Sveitarstjórn

12. fundur 21. desember 2022 kl. 09:00 - 12:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Gerður Stefánsdóttir í forföllum Karenar Óskarsdóttur
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Oddviti setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Óskaði oddviti eftir að bæta máli við dagskrá fundarins, breytingu á stjórn um samþykkt sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Var það samþykkt samhljóða og verður það mál nr. 10. á dagskrá. Aðrir fundarliðir færast niður sem því nemur.

 

Erindi til sveitarstjórnar til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Skýrsla sveitarstjóra á 12. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Fundur um gjaldskrár raforku í dreifbýli.

Atvinnuumsóknir um umsjónarmann Skeiðalaugar.

Búrfellsnáma - opnun tilboða.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita.

Nefnd oddvita og sveitarstjóra (NOS).

Rauðukambar ehf.

 

Gerður Stefánsdóttir mætti til fundar kl 9.45.

 

  1. Skipulag á skrifstofu

Sveitarstjóri fer yfir skipulag á skrifstofunni og hvernig verkaskiptin hefur verið. Auk þess var verklag rætt varðandi akstur á fundi á vegum sveitarfélagsins og samþykktir reikninga. Framundan er innleiðing á nýju funda- og skjalavistunarkerfi ásamt því að taka umsýslu Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps úr verktöku og inná skrifstofuna. Sveitarstjóri óskar eftir að ráða tímabundið í 50% starf til að mæta auknum verkefnum næstu mánaða.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tímabundna ráðningu í 50% starfshlutfall til sex mánaða á skrifstofu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og fjármálastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að útbúa og leggja fram verklagsreglu varðandi akstur sveitarstjórnarmanna á næsta fund sveitarstjórnar.

  1. Fjárhagsáætlun 2022- Viðauki IV

Lagður fram viðauki IV við fjárhagsáætlun 2022. Áhrif hans eru jákvæð um 26 millj. kr. Gert er ráð fyrir hærri skatttekjum, hærra framlagi frá Jöfnunarsjóð og jafnframt var tekið tillit til sölu á fasteign sveitarfélagsins við Bugðugerði 5b og Suðurbraut 1. Fjárfestingar ársins voru lækkaðar m.t.t. hagstæðari tilboða sem fengust á árinu og framlaga á móti fjárfestingu.

Gert er ráð fyrir að hagnaður ársins af samstæðu verði um 47,5 millj kr. og handbært fé hækki um 36,4 millj.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 og felur fjármálastjóra að skila honum inn til viðkomandi aðila.

  1. Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Samkomulag varð á Alþingi 16. desember 2022 um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulag þetta felur í sér breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá því sem kveðið var á um í endanlegu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga dags þann 15. desember 2015. Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækka um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%. Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023.

Með vísan til ofangreindra breytinga varðandi fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk samþykkir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps með fimm atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

 

  1. Umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar

Miðvikudaginn 14. desember 2022 barst umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar frá Landsvirkjun. Öll gögn umsóknar lögð fram.

Umsóknin fer í vinnslu hjá sveitarstjórn. Í framhaldi af vinnslu sveitarstjórnar er fyrirhugaður fundur með íbúum Skeiða- og Gnúpverjarhrepps.

  1. Gatnagerð Vallarbraut

Hinn 15. nóvember sl. voru opnuð tilboð í gatnagerð á Vallarbraut. 8 tilboð bárust í verkið. Ólafsvellir ehf var með hagstæðasta tilboðið að upphæð 61.764.750 kr. Sveitarstjóri hefur kannað hæfi lægstbjóðanda og uppfyllir hann kröfur sem settar voru fram til bjóðenda í útboðslýsingu. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að ganga til samninga við Ólafsvelli ehf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Ólafsvelli ehf. um gatnagerð við Vallarbraut samkvæmt útboðslýsingu.

