- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Dagskrá:
1.Tillaga um leikskólagjöld.
Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi tillögu um lækkun leikskólagjalda. Tillaga um niðurfellingu leikskólagjalda.
Lagt er til að frá 1.janúar 2015 verði leikskóli Skeiða-og Gnúpverjahrepps gjaldfrjáls fyrir þá sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu. Miðað skal við að vistun barna frá eins árs aldri sé gjaldfrjáls og sú að vistun sé ekki á öðrum tímum en frá kl 08 til kl 16 virka daga, sé um vistun á öðrum tímum að ræða greiða foreldrar fyrir það samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið ákveður. Foreldrar taka áfram þátt í fæðiskostnaði í samræmi við samþykkta gjaldskrá. Séu umráðamenn barns ekki með lögheimili í sveitarfélaginu greiða þau fyrir vistun samkvæmt gjaldskrá.
Gunnar Örn Marteinsson
Halla Sigríður Bjarnadóttir
Björgvin Skafti Bjarnason lagði fram svohljóðandi breytingartillögu. Tillaga óbreytt að öðru leyti en því að í fyrstu málsgrein standi 1. Ágúst 2015 í stað 1. Janúar 2015. Breytingatillaga borin upp til atkvæða. Var hún samþykkt með þremur atkvæðum. Björgvin Skafti Bjarnason, Meike Witt og Einar Bjarnason samþykktu. Upphafleg tillaga borin upp með samþykktri breytingu
Lagt er til að frá 1.ágúst 2015 verði leikskóli Skeiða-og Gnúpverjahrepps gjaldfrjáls fyrir þá sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu. Miðað skal við að vistun barna frá eins árs aldri sé gjaldfrjáls og sú að vistun sé ekki á öðrum tímum en frá kl 08 til kl 16 virka daga, sé um vistun á öðrum tímum að ræða greiða foreldrar fyrir það samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið ákveður. Foreldrar taka áfram þátt í fæðiskostnaði í samræmi við samþykkta gjaldskrá. Séu umráðamenn barns ekki með lögheimili í sveitarfélaginu greiða þau fyrir vistun samkvæmt gjaldskrá.
Tillaga samþykkt samhljóða
2. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015.
Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði verður eftirfarandi :
Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 35 þúsund krónur.
Heimæðagjald vatnsveitu Skeiða-og Gnúpverjahrepps er kr. 150 þúsund. Innifalið í gjaldinu er tenging við vatnsveitu sveitarfélagsins og efniskostnaður síðustu 25 metra að húsi miðað við 25mm. þvermál rörs. Skilyrt er að starfsmaður sveitarfélagsins sjái um tengingu við vatnsveitu og samþykki frágang lagnar. Gjaldtaka hefst eftir að starfsmaður sveitarfélagsins hefur staðfest tengingu þó ekki sé lokið byggingum sem til standa á eigninni.
Í fyrirtækjum og hjá einstaklingum þar sem vatn er notað umfram það sem talist getur eðlilegt, eða þar sem rekstur krefst mikillar vatnsnotkunar, er heimilt auk vatnsgjalds að innheimta sérstakt gjald notkunargjald. Notkunargjald skal notandi að jafnaði greiða samkvæmt notkun vatns mældri í rúmmetrum. Notkunargjald er 23 kr/m3.
Fyrir rennslismæla skal greidd mælaleiga á ári eftir stærð mælis:15 mm 7.386 kr20 mm 7.522 kr25 mm 9.683 kr32 mm 10.842 kr50 mm 15.965 kr80 mm 41.787 kr
Gjalddagar vatnsgjalds eru þeir sömu og ákveðnir eru fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda.
Heimæðargjald miðast við byggingarvísitölu og uppfærist á hverju ári. Byggingarvísitala í janúar 2009 489,6 stig.
Gjaldskrá þessi og reglur eru samdar og samþykktar af sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004
Heimæðargjald miðast við byggingarvísitölu og uppfærist á hverju ári. Byggingarvísitala í janúar 2009 489,6 stig.
Vatnsgjald sumarhúsa 24.000.-kr.
Seyrulosunargjald
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 7,122.-kr á rotþró. Hækkun 3 %
Sorpgjöld Sorpgjöld eru lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. Desember 2005. Samþykktin var staðfest á 84.fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. Mars 2006, og staðfest af Umhverfisráðuneyti þann 5. Janúar 2007.
