Sveitarstjórn

11. fundur 12. desember 2002 kl. 10:30

11.  fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn fimmtudaginn 12. desember 2002 klukkan 10:30 í Árnesi. 

Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Már Haraldsson, Ólafur F. Leifsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson og Matthildur Vilhjálmsdóttir, einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.      Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2003.

Samþykkt að álagningarprósenta útsvars árið 2003 verði 13,03%.

2.      Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2003 – 2015.

Til fundarins komu skipulagsráðgjafar sem vinna aðalskipulagið með hreppsnefnd þeir Þráinn Hauksson, Oddur Hermannsson, Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson.  Fyrir fundinum lágu drög að greinargerð með aðalskipulaginu dags. í desember, samkomulag um verkaskiptingu ráðgjafanna, tíma og kostnaðaráætlun vegna verksins og niðurstaða úr spurningakönnun sem gerð var í október meðal Gnúpverja. 

Ráðgjafar fóru yfir ofangreind gögn, afgreiðslu og samráðsferli aðalskipulags  stöðu verksins og vinnunna framundan.  Unnið verður áfram á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Sveitarstjóra falið að ganga frá tíma og kostnaðaráætlun og sækja um framlag frá Skipulagsstofnun til aðalskipulagsgerðarinnar.

3.      Önnur mál

a.       Pétur H. Jónsson kynnti deiliskipulagstillögu að sumarhúsasvæði í landi Álfsstaða.  Samþykkt að tillagan verði auglýst.

b.      Sveitarstjóri dreifði fundarboði vegna hreppsnefndarfundar 17. desember og kynnti gögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

c.       Oddviti sagði frá könnun sem verið er að vinna á virkjanakostum á hálendi Íslands.

Ólafur bað um að bókað yrði að hann væri alfarið á móti því að sveitarfélagið leggði út fyrir slíkri vinnu það væri ekki í verkahring þess.  Gunnar Örn tók í sama streng. 

Þrándur lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi það ekki vera hlutverk sveitarfélagsins heldur annara að rannsaka virkjanakosti. 

Oddviti taldi að athugunin væri gagnlegt plagg sem þjónaði sveitarfélaginu í heild sinni en ekki persónulegum hugsjónum oddvita eingöngu. 

Hrafnhildur lýsti þeirri skoðun að rétt væri að fá fram þessa könnun. 

 

 

Fundi slitið kl.  15:15