fram.

Erindi frá Íslandsgistingu dags. 24. mars með könnun á möguleikum til samstarfs.
Lagt fram til kynningar.

Minnisblað frá fundi 21.mars um hugmyndir að breyttu rekstrarformi sorpstöðva á Suðurlandi
Lagt fram til kynningar, sveitarstjóri greindi frá fundi sem hún sat um málið með forystumönnum sveitarfélaga í Árnessýslu og forystumönnum Sorpstöðvar.

Afrit erindis smíðakennara Brautarholts- og Gnúpverjaskóla til skólanefndar dags. 18. mars með ósk um kaup á kennslubúnaði.
Lagt fram til kynningar.

Önnur mál
a)      Oddviti greindi frá gerð leigusamnings og fleiri málum varðandi Hólaskóg.  Hreppsnefnd samþykkir að leggja land undir skógrækt í nágrenni hússins í Gunnar Örn bókaði að hann teldi ekki rétt að sveitarfélagið hefði fjárútlát af verkefninu.

b)      Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

c)      Rekstur Skeiðalaugar og Neslaugar.  Samþykkt að einn starfsmaður sjái um rekstur beggja lauga.

d)      Erindi frá umhverfisráðuneyti dags. 25.mars með kynningu á ,,Degi umhverfisins”.  Lagt fram.

e)      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. mars með kynningu á ráðstefnu um sveitarstjórnarstigið í Evrópu. Lagt fram.

f)        Erindi frá Landbúnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvörp til ábúðarlaga og jarðarlaga.  Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 13.10