- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Dagskrá:
Fundargerð hreppsráðs frá 9. júlí 2002 lögð fram til staðfestingar.
Umræður og afgreiðslur:
a) Fyrst var tekinn fyrir liður 8 í fundargerð hreppsráðs sem vísað var til hreppsnefndar, deiliskipulag á Skriðufelli.
Tillagan samþykkt eins og hún lá fyrir í erindi skipulagsfulltrúa.
b) Þá var tekinn fyrir liður 13c sem einnig var vísað til hreppsnefndar. Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er álits hreppsnefndar á hvort viðbótar upplýsingar frá framkvæmdaraðila hafi í för með sér breytingar á áður veittri umsögn.um Norðlingaölduveitu sunnan Hofsjökuls.
Oddviti lagði fram tillögu að svari þar sem fram kom m.a. “Ofangreindar upplýsingar staðfesta enn frekar að verndun svæðisins og nýting til raforkuframleiðslu fer ekki saman og hafa því ekki í för með sér breytingu á umsögn hreppsnefndar Gnúpverjahrepps frá 24. mai 2002.”
Þrándur lagði fram aðra tillögu að svari fyrir hönd fulltrúa A listans, svohljóðandi: “Bendum á að hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ekki veitt umsögn varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna Norðlingaölduveitu. Að því gefnu að lón við Noðlingaöldu verði að veruleika teljum við nauðsynlegt að þeim möguleika verði haldið opnum
að gera lón til að stöðva aur sem annars bærist í Norðlingaöldulón. Byggðir verði varnargarðar á aurunum ofan Sóleyjarhöfða til varnar rofi. Lagður verði slóði inn í Tjarnarver og hann jafnframt notaður sem rofvörn.”
Tillaga oddvita samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúar A lista voru á móti.
c) Liður 13d sem vísað var til hreppsnefndar, kaup á viftu í kjallara Neslaugar. Samþykkt.
Fundargerðin borin upp og samþykkt með áorðnum breytingum.
Önnur mál
a) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9. júlí varðandi námskeiðahald fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram.
b) Erindi frá sóknarnefnd Stóru-Núpssóknar dags. 16. apríl 2002 varðandi stækkun á kirkjugarði.
Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að leita eftir samningum við landeigendur um kaup á viðbótarlandi undir kirkjugarð.
c) Fundargerð skólanefndar Gnúpverjahrepps frá 5. júní og skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 8. júlí 2002.
Fundargerðirnar staðfestar.
d) Oddviti greindi frá þörf á endurbótum á húsinu Heiði, skrifstofu sveitarstjóra og fleiri verkefni. Þá greindi hann frá undirritun samninga vegna endurbóta við Háafoss og Gjánna.
e) Rædd var eftirspurn eftir sumarbústaðalóðum á Löngudælarholti, samþykkt að hefja vinnu við að girða þær.
Fundi slitið kl. 15:40