- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
13. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 14. janúar 2003 kl. 10:30 í Árnesi.
Fundinn sátu Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Gunnar Örn Marteinsson og Matthildur Vilhjálmsdóttir. Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerð hreppsráðs frá 7. janúar 2003 til staðfestingar.
Umræður og afgreiðslur. Varðandi fundargerð skólanefndar frá 30. desember þar sem fram kemur ósk um aukinn kennslustundafjölda til grunnskólans. Samþykkt að bæta við 12 stundum á viku til vors. Erindisbréf skólanefndar lagt fyrir með breytingartillögum skólanefndar, það var borið upp og samþykkt.
Í framhaldi af fundargerð umhverfisnefndar lagði sveitarstjóri fram tillögu að erindisbréfi fyrir nefndina.
Lagt var fram erindi frá framkvæmdastjóra SASS með viðbótarupplýsingum um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Varðandi verkefnið ,,Rafrænt samfélag” var samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að kanna alla möguleika á þátttöku Skeiða- og Gnúpverjahrepps í verkefninu.
Fundargerðin staðfest með framkomnum athugasemdum.
Skipulag brunavarna og almannavarna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Oddviti og sveitarstjóri greindu frá fundi sem þeir áttu með sveitarstjóra og oddvita Hrunamanna um málið. Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hún átti með slökkviliðsstjóranum á Selfossi. Umræður urðu um þá stöðu sem Skeiða- og Gnúpverjahreppur er í sem aðilar að tveimur brunavörnum annarsvegar Árnessýslu og hinsvegar með Hrunamönnum.
Samþykkt að styðja við hugmyndir um eina sameiginlega almannavarnarnefnd Árnessýslu. Samþykkt að leita eftir samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu um ákveðna þætti sem gæti leitt til sameiningar í framtíðinni.
Minnisblað frá framkvæmdastjóra SASS dags. 3. janúar 2003 af fundi um sameiningu orkufyrirtækja á Suðurlandi og Suðurnesjum.
Hreppsnefnd tekur undir efni ályktunar SASS varðandi orkumál og lýsir áhuga á að fylgjast með umræðunni áfram.
Önnur mál.
a) Fyrir var lagt afsal dagsett 6. janúar 2003 vegna sölu jarðarinnar Blesastaða ll með ósk um að hreppsnefndin falli frá forkaupsrétti. Um er að ræða breytingu á kaupanda frá því erindið var tekið fyrir í hreppsnefnd 17. desember s.l. Samþykkt að falla frá forkaupsrétti og eigendaskiptin samþykkt.
b) Fyrirspurn frá Ágústi Guðmundssyni og Jóhönnu Valgeirsdóttur dagsett 9. janúar varðandi húseign í Brautarholti. Lagt fram.
c) Tvö erindi frá skólastjóra grunnskólans dagsett 9. janúar og varðandi húsnæðismál Brautarholtsskóla.
Samþykkt að fela smið húsins að leysa úr brýnustu atriðum í samstarfi við skólastjóra. Erindunum að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Sveitarstjóra jafnframt falið að láta vinna útttekt og viðhaldsáætlun fyir skólana og Árnes að undangenginni verðkönnun hjá nokkrum aðilum.
d) Endurrit úr fundargerðarbók húsnefndar Árness frá 12. desember 2002. Fundargerðin lögð fram, hreppsnefnd telur nauðsynlegt að endurskoða aðild hreppsins að ,,Undir Bláhimni ehf”.
e) Drög að samningi um vináttusamstarf sveitarfélagsins Vestvagöy í Noregi og Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hreppsnefnd Skeiðahrepps samþykkti að stofna til. Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
f) Oddviti ræddi ábyrgð sveitarstjórna varðandi bólusetningu búfjár við garnaveiki og hreinsun hunda. Sveitarstjóra falið að ráða dýralækni til að framfylgja bólusetningu á þeim bæjum sem ekki hafa sinnt henni. Einnig að sinna hreinsun hunda.
Fundi slitið kl. 14:18