  1. Niðurstaða útboða í Fossá

Tilboð í veiðirétti í Fossá í Þjórsárdal voru opnuð 6. desember sl. og bárust tvö tilboð skv. auglýsingu og eitt frávikstilboð.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og yfirfara tilboðin betur.

  1. Tilmæli ráðuneytis um endurskoðun afgreiðslu vegaskrár

Lagt fram bréf frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti með vísun í stjórnsýslukæru dags 31. desember 2021. Í samræmi við niðurstöður úrskurðarins beinir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið þeim tilmælum til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sérstaklega verði skoðað af hálfu sveitarfélagsins hvort tilefni sé til að endurskoða afgreiðslu þess á umræddri skrá í ljósi framangreindra annmarka á málsmeðferðinni við gerð og birtingu hennar, sbr. 32. gr. náttúruverndarlaga, sbr. reglugerð um vegi í náttúru Íslands, nr. 260/2018.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  1. Samningur um rekstur Umdæmisráðs barnaverndar

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt verklagsreglum barnaverndarþjónustu um samræmda framkvæmd umdæmisráðs.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

  1. Viðauki við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Lagður fram til fyrri umræðu viðauki við samþykkt um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem felur í sér breytingu og viðbætur við 41. gr. um stjórnir og samstarfsnefndir og 48. gr. um framsal sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála.

Samhliða er lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna barnaverndarþjónustu og umdæmisráða.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar viðauka við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins til síðari umræðu.

 

  1. Úthlutun lóða í Árnesi

Umsókn barst í auglýstar parhúsalóðir annars vegar við Skólabraut 1 og hins vegar við Skólabraut 3.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðunum Skólabraut 1 og Skólabraut 3 til J. Óskarssonar ehf.

  1. Endurskoðun á reglum um tómstundarstyrki

Lagðar fram uppfærðar reglur um tómstundastyrk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breyting er gerð á skilyrðum fyrir veitingu tómstundastyrks þar sem bætt er við heimild að nýta tómstundastyrk til greiðslu á æskulýðsstarfi og vegna kaupa á líkamsræktar- og sundkorti sem merkt er einstaklingum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum uppfærðar reglur um tómstundastyrki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

  1. Endurnýjun byggingarframkvæmdaleyfis að Stöng

Lagt fram til kynningar teikningar og fyrirhuguð endurnýjun á byggingarleyfi til framkvæmda við Þjóðveldisbæinn, Stöng í Þjórsárdal.

  1. Fundargerð Skólanefndar

Lögð fram fundargerð 4. skólanefndarfundar sem fram fór 8. desember. Í fundargerð skólanefndar frá 22. september 2022 var fundarmaður ranglega tilgreindur. Var það leiðrétt skv. 5. tl fundargerðar 4 skólanefndarfundar og nöfn fundarmanna uppfærð.

Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð 251. fundar skipulagsnefndar Umhverfis og tæknisviðs uppsveita.

Farið var yfir eftirfarandi mál fundargerðar:

30.

Urðarholt L223803; Afmörkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2212009

 

Lögð er fram umsókn frá Einari Einarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Urðarholts. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð umhverfis byggingarreit innan svæðisins.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

31.

Álfsstaðir II (L215788); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - 2211050

 

Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Sigmundar Þorsteinssonar og Vigdísar H. Sigurðardóttur, móttekin 20.11.2022, um byggingarleyfi fyrir 92,2 m2 íbúðarhús á jörðinni Álfsstaðir II L215788 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

Fyrir liggur deiliskipulag fyrir lóðina síðan 2018 sem ekki kláraðist í ferli vegna umsagnar Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd bendir á að Vorsabæjarvegur nr. 324 er tengivegur samkvæmt skilgreiningu vegaskrár Vegagerðarinnar. Samkvæmt gr. 5.3.2.5. lið d. skipulagsreglugerðar 90/2013 skulu íbúðar- og/eða frístundahús ekki vera nær stofn- og tengivegum en 100 m. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps synjar beiðninni um byggingarleyfi með fimm atkvæðum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps beinir því til umsækjanda að vinna að uppfærslu á deiliskipulagi svæðisins í takt við ofangreindar takmarkanir skipulagsreglugerðar er varðar fjarlægð frá vegum.