Sorpgjöld árið 2015 verða eftirfarandi : Hækkun 3%
Sorphirðugjald 240 Lítrar 12.855.-kr.
Sorphirðugjald 660 Lítrar 37.883.-kr.
Sorphirðugjald 1.100 Lítrar 62.665.-kr.
Sorpeyðingargjald íbúðarhús 13.040.-kr.
Sorpeyðingargjald sumarhúsa 9.754.-kr.
Sorpeyðingargjald atvinnu 35.648.-kr.
Samþykkt um afslætti til íbúa sveitarfélagsins varðandi lífrænt hráefni frá 3. September 2013 gildir óbreytt.
Holræsagjald : Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,15% af fasteignamati.
Lóðaleigugjöld : Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis frá 1. Janúar 2015. Verði óbreytt.
Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 302-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 216 kr. -Hádegisverður til kennara, leikskólakennara og annarra starfsmanna leik- og grunnskóla
kr. 302 -Hádegisverður til starfsmanna annarra deilda en skóla og leikskóla. Kr.623.- er Það hækkun um 3 %.
Gjaldskrá Þjórsárskóla :
Morgunhressing kr. 78.-Skólavistun klst. kr. 230 Aukavistun klst. kr.230 Náðarkorter 15 mín. 600 kr
Gjaldskrá Leikskólans Leikholts
Stök morgunhressing kr. 73- Stök síðdegishressing kr.83- Klukkustundargjald kr. 133.- Gjald fyrir 45
mín. Kr. 100- Gjald fyrir 30 mín. Kr. 67- Gjald fyrir klukkustund á öðrum tímum en frá kl. 08 til kl 16:00
kr. -270 Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 600.-
Tillaga um gjaldskrá samþykkt samhljóða.
3. Ákvörðun útsvarshlutfalls og fasteignagjalda 2015
Samþykkt samhljóða að útsvarshlutfall árið 2015 verði óbreytt frá árinu 2014 eða 14,48 %.
Fasteignagjöld árið 2015 verði eftirfarandi.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og skilgreint í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og skilgreint er í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og skilgreint er í 3. Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006.
Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru
75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.
Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8. í samþykkt.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2014 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2014 til 1.des 2015.
Tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2015 samþykkt samhljóða.
4. Fjárhagsáætlun 2015. Lögð fram til síðari umræðu.
Sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun ársins 2015. Tekjur og afkoma á árinu 2015 eru áætlað eftirfarandi :
Útsvar nemi 215,7 mkr.
Fasteignagjöld nemi 194,1 mkr
Tekjur frá Jöfnunarsjóði 38,5 mkr
Rekstrargjöld samstæðu 434,4 mkr
Afskriftir 22,9 mkr
Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld 85,4 mkr
Rekstrarniðurst. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld 81,1 mkr
Handbært fé frá rekstri A-hluti 97,5 mkr.
Handbært fé frá rekstri samstæðu 104,6 mkr.
Næsta árs afborganir langtímalána 2,9 mkr.
Framlegð 106,5 mkr. Veltufjárhlutfall samstæðu verði 1,43 og eiginfjárhlutfall 85 % Hrein eign nemi 659,1 mkr.
Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar fyrir 73.2 mkr. Stærsta fjárfestingaverkefni verður lagfæring gatna í Brautarholt og Árneshverfum fyrir um 47 mkr. Auk þess er áformað að gera endurbætur á fráveitum og fasteignum sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.
5. Fjárhagsáætlun 2016-2018 Lögð fram til síðari umræðu.
Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun áranna 2016 – 2018 til síðari umræðu.
Áætluð rekstrarniðurstaða á árinu 2016 er 79,3 mkr á árinu 2017 79,6 mkr og 2018 80,6 mkr. Eiginfjárhlutfall í lok árs nemi 88 %. Fjárhagsáætlun til áranna 2016-2081 borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.
6. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.
7. Fundargerð 79 fundar skipulagsnefndar. Málnr 3 og 14 þarfnast umfjöllunar.
Mál nr 3. Stígagerð í Gjánni. Mál afgreitt undir lið nr. 15.
Mál nr. 14. Aðalskipulagsbreyting. Stækkun Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna óbreytta. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
8. Fundargerð 22. Fundar stjórnar Skipulags og byggingafulltrúa.
Fundargerð lögð fram og kynnt.
9. Fundargerðir Skólanefndar um grunnskólamál og leikskólamál frá 10 september 2014. Fundargerðir lagðar fram og kynntar
10. Fundargerð Atvinnumálanefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
11. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 24.11.14.
