Sveitarstjórn

12. fundur 17. desember 2002 kl. 14:00

12. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 17.desember kl. 14 í Brautarholti.

 

Fundinn sátu: Már Haraldsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F. Leifsson, Þrándur Ingvarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn undir liðum 1 og 2 Hjalti Þorvarðarson endurskoðandi.

 

Dagskrá:

1.      Tillaga að álagningu gjalda vegna ársins 2003

·        Fasteignaskattur A á íbúðarhúsnæði og útihús á lögbýlum 0.55%

·        Fasteignaskattur B á atvinnuhúsnæði 1.320%

Gjaldskrá vatnsveitu

·        Fyrir hverja íbúð sem tengist vatnsveitu hreppsins kr. 6.000

·        Fyrir hvert sumarhús sem tengjast vatnsveitu hreppsins kr. 4000

·        Fyrir hvert lögbýli og fyrirtæki sem tengjast vatnsveitu hreppsins kr. 10.000

Gjaldskrá fyrir sorphirðu

·        Sorpeyðingargjald á hverja íbúð kr. 5000

·        Sorpeyðingargjald á hvert sumarhús kr. 3000

·        Sorpeyðingargjald á atvinnurekstur, bújarðir, garðyrkjustöðvar og fleira kr. 8000

·        Sorphreinsunargjald ef sótt er vikulega kr. 5000

·        Sorphreinsunargjald ef sótt er hálfsmánaðarlega kr. 3000

Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

2.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2002

Gögn sem send voru út með fundarboði innihalda upplýsingar um samantekið bókhald hreppanna ásamt bókhaldi nýja sveitarfélagsins færðu til septemberloka.  Þá eru einnig til hliðsjónar fjárhagsáætlanir ársins.

Oddviti lagði fram tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun þar sem fram koma áætlaðar niðurstöður ársins. Hjalti lýsti breytingum vegna nýrra laga um bókhald sveitarfélaga og fór yfir málaflokka og sagði frá þeim frávikum sem orðið hafa frá áætlunum.  Helstu breytingar eru þær að tekjur aðrar en skatttekjur eru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir og gjöld eru hærri en gert var ráð fyrir í áætlunum, þá helst launaliðir. Umræður urðu allnokkrar og fyrirspurnir. 

Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2002 var borin upp og samþykkt samhljóða.  Hreppsnefnd samþykkir einnig að fela endurskoðanda og sveitarstjóra að ljúka við tilfærslur í áætluninni hvað varðar eignasjóð, til samræmis við ný lög um bókhald sveitarfélaga.

3.      Önnur mál

a)      Sveitarstjóri ræddi vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir 2003 og lagði til að leitað yrði eftir fresti á skilum áætlunar til félagsmálaráðuneytis til 28. febrúar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

b)      Samningur um skólaakstur og starfsreglur fyrir skólabílstjóra, drög til kynningar lögð fram.

c)      Beiðni frá skólastjóra um heimild til að kaupa viðbótarhúsgögn vegna fjölgunar nemenda kr. 150.000.

Samþykkt.

d)      Erindi frá Fasteignamiðstöðinni dags. 2. desember þar sem óskað er eftir afstöðu hreppsnefndar til eigendaskipta og forkaupsréttar vegna kauptilboðs í Kílhraun á Skeiðum.

Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar og samþykkir því eigendaskiptin.

e)      Erindi frá Fasteignamiðstöðinni dags. 14. desember þar sem óskað er eftir afstöðu hreppsnefndar til eigendaskipta og forkaupsréttar vegna kauptilboðs í Blesastaði 2.

Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar og samþykkir því eigendaskiptin.

f)        Endurskoðun ráðningarsamnings sveitarstjóra.

Oddviti rifjaði upp ákvæði í ráðningarsamningi við sveitarstjóra þar sem gert er ráð fyrir endurskoðun launaliðar eftir þrjá mánuði til samræmis við sambærileg sveitarfélög. 

Samþykkt að fela oddvita að ganga frá endurskoðun á grundvelli umræðna á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 16:00