- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Dagskrá:
Fundargerðir 1. og 2. fundar nýrrar hreppsefndar.
Lagðar fram og samþykktar.
Fundargerð byggingarnefndar dags. 17. maí 2002.
Lögð fram og samþykkt.
Ráðning sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram ráðningarsamning við Ingunni Guðmundsdóttur sem nýjan sveitarstjóra. Mun sveitarstjórinn búa í húsinu Heiði. Var ráðning Ingunnar Guðmundsdóttur sem nýs sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkt samhljóða. Mun hún hefja störf 1. júlí n.k.
Nefndaskipan:
Búfjáreftirlit.
Aðalmenn: Sigurður Steinþórsson og Þorgeir Vigfússon
Varamenn: Vilhjálmur Eiríksson og Hjalti Gunnarsson
Kjörstjórn.
Aðalmenn: Bjarni G. Bjarnason, Örlygur Sigurðsson og Sælaug Viggósdóttir.
Varamenn: Bergljót Þorsteinsdóttir, Páll Árnason og Helga Guðlaugsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga.
Aðalmenn Vilhjálmur Eiríksson og Sólveig Indriðadóttir.
Varamenn: Birna Þorsteinsdóttir og Viðar Gunngeirsson.
Skólanefnd.
Aðalmenn: Tryggvi Steinarsson formaður, Stefanía Sigurðardóttir, Sigrún Símonardóttir, Camilla Fors og Daði Viðar Loftsson.
Varamenn: Jón Bragi Ólafsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Berglind Bjarnadóttir og Svala Sigurgeirsdóttir.
Skólanefnd Flúðaskóla.
Aðalmenn: Tryggvi Steinarsson og Camilla Fors.
Varamenn: Stefanía Sigurardóttir og Daði Viðar Loftsson.
Bókasafnsnefnd.
Aðalmenn: Jóhanna Lilja Arnarsdóttir, Kristjana Gestsdóttir, Árdís Jónsdóttir, Bjarni Guðlaugur Bjarnason og Áslaug Harðardóttir.
Varamenn: Bryndís Jóhannsdóttir Fjalli, Heiðrún Hafliðadóttir, Erlingur Loftsson, Jenný Jóhannsdóttir og Bente Hansen.
Samgöngunefnd.
Aðalmenn: Björgvin Þór Harðarson, Ingvar Hjálmarsson, Ari Einarsson, Loftur Erlingsson og Halla S. Bjarnadóttir.
Varamenn: Georg Kjartansson, Oddur Bjarnason, Jóhannes Eggertsson, Tinna Jónsdóttir og Jóhannes H. Sigurðsson.
Umhverfisnefnd.
Aðalmenn: Svala Sigurgeirsdóttir, Vilborg Ástráðsdóttir, Páll Ingi Árnason, Jóhannes Eggertsson og Úlfhéðinn Sigurmundsson.
Varamenn: Anna Björk Hjaltadóttir, Tinna Jónsdóttir, Theódóra Sveinbjörnsdóttir, Halla Guðmundsdóttir og Helga Guðlaugsdóttir.
Sameiginleg byggingarnefnd.
Oddviti tilnefndi Bjarna Ó. Valdimarsson, Þrándur tilnefndi Guðmund Sigurðsson. Kosið var um þessa tvo menn, hlaut Bjarni Ó. Valdimarsson 4 atkvæði og Guðmundur Sigurðsson 3 atkvæði.
Aðalmaður er því: Bjarni Ó. Valdimarsson
Varamaður: Guðmundur Sigurðsson.
Félagsmálanefnd.
Aðalmaður: Hildur Hermannsdóttir.
Varamaður: Jenný Jóhannsdóttir.
Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu.
Aðalmaður: Ólafur F. Leifsson
Varamaður: Aðalsteinn Guðmundsson.
Sameiginleg brunavarnarnefnd Skeiða- og Gnúpverja með Hrunamannahreppi.
Aðalmenn: Valdimar Jóhannsson og Þrándur Ingvarsson.
Varamenn: Einar Guðnason og Hrafnhildur Ágústsdóttir.
Almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis.
Aðalmaður Ólafur F. Leifsson
Varamaður: Aðalsteinn Guðmundsson
Almannavarnarnefnd Hrunamanna og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Aðalmenn: Már Haraldsson, Bjarni Einarsson og Ámundi Kristjánsson.
Varamenn: Magnús Óskarsson, Björgvin Þór Harðarson og Sigurgeir Runólfsson.
Héraðsnefnd Árnesinga.
Aðalmaður: Már Haraldsson.
Varamaður: Matthildur Vilhjálmsdóttir.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmaður: Már Haraldsson
Varamaður: Sveitarstjóri.
Þjórsárveranefnd.
Aðalmaður: Már Haraldsson
Varamaður: Aðalsteinn Guðmundsson.
Þrándur, Gunnar og Ólafur, sátu hjá við þessa tilnefningu.
Ferða- og atvinnumálanefnd.
Aðalmenn: Gunnar Örn Marteinsson, Árni Svavarsson, Gunnar Egilsson, Sigurður Loftsson og Loftur Erlingsson.
Varamenn: Anna Björk Hjaltadóttir, Lára B. Jónsdóttir, Halla S. Bjarnadóttir, Vilborg Ástráðsdóttir og Jóhanna Lilja Arnarsdóttir.
Rekstrarnefnd sundlaugar, tjaldsvæðis og félagsheimilis í Brautarholti.
Aðalmaður: Matthildur Vilhjálmsdóttir.
Varamaður: Svala Sigurgeirsdóttir.
Hitaveitan Brautarholti.
Aðalmenn: Aðalsteinn Guðmundsson, Ólafur F. Leifsson.
Tillaga um aðalskipulag.
Þrándur fylgdi tillögunni úr hlaði. Fannst honum eðlilegt að taka málið upp á nýtt. Már skýrði frá stöðunni hjá sveitarfélögunum í skipulagsmálum og taldi þau ennþá opin hjá báðum sveitarfélögunum og því óþarfa að taka málið upp. Eins og kemur fram í tillögunni , þetta er í þessu ferli núna.
Ákveðið að fresta afgreiðslu tillögunnar og gefa hreppsnefndarmönnum kost á að kynna sér stöðu mála.
Bréf frá Útvarpi Suðurlands.
Beiðni þess um fjárstyrk kr. !0.000 á mánuði er hafnað að sinni.
Bréf frá Árnesingafélaginu í Reykjavík um Áshildarmýri.
Hreppsnefnd tók vel í málaleitan félagsins, en það fer fram á að sveitarfélagið og Vegagerð Ríkisins komi að því að bæta aðgengi folks að minnisvarðanum. Oddvita falið að vinna að málinu.
Máldagi fyrir þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal. Boðað er til undirritunar 19. júlí n.k. hreppsnefnd ásamt mökum. Máldaginn var samþykktur með smávægilegum orðalagsbreytingum.
Önnur mál.
Erindi frá Sigurði Bjarnasyni og Sigurjóni Ingvasyni um afnot af afmörkuðu landi hreppsins á Flötum undir Skaftholtsfjalli til sumarbeitar fyrir hross. Samþykkt.
Bréf um eigendaskipti á u.þ.b. eins hektara úr landi Miðhúsa 1. Hreppsnefnd samþykkir eigendaskiptin en nýjum eigendum er bent á möguleika á virkjunarframkvæmdum á svæðinu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00 .