Fundargerð lögð fram og kynnt. Samþykkt að fela Gunnari Marteinssyni að mæta á fund umhverfisnefndar og rökstyðji bókun sveitarstjórnar frá 8.10 um veitingu umhverfisverðlauna.
12. Aðild að Markaðsstofu Suðurlands. Lagt var fram erindi þar sem óskað er eftir framlengingu að nýjum samstarfssamningi til næstu þriggja ára milli sveitarfélagsins og Markaðsstofunnar undirritað af Dagnýju Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Núverandi samningur rennur út 31.12. næstkomandi. Farið er fram á að framlag á hvern íbúa til Markaðsstofunnar í sveitarfélaginu hækki úr 350 kr í 430 kr. Samþykkt samhljóða að ganga að samningi við Markaðsstofuna á þeim kjörum. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
13. Greiðslur til sveitarstjórnarfulltrúa fyrir fundarsetur.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti 25 júní 2014 að launakjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn verði 10 % af þingfararkaupi. Skafti Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun til viðbótar ofangreindri bókun um kjör sveitarstjórnarfólks. Varafulltrúar sem taka sæti í sveitarstjórn fá 5 % af þingfararkaupi fyrir setu á hverjum sveitarstjórnarfundi. Laun kjörinnar fulltrúa skulu taka sömu breytingum og verða á þingfarar-kaupi skv. lögum nr. 88/1995. Sveitarstjórnarfulltrúar fá ekki greitt fyrir akstur sem inntur er af hendi innan sveitar. Þeir fái greitt samkvæmt akstursbók ef þeir sækja fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins utan þess. Ekki er greitt fyrir fundar-eða stjórnarsetu, né akstur í nefndum sem annast sjálfar uppgjör við viðkomandi nefndarfólk. Fyrir aðra nefndar- og stjórnarsetu á vegum sveitar- stjórnar þar sem viðkomandi nefnd eða stjórn gerir ekki sjálf upp við nefndar - eða stjórnarmenn greiðast 2% til 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund eftir eðli máls.
Sveitarstjórnarfulltrúar fá spjaldtölvu eða fartölvu til afnota vegna fundarstarfs fyrir sveitarfélagið, slík tölva verður eign sveitarstjórnar-fulltrúanna að kjörtímabili loknu. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
14. Atvinnueflingarsjóður Skeiða- og Gnúpv.hrepps. Reglur um úthlutun.
Atvinnueflingarsjóðurinn var stofnaður 16 febrúar 2010 og hóf hann starfsemi 1 apríl sama ár. Í samþykktum um sjóðinn er gert ráð fyrir endurskoðun hans að nokkrum tíma liðnum. Rætt var um framtíð sjóðsins og úthlutunarreglur hans. Oddvita og sveitarstjóra falið að endurskoða hlutverk sjóðsins og skila tilheyrandi greinargerð á næsta fundi sveitarstjórnar.
15. Stígagerð við Gjána í Þjórsárdal.
Sveitarstjóri kynnti teikningar af stígum sem fyrirhugað er að smíða við Gjánna. Samþykkt að efla til kynningar og íbúafundar um verkefnið áður en lengra verður haldið með það.
16. Samningur um snjómokstur. Þarfnast staðfestingar.
Sveitarstjóri lagði fram undirritaðan samning um að Strá ehf og Georg Kjartansson taki að sér snjómokstur til næstu þriggja ára. Samningur staðfestur.
17. Umsækjendur um veitingarekstur og rekstur tjaldsvæðis í Árnesi.
Ein umsókn barst um reksturinn frá Orna ehf. Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við félagið og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.
18. Seyrumál. Aðild að Seyrustöð.
Endurvinnsla á seyru. Kölkun. Sveitarstjóri minnisblöð um kostnað og tillögu að skiptingu kostnaðar vegna endurvinnslu á seyru með þeim hætti að kalka hana. Um væri að ræða verkefni sem sveitarfélögin í Uppsveitum myndu standa sameiginlega að. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.
19. Matarsmiðjan á Flúðum.
Sveitarstjóri greindi frá fundi forsvarsmanna sveitarfélaga er að Matarsmiðjunni standa. Þar hafði komið fram að eftirspurn eftir notkun Matarsmiðjunnar hefur verið afar lítil um nokkurt skeið. Sveitarfélögin hafa greitt leigu húsnæðis undir starfsemi Matarsmiðjunnar. Í ljósi þess telur sveitarstjórn ekki tilefni til að taka þátt í rekstri Matarsmiðjunnar með þeim hætti sem verið hefur.
