Sveitarstjórn

9. fundur 05. nóvember 2002 kl. 10:30

9.  fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 10:30 í Árnesi.

 

Mættir:  Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.         5. fundur hreppsráðs frá 17. október

Fundargerðin staðfest.

2.         6. fundur hreppsráðs frá 29. október  

Umræður og afgreiðslur: Varðandi fundargerð skólanefndar lið 7 vinna við efri hæð Gnúpverjaskóla, var samþykkt að framkvæma í samræmi við fjárveitingar ársins.  Leitað verði hagkvæmustu lausna við innréttingar.

Liður 3 erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja með ósk um fjárstuðning við starf með eldri borgurum.  Samþykkt að styrkja félagsstarf eldri borgara um kr. 100.000 sem nýtist félagsstarfi á Skeiðum einnig.  Hreppsnefnd hvetur til aukins samstarfs eldri borgara á Skeiðum og í fyrrum Gnúpverjahreppi.

Liður 14 hugsanleg kaup á iðnaðarhúsnæði, samþykkt að kanna málið frekar.

Liður 15 samþykkt að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

Liður 16. tilboð í snjómokstur samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Nesey ehf um snjómokstur í samráði við Vegagerðina.

Liður 17 verkfræðileg hönnun nýs hverfis í Brautarholti.  Sveitarstjóri lagði fram samanburð á verðtilboðum, samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurlands.

Liður 18c tenging Lækjarbrekkuvatnsbóls inn á sumarhúsabyggð í Löngudælaholti, samþykkt  leið 3.  Ennfremur er sveitarstjóra falið að undirbúa tillögu að vatsgjaldi fyrir þá sem tengjast vatnsveitu hreppsins.

Fundargerðin staðfest með framkomnum athugasemdum.

3.         Fundargerð skólanefndar frá 17. október. 

Umræður og afgreiðslur:

Samþykkt heimild til að kaupa tæki fyrir innileikfimi kr. 500.000 einnig innréttingar í kennaraaðstöðu samkvæmt tilboði kr. 350.000.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

Aðalsteinn vék af fundi.

4.         Erindi frá Heilbrigðis og Tryggingaráðuneytinu dags. 22. október þar sem kynntar eru umsagnir um  kærur vegna úrskurðar skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. 

Oddviti kynnti drög að svari við bréfi frá forstjóra Landsvirkjunar sem lagt var fram á síðasta hreppsráðsfundi. 

Matthildur vék af fundi.

Oddviti lagði fram tillögu að umsögn meirihlutans vegna umsagna um kærur.  “Skilgreint áhrifasvæði framkvæmdarinnar er eingöngu sýnt á kortum með matsskýrslu sem lónstæði í 575m ys og farvegur Þjórsár að Sultartangalóni.  Stækkun áhrifasvæðisins vegna mótvægisaðgerða og/eða stækkunar lóns að 578m ys hlýtur að krefjast nákvæmrar skoðunar m.t.t. sétstöðu svæðisins í stað þess að nota samjöfnuð á umfangi þesara tveggja kosta sem rök fyrir stærra lóni. 

Innrennsli Þjórsár í lón í 578m ys yrði á breiðum og hallalitlum eyrum milli Sóleyjarhöfða og biskupsþúfu með þykkum fokjarðvegi beggja megin ár svo sú fullyrðing stenst tæplega að áin sé “tiltölulega vel afmörkuð með rofþolna bakka meðfram farveginum ofan við efsta lónborð.”

Þörf fyrir mótvægisaðgerðir verður því engu minni fyrir hærra lón.  Þá er ekki hægt að fallast á að dæling aurs neðar í lónið sé mótvægisaðgerð, þar sem miðlunarrýmið er takmörkuð stærð.

Skerðing fjögurra af fimm lykilsvæðum skapast af sjónrænum áhrifum og af breytingum á vatnafari, áfoki og af röskun vegna framkvæmdanna, s.s. vegagerð og efnistöku. 

Skilningur á “umtalsverðum áhrifum” er skv. lögum ne. 106/2000 3.gr. liður 1 “veruleg óafturkræf umhverfisáhrif”.

Að öðru leyti vísast til rökstuðnings með kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps.”  Samþykkt af hálfu fulltrúa meirihluta.

Fulltrúar minnihlutans sátu hjá

5.         Tillaga að erindisbréfi fyrir samgöngunefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Frestað til næsta fundar.

6.         Tillaga að erindisbréfi fyrir atvinnumálanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Frestað til næsta fundar.

7.         Önnur mál.

a) Trúnaðarmál a fært í trúnaðarbók

b) Sveitarstjóri lagði fram tillögu að verði fyrir fimm nýjar lóðir á Löngudælaholti stofngjald kr. 350.000 og árleg leiga sú sama og fyrir lóðir á Flötum.  Samþykkt.

c) Umsókn Egils J. Sigurðssonar dags. 14. apríl 2000 um lóð nr. 4 á Löngudælaholti samþykkt.

d) Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu grenndarkynningar vegna breytingar á skipulagi sumarhúsalóðar í landi Ásólfsstaða.  Engar athugasemdir höfðu borist, breytingin er því samþykkt af hreppsnefnd.

e) Fundargerðir atvinnumálanefndar frá 2. október og 30. október lagðar fram.

 

Fundi slitið kl.  15:38