Sveitarstjórn

15. fundur 18. febrúar 2003 kl. 10:30

15. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi þriðjudaginn 18. febrúar 2003 kl. 10:30.

Fundinn sátu: Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir, Ólafur Leifsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

    Dagskrá:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2003 – fyrri umræða.  Fyrir lágu drög að fjárhagsáætlun sem unnin voru af oddvita, sveitarstjóra og endurskoðanda. Oddviti og sveitarstjóri kynntu drögin.  Samþykkt að leita umsagnar umhverfisnefndar, samgöngunefndar,  atvinnumálanefndar, húsnefndar Árness, og bókasafnsnefndar um þá liði sem undir þær heyra.  Niðurstaða af vinnu skólanefndar liggur þegar fyrir.  Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu í hreppsnefnd 4. mars n.k.

 

    2.   önnur mál.

a)      Niðurstaða jarðkönnunar Línuhönnunar í Brautarholti, lagt fram minnisblað frá Línuhönnun, Aðalsteinn og Ingunn greindu frá fundi með fulltrúum Línuhönnunar og Verkfræðistofu Suðurlands.  Samþykkt að fela Línuhönnun að kanna önnur svæði í eigu hreppsins í Brautarholti.

b)      Sveitarstjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með sýslumanni Árnessýslu þriðjudaginn 25. febrúar n.k.

c)      Oddviti greindi frá viðræðum um leigusamning um Hólaskóg.

  

  Fundi slitið kl. 13:33