20. Greinargerð um meðferð kjötmjöls í Þjórsárdal.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er ekki sátt við dreifingu kjötmjöls og óskar eftir að fá upplýsingar um hvaða leyfi búa að baki kjötmjöls-dreifingunni.
21. Ræktunaráætlun og samningur um landsgræðsluskóga.
Lagt var fram erindi frá Landsvirkjun. Undirritað af Óla Grétari Blöndal þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um landgræðsluskógrækt á landspildu við Bjarnarlón innan við Búrfell. Með erindinu fylgdi ræktunaráætlun um skógrækt á svæðinu. Sveitarstjórn hafnar erindinu að svo stöddu og leggur áherslu á að umrætt land sé ekki vel til skógræktar fallið. Leggur sveitarstjórn áherslu á að mörkuð verði framtíðarstefnu um hvar skuli rækta skóg í Þjórsárdal og nágrenni.
22. Verkefnastjórn að Stöng.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga : Kannað verði, hvernig best sé háttað uppbyggingu að Stöng og hver kostnaður verði við að koma innviðum upp. Þar með talið, vegum og veitum, þjónustuhúsum og aðstöðu til sýningahalds. Eins verði sérstaklega horft til hvernig uppbyggingin í Þjórsárdal geti nýtt sér og unnið með umhverfi, fjölþætta möguleika og sögu Þjórsárdalsins í heild. Kannaðar verði fjármögnunarleiðir opinberar og einka, mat lagt á gestafjölda og hugsanlega rekstraraðila. Lögð verði fram gróf viðskiptaáætlun ásamt því að leggja mat á lágmarkskostnað sveitarfélagsins vegna gesta á svæðinu. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu og skila greinargerð. Tillaga samþykkt samhljóða.
23. Strókur, beiðni um styrk. Framh. Síðasta fundar
Lögð var fram starfsskýrsla félagsins og ársreikningur 2013. Samþykkt samhljóða var að styrkja félagið um 30.000 kr.
24. Ferðamálafulltrúi uppsveita. Fjárhagsáætlun 2015.Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.
25. Tæknisvið uppsveita. Fjárhagsáætlun 2015. Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt.
26. Fundargerð 7 fundar Skóla – og Velferðarþjónustu Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.
27. Erindi frá Jóhönnu Reynisdóttur v. samnings um Gistihúsið Nónstein.
Erindi kynnt, afgreiðslu frestað.
Mál til kynningar:
A. Fundargerð 39 fundar FG og SNS.
B. Fundargerð Aðalfundar Túns vottunarstofu.
C. Jöfnunarsjóður nýbúafræðsla.
D. 235 stjórnarfundur Sorpstöðvar Su.
E. Greinargerð nefndar um endurskoðun vegalaga
F. Fundargerð Aðalfundar SASS 2014.
G. Minnisblað SNS vegna FT nóv 2014.
H. Samstarfssamningur um Frumkvöðlasetur SASS
I. Samstarfsverkefni VMST, ÖBÍ og Þroskahjálpar.
J. Oddvitafundur Laugaráslæknishéraðs
K. 5. Fundur. Héraðsnefndar Árnesinga.
L. 19. Fundur Almannaverndarn. Árnesinga 6. okt 2014
M. 20. Fundur Almannaverndarn. Árnesinga 16. okt 2014
N. Yfrlit yfir möguleika á styrkjum
O. 484 fundur stjórnar SASS
P. 485 fundar stjórnar SASS.
Q. 486 fundur stjórnar SASS
R. 487 fundur stjórnar SASS
S. 160 Fundargerð Stjórnar HES
T. Minnisblað vegna þjóðhagsspár
U. Þingskjal 297. Br á lögum 40 stunda vinnuviku.
V. Þingskjal 26. Stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
W. Þingskjal 29. Br á lögum um tekjustofna
X. Þingskjal 32. Millilandaflug. Hornafjörður
Y. Þingskjal 33. Endursk laga um lögheimili
Z. Þingskjal 35. Br á lögum um almannatr
Þ. Þingskjal 52. br á lögum um Geðheilbr. Þjónustu
Æ. Þingskjal 55. Kaup á Grímsstöðum
Ö. Öldrunarmál. Tillaga starfshóps 2014.
Fundi slitið kl 18:40.