32.

Vorsabær 1 L166501; Íbúðarhúsalóð og byggingarskilmálar; Deiliskipulagsbreyting - 2209104

 

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lands Vorsabæjar 1 L166501. Í umsókninni felst að heimild er veitt fyrir uppbyggingu íbúðarhúss í stað frístundahúss á byggingarreit 1A auk þess sem byggingarheimildir eru auknar úr 150 fm sumarhúsi í heimild fyrir íbúðarhúsi, gestahúsum og bílskúr innan 300 fm byggingarheimildar.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

 

   

33.

Bæjarás; Veiðihús; Deiliskipulag - 2203038

 

Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til veiðihúss að Bæjarási í landi Laxárdals eftir kynningu. Innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 300 fm veiðihús á einni hæð sem þjónar starfsemi tengdri veiðifélagi árinnar. Hús sem gestir geta haft tímabundna gistingu í og þegið þá þjónustu sem verður í boði. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna allt árið um kring.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan tillögu aðalskipulagsbreytingar sem lögð er fram samhliða deiliskipulagi.

 

   

34.

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting - 2206010

 

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjaráss veiðihúss L233313 í Laxárdal við Stóru-Laxá eftir kynningu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags- og skipulagsuppdrætti.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

 

  1. Úttektarskýrsla um stjórnsýslu og rekstur Bergrisans

Skýrsla lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerð aðalfundar og fundargerð 53. fundar stjórnar lagðar fram til kynningar.

  1. Fundargerðir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Fundargerð aðalfundar SASS og fundargerðir 588. og 590. fundar stjórnar lagðar fram til kynningar.

  1. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

Fundargerð 3. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands og fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. lagðar fram til kynningar.

  1. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð 6. fundar Héraðsnefndar Árnesinga lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 12.10. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. janúar kl 09:00 í Árnesi.

 

Fundargögn:

Viðauki IV við fjárhagsáætlun - Málaflokkar
Viðauki IV við fjárhagsáætlun -  Rekstur og sjóðsteymi
Viðauki IV við fjárhagsáætlun -  Fjárfesting
Viðauki IV við fjárhagsáætlun - Sundurliðun
Umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjun
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Efla, greinargerð
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Deiliskipulag, greinargerð og umhverfissk. 
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Teikningar
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Deiliskipulag, skipulagsuppdráttur
Umsókn um framkvæmdaleyfi - ákvörðun um endurskoðun
Umsókn um framkvæmdaleyfi - MáU 2016-2018 álit skipulagsstofunar
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Deiliskipulag skipulagsuppdráttur
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Leyfi Minjastofnunar
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Leyfi Fiskistofu
Umsókn um framkvæmdaleyfi - MáU 2016-2018 matsskýrsla LV
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Virkjunarleyfi
Umsókn um framkvæmdaleyfi - MáU 2003-2004 úrskurður Umhverfisráðuneytis
Umsókn um framkvæmdaleyfi - MáU 2003-2004 Úrskurður Skipulagsstofnunar
Umsókn um framkvæmdaleyfi - MÁU 2003-2004 matsskýrsla LV  (umrætt skjal er of stórt til að hægt sé að birta það hér, hafið samband við skrifstofu)
Tilmæli forsætisráðuneytis um endurskoðun afgreiðslu vegaskrár
Endurnýjun byggingarframkvæmdaleyfis að Stöng
Fundargerð skólanefndar nr. 14
Fundargerð skipulagsnefndar
Fundargerðir Samtaka Orkusveitarfélaga - aðalfundur
Fundargerð stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga
Stjórnarfundur SASS nr. 588
Stjórnarfundur SASS nr. 590
Aðalfundargerð SASS
Stjórnarfundargerð Byggðarsafns Árnesinga
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga