- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:
Uppbygging orkusækinnar starfsemi
Hvammsvirkjun - kynning á umsókn um framkvæmdaleyfi
Ný skóla- og velferðarþjónusta
Nýr umsjónarmaður í Brautarholti
Hestamannafélagið Jökull styrktarsamningur
Fundur með forstjóra Landsvirkjunar
Snjómokstur í sveitarfélaginu
Tilboð í veiðirétti í Fossá í Þjórsárdal voru opnuð 6. desember sl. og bárust tvö tilboð skv. auglýsingu og eitt frávikstilboð. Eftir yfirferð tilboða var tilboð frá Flyfishing Iceland ehf metið sem hagstæðasta tilboðið.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með þremur atkvæðum að semja við Flyfishing Iceland ehf um útleigu á veiðirétti í Fossá til áranna 2023-2026. Gunnar Örn Marteinsson og Kjartan H. Ágústsson sitja hjá. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi.
Tilboð í vikurnámur í Búrfelli voru opnuð 13.desember sl. og bárust tvö tilboð. ST eignarhaldsfélag fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags átti hæsta tilboðið. Sveitarstjóri hefur kannað hæfi ST eignarhaldafélags og uppfylla þeir kröfur sem settar voru fram á hendur bjóðenda.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði ST eignarhaldsfélags fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.
Starfsmenn Landsvirkjunar komu inná fundinn og kynntu umsókn Landsvirkjunar á framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar. Umræður urðu um fyrirhugaðar framkvæmdir og áhrif þeirra á nærsamfélagið.
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands nr. 316. Í fundargerðinni kemur fram að stjórn SOS lýsi yfir áhuga á að taka þátt í hlutafjáraukningu Orkugerðarinnar ehf. Núverandi hlutur SOS í Orkugerðinni er 34,1% og verður hlutafé Orkugerðarinnar ehf. aukið um 90 miljónir til þess að tvöfalda afköst verksmiðjunnar. Stjórn SOS óskar eftir heimild frá aðildarsveitarfélögunum til að ganga inní kaupin til að viðhalda eignarhlut sínum og kaupa hlutafé fyrir að hámarki 30.690.000 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að heimila stjórn SOS að taka þátt í hlutafjáraukningu Orkugerðarinnar ehf og kaupa hlutafé í Orkugerðinni ehf að hámarki 30.690.000 kr.
Fundargerð lög fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12.15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. janúar kl 09:00 í Árnesi.
Fundargögn:
2. Forsendur við mat á tilboðum í Fossá
2. Fossá - opnun tilboða
3. Opnun tilboða í vikurnámur
4. Hvammsvirkjun - Umsókn um frakvæmdaleyfi, bréf
4. Hvammsvirkjun - Umsóknum framkvæmdaleyfi, greinargerð Efla
5. Fundargerð SOS nr. 54
6. Fundargerð SO nr. 54
7. Fundargerð Stjórnar Samt. Ísl. Sveitarfélaga