Sveitarstjórn

63. fundur 09. júní 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri fundinn og ritaði einnig fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

1. Fjárhagsáætlun - viðauki

Sveitarstjóri lagði fram viðauka II við fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2021. Gert er ráð fyrir hækkun tekna um 5,2 millj að útgjöld hækki um 50,2 millj. Fjárfestingar hækka um 18,750 millj vegna framkvæmda við fráveitu í Árnesi og gatnagerðarframkvæmda. Nettóútgjaldaaukningu er mætt með sölu á fasteign sveitarfélagsins í Brautarholti og lántöku/hækkun yfirdráttar að fjárhæð 10.000.000 kr.

Viðauki er því samþykktur af sveitarstjórn. Sveitarstjórn þó lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu sveitarfélagsins og þeirri miklu vinnu sem framundan er til að snúa við fjárhag sveitarfélagsins.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun og Ingvar Hjálmarsson tók undir hana:

Ég samþykki þungt hugsi þennan viðauka við fjárhagsáætlun, með fyrirvara um að ég var frá upphafi mótfallin þeirri leið sem farin var með leiguhúsnæði undir leikskólann v/myglu í Brautarholti og þeirri meðferð sem það mál hlaut hjá meirihluta sveitarstjórnar.

 

2. Hálendisþjóðgarður, umræður um eðli og tilgang

Kolbeinn Proppé og Björn Helgi ætluðu að koma til viðræðna um eðli, tilgangi og legu hálendisþjóðgarðs. Því miður sáu þeir sér ekki fært að koma sökum anna á Alþingi.

 

3. Skipulagslýsing fyrir suðurhálendið

Oddviti kynnti skipulagslýsingu vegna svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið 2020-2032. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi Svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir skipulagslýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Anna Sigríður gerði þó athugasemd við kafla 2.5. um orkuvinnslu þar sem ekki er lagt samhliða mat á frekari þörf á orkuvinnslu.

 

4. Sameiginleg vatnsveita

Oddviti kynnti breytingu á skiptingu kostnaðar vegna mögulega sameiginlegrar vatnsveitu milli sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Fljótsbotna. Breytingin fól í sér að í stað þess að greiða fyrir hlutdeild í stofnpípum er greitt fyrir hlutfall af vatnstöku af þeirri stofnpípu sem hvert sveitarfélag nýtir. Stofnostnaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður því 164.320.000 kr. skv. áætlun.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða tillögu Oddvita um að draga sig út úr samstarfi um sameiginlega vatnsveitu sveitarfélaganna.

 

5. Persónuverndarfulltrúi

Kynnt voru tilboð um þjónustusamninga vegna persónuverndarfulltrúa frá Dattaca Labs, Héraðsskjalasafni Árnesinga og og Sekretum.

Afgreiðslu er frestað. Sveitarstjórn felur  sveitarstjóra að kanna betur hvað felst í starfi persónufulltrúa og möguleikum þar tengdum.

 

6. Umsókn í Atvinnuuppbyggingarsjóð

Traðarland ehf. sendi inn umsókn í atvinnueflingarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og óskaði eftir styrk v. uppbyggingar ferðaþjónustu á svæði Réttarlands.

Afgreiðslu frestað og frekari gagna aflað.

 

7. Starfslýsing verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags 2021

Lögð var fram starfslýsing Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags en um er að ræða sameiginlegan starfsmann Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps þar sem starfshlutfall hans við Skeiða- og Gnúpverjahrepp yrði 25% en eykst í 37,5% við hin sveitarfélögin. Skv. starfslýsingu fyrir hreppinn felst í starfinu verkefnastjórn vegna verkefnisins heilsueflandi samfélags. Sveitarstjórn samþykkir starfslýsinguna og að starfið verði auglýst sameiginlega með hinum sveitarfélögunum.

 

8. 22. fundur Héraðsnefndar Árnesinga, mál 12 þarfnast afgreiðslu

Fundargerð vorfundar var kynnt. Skv. máli nr. 12 á dagskrá, sem er húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga, var ákveðið að bjóða út verkið eftir útboðsgögnum frá Eflu. Eitt tilboð barst í verkið frá Akurhólum ehf. upp á 389 millj. en um er að ræða fullbúið húsnæði án húsgagna sem afhendast á í október 2022. Tillaga Héraðsnefndar er að taka tilboði Akurhóla ehf. og er stjórn falið að semja við Akurhóla ehf. að fengnu samþykki aðilarsveitarfélaga Héraðsnefndar um að fara í verkefnið.

Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í framkvæmdina og að tekið verði tilboði Akurhóla ehf. upp á 389 millj. Auk þess samþykkir sveitarstjórn skiptingu kostnaðar vegna framkvæmdarinnar. Að öðru leyti var fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

9. 86. fundur stjórnar UTU og drög að gjaldskrá

Fundargerð 86. fundar stjórnar UTU var kynnt. Þar er fjallað um drög að nýrri gjaldskrá, húsnæðismál UTU, yfirferð yfir ársreikning UTU og  skipulagsfulltrúa og breytingu í þjónustugátt.

Sveitarstjórn samþykkir drög að nýrri gjaldskrá skipulagsfulltrúa. Að öðru leyti var fundargerðin lögð til kynningar.

 

10. 50. fundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

Fundargerð 50. fundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings var kynnt.

Farið var yfir:

  1. tillögu að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögu að reglum um félagslegt leiguhúsnæði.
  2. tillaga að reglum um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögu að reglum um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Þá voru drög að endurskoðuðum reglum um akstursþjónstu fatlaðra ásamt tillögu að gjaldskr og greinargerð forstöðumanns til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjóunstu og barnarverndar lögð fram til kynningar. Að öðru leyti var fundargerðin lögð fram til kynningar.

