- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
5. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn 22. ágúst í Árnesi klukkan 13.
Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Már Haraldsson, Björgvin Þór Harðarson, Þrándur Ingvarsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ólafur F. Leifsson, einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Tillaga að gjaldskrá leikskóla sbr. meðfylgjandi fundargerð skólanefndar og samþykkt hreppsráðs frá 6. ágúst um að vísa gjaldskránni til hreppsnefndar.
Gjaldskráin staðfest og samþykkt að fela leikskólastjórum að kynna hana fyrir foreldrum.
Fundargerð hreppsráðs frá 6. ágúst.
Varðandi lið 6 kostnaðaráætlun vegna brunaviðvörunarkerfis, samþykkt að sveitarstjóri afli frekari upplýsinga varðandi kostnað og leggi fyrir næsta hreppsráðsfund.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerð byggingarnefndar uppsveita frá 6. ágúst.
Staðfest.
Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 9. ágúst þar sem farið er fram á að hreppsnefnd tilnefni fulltrúa í samráðsnefnd til þess að þróa framtíðarstefnu í landbótum í Þjórsárdal.
Samþykkt að tilnefna Má Haraldsson og Þránd Ingvarsson til vara.
Fundarboð á aðalfund SASS sem haldin verður 30. og 31. ágúst n.k.
Samþykkt að tilnefna sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Má Haraldsson, Hrafnhildi Ágústsdóttur og Þránd Ingvarsson. Til vara Matthildur Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson og Ólafur F. Leifsson.
Fundarboð á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn verður 23. ágúst.
Samþykkt að fela Ingunni Guðmundsdóttur að sitja fundinn.
Úrskurður Skipulagsstofnunar ríkisins um Norðlingaölduveitu.
Oddviti hóf umræðuna og lagði fram bókun meirihluta um málið:
“Í úrskurðinum kemur einkum tvennt á óvart, annað að mat á einstökum þáttum í fimmta kafla er í flestum tilfellum metið verulegt og óafturkræft en í úrskurði er samt sem áður fallist á framkvæmdir.
Þá er einnig fallist á lón í 578m y.s. sem ekki verður séð að framkvæmdaraðili hafi farið framá, heldur þvert á móti ítrekað fullyrt að ekki komi til greina vegna of mikilla umhverfisáhrifa.
Þá verður ekki séð af framlögðum gögnum að þörf fyrir mótvægisaðgerðir sé minni fyrir þá lónhæð en 757m y.s. Skilyrði sem sett eru eru sum hver óásættanleg og var hafnað í umsögnum hreppsnefndar.
Ekki er því ástæða til að falla frá þeirri stefnumörkun sem fyrir liggur í drögum að aðalskipulagi fyrir Gnúpverjahrepp en kannað verði fyrir næsta fund hreppsnefnar hvort kæra eigi úrskurðinn til umhverfisráðherra.”
Þrándur tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd A lista Framfarasinna:
“Skipulagsstofnun hefur fallist á gerð Norðlingaölduveitu í 575m og 578m y.s. með skilyrðum. Úrskurður Skipulagsstofnunar er unninn af fagmennsku og í þessu máli hefur í öllu verið farið að þeim leikreglum um umhverfismat sem settar hafa verið af alþingi.
Með tilliti til hagsmuna sveitarfélagsins svo og samfélagsins í heild, svo og þess að skipulagsstofnun telur að lón í 575m og 578m y.s. valdi ekki umtalsverðum umhverfisáhrifum telja Framfarasinnar ekki ástæðu til að kæra úrskurðinn.”
Önnur mál.
a) Fundargerðir skólanefndar Brautarholts- og Gnúpverjaskóla frá 14. ágúst og 20. ágúst.
Fundargerðirnar staðfestar.
b) Erindi frá Sigurði Bjarnasyni og Jóni Sveinbergssyni dags. 15. ágúst varðandi breytt skipulag sumarbústaðarlóðar í landi Ásólfsstaða.
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að viðhafa grenndarkynningu í samráði við skipulagsráðgjafa.
c) Boðun aðalfundar Túns vottunarstofu sem haldinn veður 29. ágúst.
Samþykkt að tilnefna Guðfinn Jakobsson til að fara með atkvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum.
d) Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
e) Erindi frá sveitarstjóra Bláskógarbyggðar þar sem boðið er til Gjábakkadags þann 29. ágúst. Lagt fram.
f) Starfsmannamál fært í trúnaðarbók.
g) Tillaga að vetraropnun Neslaugar og Skeiðalaugar eftirfarandi fyrirkomulag samþykkt:
Neslaug tímabilið 26. ágúst til 30. nóvember 2002 mánudaga og miðvikudaga frá kl. 20 til 22 og laugardaga frá kl. 14 til 17. Tímabilið desember til febrúar verður lokað. Frá 1. mars til 31. maí 2003 mánudaga og miðvikudaga frá kl. 20 til 22 og laugardaga frá kl. 14 til 17.
Skeiðalaug tímabilið 1. september 2002 til 31. maí 2003 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20 til 22 og laugardaga frá kl. 14 til 17.
h) Sveitarstjóri dreifði fundaáætlun hreppsnefndar og hreppsráðs 2002 – 2003.
i) Sveitarstjóri greindi frá óskum leigutaka Árness um aðgang að Nónsteini um helgar.
j) Oddviti ræddi skipulagsmál og þá vinnu sem framundan er varðandi þau.
k) Oddviti lagði til að hreppsráði yrði falið að afgreiða þau mál sem þyrfti vegna fjallskila.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:42