- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
15. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi þriðjudaginn 18. febrúar 2003 kl. 10:30.
Fundinn sátu: Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir, Ólafur Leifsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
2. önnur mál.
a) Niðurstaða jarðkönnunar Línuhönnunar í Brautarholti, lagt fram minnisblað frá Línuhönnun, Aðalsteinn og Ingunn greindu frá fundi með fulltrúum Línuhönnunar og Verkfræðistofu Suðurlands. Samþykkt að fela Línuhönnun að kanna önnur svæði í eigu hreppsins í Brautarholti.
b) Sveitarstjóri greindi frá fyrirhuguðum fundi með sýslumanni Árnessýslu þriðjudaginn 25. febrúar n.k.
c) Oddviti greindi frá viðræðum um leigusamning um Hólaskóg.
Fundi slitið kl. 13:33