11. Bókun af landsþingi SÍS

Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022.

Lagt fram til kynningar.

12. Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfis gistingar í Nónsteini

Lögð fram til umsagnar umsókn Árnes ferðaþjónustu á Íslandi ehf. um rekstrarleyfi vegna gistingar í Nónsteini.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við viðkomandi umsókn.

13. 218. fundur Skipulagsnefndar

Mál nr. 28. Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - 2104059

Lögð fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Finnboga Jóhannssonar, móttekin 25.02.2021, um byggingarleyfi til að byggja 75,1 m2 íbúðarhús á jörðinni Minni-Mástunga L166582 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að umsóknin fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.     

29. mál. Skarð 1 L174781; Skarð 1A; Skarð lóð L179653 (Skarð 1B); Stofnun lóðar og breytt staðfang - 2105083

Lögð er fram umsókn Sigurðar Björgvinssonar, dags. 20. maí 2021, um stofnun lóðar úr jörðinni Skarð 1 L174781. Um er að ræða 5.300 fm lóð undir þegar byggt íbúðarhús. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Skarð 1A. Jafnframt er óskað eftir að lóðin Skarð lóð L179563 fái staðfangið Skarð 1B.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né staðföngin skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn um stofnun lóðar og breytt staðfang.

Fundargerðir til kynningar

14. 15. fundur skólanefndar Flúðaskóla 20. maí 2021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. 13. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. 48. og 49 fundargerðir Skóla-og Velferðaþjónstu Árnesþings

Fundargerðir vegna 48. og 49. fundar lagðar fram til kynningar.

17. Fundargerð nefndar oddvita og sveitarstjóra

Fundargerð NOS frá 20 maí kynnt. Farið var yfir ráðningu nýs forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustunnar en ákveðið að ganga til ráðninga við Melkorku Jónsdóttur. Kynntar voru nýjar reglur sbr. 10. dagskrárlið hér að framan. Ragnheiði Hergeirsdóttur fráfarandi forstöðumanni voru þökkuð góð störf og tekur sveitarstjórn undir þakkir til Ragnheiðar fyrir góð störf. Að öðru leyti var fundargerðin lögð fram til kynningar.

18. Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19. 898. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Áskorun frá stjórn Félags atvinnurekenda

Áskorun barst frá stjórn Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að skaða ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er.

Lagt fram til kynningar.

 

21. Upplýsingar v. úttektar Félagsmálaráðuneytis

Kynning á úttekt á innleiðingu og framkvæmd sveitarfélaga á lögum nr. 38/2018 við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. því hvernig félagsmálaráðherra hefur sinnt yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki sínu.Forsvarsmenn málaflokksins á þjónustusvæðunum, þ.e. þjónusturáð og fagteymi ásamt verkefnastjóra Bergrisans bs. eru nú í þeirri vinnu að svara þeim

Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna vel að úttektinni þannig að reynsla allra sveitarfélaganna komi skýrt fram.

 

22. Aðgerðaráætlun um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum

Aðgerðaráæltun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni kynnt með bréfi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjórn leggur til að skólanefnd fari yfir málið í haust og kynni þetta fyrir leik- og grunnskóla.

 

23. Ársskýrsla og ársreikningar HES

Ársskýrsla og ársreikningur HES lögð fram til kynningar.

 

24. Aðalfundarboð Reiðhallarinnar á Flúðum

Fundarboð lagt fram til kynningar. Ingvar Hjálmarsson fer á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

25. Aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu

Fundarboð lagt fram til kynningar.

 

26. Frumvörp og þingsályktunartillögur til kynningar

Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis lögð fram til kynningar.

Þingsályktunartillaga frá Velferðarnefnd Alþingis um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða lögð fram til kynningar.

Þingsályktunartillaga um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi  sjókvíeldis lögð fram til kynningar.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús lög fram til kynningar.

 

27. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum

Umburðarbréf Atvinnuvega- og nýsköðunarráðunetysisins vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 lagt fram til kynningar.

 

28. Önnur mál löglega fram borin

Stofnframlag. Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt stofnframlag v. nýbyggingar að Skólabraut. Í bókun fundarins var kveðið á um að veita stofnframlag til Nýjatúns ehf. Hið rétta er að stofnframlagið var veitt til Bæjartúns íbúðafélags hses. og styðja öll fylgiskjöl málsins það. Sveitarstjórn samþykkir þá leiðréttingu á fyrri fundargerð að stofnframlag v. nýbyggingar að Skólabraut sé veitt til Bæjartúns íbúðafélags hses.

Yfirdráttarheimild. Skv. 1. lið fundargerðar er gert ráð fyrir hækkun yfirdráttar til að koma til móts við útgjaldaaukningu.

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að sækja um hækkun á heimild til yfirdráttar um 10 milljónir til 11. ágúst 2021.

Prófkúra sveitarstjóra vegna sölu á Vallarbraut 9B.

Í tenglsum við undirritaðan kaupsamning um Vallarbraut 9B, fasteignanr. 251-0300, milli sveitarstjórnar og kaupenda samþykkir sveitarstjórn að veita sveitarstjóra, Sylvíu Karen Heimisdóttur, heimild til að samþykkja veðsetningu eignarinnar með veðleyfi, til handa tveimur lánum sem kaupendur hyggjast taka  í tengslum við kaupin, að fjárhæð 24.150.000 kr. og 3.750.000, samtals 27.900.000 kr.

Nýr aðili í Skipulagsnefnd UTU. Ingvar Hjálmarsson verður nýr fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í skipulagsnefnd UTU frá 9. júní 2021. Ingvar kemur í stað Björgvins Skafta Bjarnasonar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipun Ingvars í skipulagsnefnd UTU

Fundi slitið kl. 16.30.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 23. júní 2021, kl  14.00, í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: