- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta sveitarstjórnarfundi:
Héraðskjalasafn Árnesinga.
Kynning Orkuveitu Reykjavíkur.
Málefni þjóðlendna.
Fundur með forsætisráðherra.
Heimsókn nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Aukafundur Héraðsnefndar Árnesinga.
Skólahúsnæði Þjórsárskóla.
Kynningarfundur um Eldfjallaleiðina.
Vinnustofa vindorkuhóps sem fór til Noregs.
Fundur Almannavarnanefndar Árnessýslu.
Skeiðalaug framkvæmdir o.fl.
2. Minnisblað frá Innviðaráðuneytinu
Lagt fram til kynningar minnisblað frá innviðaráðuneytinu sem snýr að framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að ekki skuli úthluta jöfnunarframlögum til þeirra sveitarfélaga þar sem hámarkstekjur á hvern íbúa miðað við útsvar og fasteignaskatt er 50% umfram meðaltekjur á íbúa annarra sveitarfélaga.
3. Greinargerð vegna framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar - lögð fram til kynningar
Lögð fram til kynningar greinargerð Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps í tengslum við umsókn framkvæmdaleyfis vegna Hvammsvirkjunar, í samræmi við 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að boða til aukafundar sveitarstjórnar þann 14. júní 2023 kl. 17:00 þar sem beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjun verður á dagskrá.
4. Erindi til Skipulagsstofnunar
Núverandi lagaumgjörð orkuvinnslu á Íslandi er slík að takmarkaður ábati skilar sér til nærumhverfis vindorkuframleiðslu og áhrifin verða verulega neikvæð. Ekki er hægt að heimila slíka uppbyggingu í núverandi lagaumgjörð. Á meðan ekki liggja fyrir samþykkt lög um vindorkuframleiðslu hefur sveitarfélagið engar forsendur til að meta möguleg áhrif vindorkuuppbyggingar á nærumhverfið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynnt ábyrgri nýtingu auðlinda, en til þess að hún sé samfélaginu til hagsbóta þarf lagaumgjörð og skattaumgjörð að vera þannig að hún sé sanngjörn á milli nærumhverfis orkuframleiðslu og notenda orkunnar. Á grundvelli 7. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 óskar sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eftir því við Skipulagsstofnun að fresta ákvörðun um landnotkun fyrir Búrfellslund samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun í allt að tíu ár. Skal meðan fresturinn stendur fara með þann kost eins og kosti í biðflokki.
Karen Óskarsdóttir óskaði eftir fundarhléi. Tekið hlé í tíu mínútur.
Karen Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Til viðbótar við framangreint þá eiga umhverfislegir og náttúrufarslegir þættir að hafa meira vægi heldur en fjárhagslegur ábati.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fara fram á frestun um ákvörðun á landnotkun vegna fyrirhugaðs Búrfellslundar. Skal meðan fresturinn stendur fara með þann kost eins og kosti í biðflokki. Sveitarstjóra falið af senda erindið til Skipulagsstofnunar.
5. Úrskurður forsætisráðuneytis vegna útboðs veiðiréttar í Fossá
Úrskurður forsætisráðuneytis vegna útboðs í veiðirétt í Fossá lagður fram til kynningar.
6. Úrskurður Forsætisráðuneytis vegna útboðs við vikurnámur í Búrfelli
Úrskurður Forsætisráðuneytis vegna útboðs í vikurnámur í Búrfelli lagður fram til kynningar
7. Rammasamkomulag – uppgjör.
Lagt fram til staðfestingar samkomulag um lokauppgjör á rammasamkomulagi frá 2008 milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar.
Karen Óskarsdóttir óskaði eftir fundarhléi. Tekið hlé í 5 mínútur.
Karen Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Samkomulagið var undirritað 2. júní 2023 án formlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar eða að sveitarstjóra veitt til þess umboð. Komið hefur fram að upphaflegt rammasamkomulag var skilyrt við virkjunarframkvæmdir. Í inngangi þessa samkomulags segir að nú liggi fyrir að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Lokauppgjör á rammasamkomulaginu er því bundið við ákvörðun sem ekki hefur verið tekin og greiðsla innt í kjölfar á veittu framkvæmdaleyfi. Þessi afgreiðsla orkar því tvímælis.
Haraldur Þór Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi sveitarstjórnar 3. maí 2023 upplýsti sveitarstjóri sveitarstjórn um drög að uppgjöri rammasamkomulagsins. Í framhaldi af því fór endurskoðandi Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir allar greiðslur tengt rammasamkomulaginu sem leiddi til þeirrar niðurstöðu sem uppgjör samkomulagsins byggir á. Fimmtudaginn 1. júní sendi sveitarstjóri tölvupóst á alla í sveitarstjórn með uppgjörinu og upplýsti um að það væri tilbúið. Einnig upplýsti sveitarstjóri alla í sveitarstjórn að það lægi fyrir að samkomulagið yrði undirritað og lagt fram til kynningar á sveitarstjórnarfundi 7. júní 2023. Enginn í sveitarstjórn mótmælti fyrirhuguðum frágangi samkomulagsins, enda hafði sveitarstjóri haldið sveitarstjórn vel upplýstri um málið.
Sveitarstjórn staðfestir með 4 atkvæðum samkomulag um lokauppgjör á rammasamkomulagi. Karen Óskarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
8. Erindi frá kennurum Þjórsárskóla
Karen Óskarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagt fram erindi frá kennurum í Þjórsárskóla er varðar styttingu vinnuvikunnar. Kennarar í Þjórsárskóla telja að mismunum sé í framkvæmd vinnutímastyttingar milli Þjórsárskóla og Leikholts.
Á sveitarstjórnarfundi 15. júní 2022 var lagt fram til kynningar útfærsla Þjórsárskóla um styttingu vinnuvikunnar. Á skólanefndarfundi 16. nóvember 2022 var vinnutímastytting Leikholts kynnt fyrir skólanefnd. Engar athugasemdir höfðu borist, hvorki til skólanefndar né til sveitarstjórnar um athugasemdir á útfærslu vinnutímastyttingar fram að þessu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman allar upplýsingar er snúa að framkvæmd vinnutímastyttingarinnar og samanburð á vinnutíma í bæði Þjórsárskóla og Leikholti og hvernig framkvæmdin er í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þeirra kjarasamninga sem starfsfólk beggja skóla starfar eftir og leggja fyrir sveitarstjórn.
Karen Óskarsdóttir kemur inn á fund.
9. Atvinnumálastefna Uppsveitanna
Atvinnumálastefna Uppsveita fyrir árin 2023-2027 var lögð fram að loknu athugasemdaferli. Að stefnunni standa Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Í stefnunni var leitast við að setja fram raunhæf markmið og að unnt verði að mæla framvindu. Stefnan tekur mið af Sóknaráætlun Suðurlands.
Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum sem stóð að vinnu atvinnumálastefnunnar fyrir sitt framlag, svo og öðrum þeim sem komu að vinnunni.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum atvinnumálastefnu uppsveitanna.
10. Byggðaþróunarfulltrúi - ferðamálafulltrúi Uppsveitanna
Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum er varðar byggðaþróunarfulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu.
Fyrir liggur að ný staða byggðaþróunarfulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu hefur verið samþykkt í gegnum samstarfssamning við SASS sem byggir á samningi SASS við Byggðastofnun. Framlag SASS nemur um 7.500.000 kr. miðað við heilt almanaksár.
Lagt er til að auglýst verði eftir starfsmanni í 100% starf, og undir það heyri, auk skilgreindra verkefna byggðaþróunarfulltrúa, ferða- og kynningarmál, eftirfylgni með atvinnustefnu, auk mála sem tengjast fjölmenningu. Bláskógabyggð verði leiðandi sveitarfélag og gerður verði samningur milli sveitarfélaganna um verkefnið. Um er að ræða sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Kostnaður sveitarfélaganna, umfram framlög SASS, skiptist í jöfnum hlutföllum á milli sveitarfélaganna fjögurra. Ráðningarferli annist sveitarstjóri Bláskógabyggðar og formaður oddvitanefndar. Áætlaður kostnaður sveitarfélaganna á árinu 2023 er á bilinu 1.800.000 til 2.300.000 og ræðst m.a. af því hvenær nýr starfsmaður gæti hafið störf.
Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sé ekki þörf á því að taka þátt í þessu samstarfi.
Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í erindið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram til samþykktar á sveitarstjórnarfundi þann 21. júní nk.
11. Áætlun um jafnrétti - yfirfarin af Jafnréttis-og velferðarnefnd
Lögð fram áætlun um jafnrétti kynjanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árin 2023-2027. Búið er að fjalla um áætlunina í velferðar- og jafnréttisnefnd sem hefur skilað ábendingum um áætlunina og búið er að taka tillit til þeirra.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
12. Umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar á Hótel og baðstaði í Reykholti
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun er varðar uppbyggingu Rauðukamba á Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarfélagsins um framkvæmdina.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fagnar uppbyggingu fjallabaðanna í Þjórsárdal og felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun umsögn um framkvæmdina.
13. Beiðni um leigu á Þjórsárskóla
Lögð fram beiðni frá Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) um möguleika á því að fá gistingu fyrir sveitina í sveitarfélaginu dagana 22.-25. júní, þá helst í Þjórsárskóla. Fyrirhugaðar eru æfingar sveitarinnar á svæðum upp af Þjórsárdal.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að ekki sé hægt að verða við beiðninni um að gista í Þjórsárskóla í sumar þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru á skólahúsnæðinu, bæði á að mála, skipta um glugga ásamt því að lyfta verður sett upp í skólanum.
14. Umsögn um rekstrarleyfi Þrándartúni 3
Lögð fram umsagnarbeiðni vegna leyfi til reksturs gististaðar í flokk II – G íbúðir að Þrándartúni 3, fasteignanúmer F230-7103, umsækjandi Stakkur 1 ehf.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II.
15. Skipun í stjórn Þjóðveldisbæjar
Skipun Einars Bjarnasonar í stjórn Þjóðveldisbæjarins rennur út í júní 2023. Sveitarstjórn þarf að skipa nýjan fulltrúa í stjórnina.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Bjarna H. Ásbjörnsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þjóðveldisbæjarins.
16. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands
Skógræktarfélag Íslands sendir erindi til allra sveitarfélaga á Íslandi til þess að leiðrétta rangfærslur sem nýlega voru send sveitarfélögum um skógrækt. Í erindinu kemur fram að Ísland sé ekki víði vaxið land og eitt fátækasta land Evrópu af skógum. Miðað við óbreyttar gróðursetningar, sem nú eru um 6 miljónir plantna á ári, muni ræktaðir skógar aukast úr 0,47% í 0,79% af flatarmáli ræktanlegs lands. Ef tvöföldun fjármagns fengist í skógrækt á Íslandi, þá yrði skógarþekja á Íslandi komin í mesta lagi í 1,19% árið 2050. Stjórn Skógræktarfélags Íslands varar við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar og lýsir sig reiðubúna til að veita nánari upplýsingar og vinna með sveitarfélögum landsins að gera landið byggilegra og náttúruvænna með skipulagðri skógrækt.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Skógræktarfélagi Íslands innsent erindi og telur mikilvægt að skipulag skógræktar verði sett í skipulag sveitarfélagsins til framtíðar.
17. Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga 24.maí 2023
Aukafundur Héraðsnefndar var haldinn 24.05.2023. Lagt fram til kynningar minnisblað um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 29.05.2023, ásamt fylgigögnum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að Héraðsnefnd Árnesinga taki húsnæði að Hellismýri 8, Selfossi, á leigu fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga, með þeim áhrifum sem það hefði á fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins til næstu ára, fáist húsnæðið leigt. Með því móti væri búið að tryggja húsnæðisþörf Héraðsskjalasafnsins til framtíðar. Á móti myndi falla út kostnaður við leigu í Ráðhúsi Árborgar og rekstrarkostnaður af Háheiði 9.
18. Auka aðalfundur Bergrisans 15. júní 2023
Lagt fram fundarboð og dagskrá á aukaaðalfund Bergrisans sem fer fram 15. júní 2023. Lagt til að fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinnum verði. Aðalmenn: Haraldur Þór Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson og Karen Óskarsdóttir. Varamenn: Sylvía Karen Heimisdóttir, Gunnar Örn Marteinsson og Vilborg Ástráðsdóttir.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykktir með 5 atkvæðum skipun aðal- og varamanna á auka aðalfund Bergrisans 15. júní 2023.
19. Fundargerðir skipulagsnefndar
Hagi 1 L168245; Rannsóknir á Þjórsárdalsvegi; Framkvæmdarleyfi - 2305052
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna jarðkönnunar á fyrirhugaðri veglínu Þjórsárdalsvegar. Umsókn um leyfi til jarðtæknirannsókna fer í gegnum land Minna-Núps, Fossnes, Haga o.fl. jarða
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem um jarðkönnun er að ræða er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna málsins.
Lögð er fram umsókn Landsvirkjunar, dags. 14.12.2022, ásamt fylgiskjölum, vegna framkvæmdaleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Um er að ræða gerð virkjunar í neðanverðri Þjórsár norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 - Hvammsvirkjun. Í framkvæmdinni felast uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Með umsókninni er lögð fram tillaga greinargerðar um framkvæmdina, sem unnin er með vísan til 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021 þar sem tiltekið er að leyfisveitandi skuli taka saman greinargerð um afgreiðslu leyfis þar sem m.a. skal gerð er rökstudd grein fyrir samræmi framkvæmdarinnar við skipulagsáætlanir og við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins. Málið verður tekið til afgreiðslu á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 14. júní 2023 kl. 17:00.
2106076
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði í mynni Þjórsárdals eftir auglýsingu. Í tillögunni felst að við Selhöfða í Þjórsárdal er skilgreint 27,2 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ26) þar sem gert verður ráð fyrir þjónustumiðstöð með verslun og veitingum og móttöku fyrir hótel í Reykholti. Gisting getur verið fyrir 150 gesti í gestahúsum, auk þess verður tjaldsvæði með áherslu á tjaldvagna og hjólhýsi og aðstöðuhús fyrir tjaldsvæði. Heimilt byggingarmagn er 5.350 m2. Gerð verður breyting á aðkomu og settur inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Þjónustusvæðið VÞ21 við núverandi veg að Reykholti verður fellt út. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur sveitarstjórn að ekki sé ástæða til að uppfæra gögn málsins á grundvelli þeirra umsagnar sem borist hafa vegna málsins. Endanlega staðsetning nýs vegar að fyrirhuguðum fjallaböðum í Reykholti er háð útgáfu framkvæmdaleyfis og mælist sveitarstjórn til þess að endanleg staðsetning hans verði unnin í nánu samráði við viðeigandi hagsmuna- og umsagnaraðila. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal eftir auglýsingu. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar. Umsagnir bárust á auglýsinga- og kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Lögð er fram samantekt umsagnar sem talin er þörf á að bregðast við eftir auglýsingu ásamt áætluðum viðbrögðum. Sveitarstjórn mælist til að tillagan verði uppfærð í takt við samantekt fyrir afgreiðslu sveitarstjórnar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. Fundargerðir Velferðar-og jafnréttisnefndar
Fundargerð 3. og 4. fundar Velferðar- og jafnréttisnefndar lagðar fram til kynningar.
21. Fundargerðir Loftslags- og umhverfisnefndar
Fundargerð 6. og 7. fundar Loftslags- og umhverfisnefndar lagðar fram til kynningar.
22. Fundargerðir Menningar- og æskulýðsnefndar
Fundargerð 5. og 6. fundar Menningar- og æskulýðsnefndar lagðar fram til kynningar.
23. Fundargerð skólanefndar
Fundargerð 6. fundar skólanefndar lögð fram til kynningar.
24. Fundargerð Almannavarnarnefnd Árnessýslu
Fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu lögð fram til kynningar.
25. Fundargerð Tónlistarskóla Árnessýslu
Fundargerð 206. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga lögð fram til kynningar.
26. Fundargerð stjórnar Þjóðveldisbæjar og samningur
Fundargerð 3. stjórnarfundar Þjóðveldisbæjarins ásamt samningi og viðauka lagt fram til kynningar.
27. Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 926. og 927. fundar stjórnar Sambands íslenskrar sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
28. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 8. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu lögð fram til kynningar.
29. Fundargerðir stjórnar Bergrisans
Fundargerð 55, 56. og 57. fundar stjórnar Bergrisans ásamt starfsreglum þjónusturáðs lagðar fram til kynningar.
30. Fundargerð stjórnar Orkusveitarfélaga
Fundargerð 64. fundar stjórnar samtaka Orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.
31. Fundargerðir Oddvitanefndar
Fundargerð 2. og 3. fundar oddvitanefndar ásamt ársreikningi 2022 lagðar fram til kynningar.
32. Aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands
Lagt fram aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands. Aðalfundurinn fer fram miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 11:00 á teams.
Fundi slitið kl. 12:20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 14. júní, kl. 17.00, í Árnesi.