Sveitarstjórn

2. fundur 20. júní 2002 kl. 11:00

2.  fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi 20. júní 2002 kl. 11.00 fh.

Mættir voru:  Már Haraldsson, Þrándur Ingvarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Jóhannes Eggertsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson og Gunnar Örn Marteinsson.

Fundarritari Þuríður Jónsdóttir.

 

Aðalefni fundarins er ráðning sveitarstjóra.

 

1.      Már sagði frá að hann og Ólafur og síðar Þrándur, ásamt ráðgjafa KPMG,   

   fóru yfir umsóknir og fengu síðan 3 umsækjendur í viðtal.

Ólafur spyr um hvenær viðkomandi geti hafið störf.  Fram kom að það er í júlí til ágúst. Rætt um laun og búsetu á svæðinu.  Már tjáði að þeir hefðu sett það sem skilyrði að um búsetu á svæðinu yrði að ræða og leggur til að gengið verði til samninga við  Ingunni Guðmundsdóttur.  Ólafur leggur til að fyrst verði rætt við Ragnar Davíðsson.  Aðrir fundarmenn samþykkja að fela Má og Þrándi að ræða við Ingunni.  Rætt um  birtingu nafna umsækjenda sem sóttu um starfið.

            Fram kom að Bjarni Einarsson og Sveinn Ingvarsson verða í starfi til loka júní          

            við frágang o.fl. 

Már sagði að ákveða þyrfti um laun hans þar til nýr sveitarstjóri kemur til starfa.  Már hefur rætt við Bjarna Einarsson um að brúa bilið ef bið verður á því.  Fundarmenn beðnir að íhuga þetta til næsta fundar.

 

2.      Már fór fram á að fá heimild til að veita afslátt á dráttarvöxtum af innheimtukröfum.  Heimilað að miða við alm. bankavexti til að komast hjá kostnaði og afskriftum á skuldum.

 

3.      Bréf hefur borist um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur falli frá forkaupsrétti á sumarbústaðalandi í Austurhlíð.  Samþykkt.

 

4.      Önnur mál:

      Ólafur ræddi um greiðslufyrirkomulag á bruna og fellitjöldum í Brautarholt.

Rætt um málningarvinnu við Sundlaugina í Brautarholti.  Má falið að ræða við Skafta um þau mál.  Þrándur minnist á nefndarskipan.  Rætt var um að fjölga í skólanefnd úr 3 í 5.  Einnig var rætt um nákvæmari fundarboðun þ.e. með meiri fyrirvara og einnig rætt um auglýsingu á fundum.

 

Fleira ekki formlega rætt.  Fundargerð upplesin, fundi slitið kl 12.55.