Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá vegna skipunar í skólanefnd. Var það samþykkt og verður það 24. málsliður fundarins.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að frá sveitarstjórnarfundi 7. júní:
2. Rekstraryfirlit janúar-apríl 2023
Lögð fram rekstrarskýrsla og yfirlit staðgreiðslu fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Reksturinn sýnir hagnað uppá 2,8 miljónir 1. janúar – 30. apríl sem á sama tíma síðasta árs var neikvæður uppá 9,8 miljónir. Tekjuaukning á milli ára á tímabilinu nemur 11,88% á meðan rekstrarkostnaður eykst um 7,65%.
3. Fjárhagsáætlun 2023 - Viðauki II
Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2023. Tekið er tillit til aukinna tekna sem og uppgjörs uppsafnaðs arðs frá Laugaráslæknishéraðinu. Helstu áhrif viðaukans eru 53,7 millj á reksturinn og eykst hagnaðurinn úr 19,1 millj í 72,8 millj. Handbært fé í árslok hækkar um 23,7 millj. Breyting er á fjárfestingaráætlun og eykst fjárfestingin um 30 milljónir en í viðaukanum er gert ráð fyrir að flýta framkvæmdum við að byggja yfir plan í Skeiðalaug og bæta þar við rúmlega 200 fm æfingasal.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðauka II við fjárhagsáætlun 2023 og felur fjármálastjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
4. Úthlutun lóða - Heiðargerði 1
Ein umsókn barst í lóðina Heiðargerði 1. Lóðin er 1792 m2 að stærð og er skipulögð fyrir raðhús með 3 íbúðum. Umsækjandi er Selásbyggingar ehf.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni að Heiðargerði 1 til Selásbygginga ehf.
5. Andsvar við minnisblaði um ágang sauðfjár
Lagt fram til kynningar bréf frá forsvarsmönnum umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár við minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6. Byggðaþróunarfulltrúi
Starf ferðamálafulltrúa og samningur við SASS um byggðaþróunarfulltrúa fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu. Minnisblað, dags. 23.05.2023, með tillögum.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefni sem varðar nýja stöðu byggðaþróunarfulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu í gegnum samstarfssamning við SASS, sem byggir á samningi SASS við Byggðastofnun. Framlag SASS nemur um 7.500.000 kr miðað við heilt almanaksár. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir starfsmanni í 100% starf og undir það heyri, auk skilgreindra verkefna byggðaþróunarfulltrúa, ferða- og kynningarmál, eftirfylgni með atvinnustefnu, auk mála sem tengjast fjölmenningu. Bláskógabyggð verði leiðandi sveitarfélag og gerður verði samningur milli sveitarfélaganna um verkefnið. Um er að ræða sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Kostnaður sveitarfélaganna, umfram framlög SASS, skiptist í jöfnum hlutföllum á milli sveitarfélaganna fjögurra. Ráðningarferli annist sveitarstjóri Bláskógabyggðar og formaður oddvitanefndar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að taka þátt í nýrri stöðu byggðaþróunarfulltrúa. Kostnaður rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar fjárhagsáætlun 2023 sbr. samþykktan viðauka II.
Gunnar Örn Marteinsson ítrekar fyrri bókun sína frá fundi sveitarstjórnar 7. júní og greiðir atkvæði á móti tillögunni.
7. Leyfisumsókn v. fornleifarannsókna að Bergsstöðum.
Fornleifastofnun Íslands hefur hlotið styrk úr fornminjasjóði til fornleifarannsókna á Bergsstöðum í Þjórsárdal. Sótt er um leyfi til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að fara í fornleifarannsóknina.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum beiðni Fornleifastofnunar Íslands um fornleifarannsóknir á Bergsstöðum í Þjórsárdal.
8. Framlenging ráðningar starfsmanns á skrifstofu
Í janúar á þessu ári samþykkti sveitarstjórn tímabundna ráðningu í 6 mánuði í 50% starfshlutfall á skrifstofu sveitarfélagsins. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að framlengja ráðninguna til 31. desember 2023.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlengingu á tímabundinni ráðningu starfsmanns á skrifstofu sveitarfélagsins til 31. desember 2023. Kostnaður rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar.
9. Úthlutun beitastykkja
Gunnar Örn vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að leigja út spildur nr. 2, 3, 4 og 5 til eftirfarandi aðila:
Spilda nr. 2 – við Tröð ca. 3 hektarar: Hannes Ó. Gestsson
Spilda nr. 3 – við Flatir ca. 5,5 hektarar: Magnús J. Hjaltested
Spilda nr. 4 – við Flatir ca. 6 hektarar: Tryggvi Karl Valdimarsson
Spilda nr. 5 – austan við Löngudælaholt ca. 3,5 hektarar: Jón Valdimarsson
Leiga fyrir hverja spildu er 75.000 kr. tímabilið 21. júní - 30. september. Spildurnar verða einungis leigðar sumarið 2023.
10. Beiðni um aukinn kennslukvóta
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að kennslukvóti skólans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verði aukinn úr 18,5 klst. á viku í 21,5 klst. á viku. Kominn er biðlisti í tónlistarnám og því þörf á að auka kennslukvótann til að mæta eftirspurninni.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum aukinn kennslukvóta fyrir Tónlistarskóla Árnesinga fyrir skólaárið 2023-2024.
11.Fundargerð skipulagsnefndar nr. 262:
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðu skipulagi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem við á. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu og samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti úr landi Réttarholts að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum. Gerð var athugasemd við gildistöku tillögunnar af hálfu Skipulagsstofnunar vegna misræmis á milli skilmála aðalskipulags og deiliskipulags er varðar heimilað byggingarmagn á lóðum undir 4.000 fm. Tillagan hefur verið uppfærð í takt við athugasemd.
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með viðeigandi hætti innan skipulagstillögu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram umsókn frá Finni Birni Harðarsyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til jarðar Ásbrekku eftir auglýsingu. Á jörðinni er m.a. stunduð skógrækt. Innan deiliskipulagsins eru skilgreindir fjórir byggingarreitir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags að Minni-Ólafsvöllum. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð er fram umsókn frá Ara Frey Steinþórssyni er varðar stofnun landeignar úr landi Þrándarlundar L166619. Landið fær staðfangið Skógarlundur og er alls um 40,36 ha að stærð. Svæðið er allt skilgreint sem skógræktarsvæði á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn.
Lögð er fram beiðni frá Meika Witt er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi að Glóruhlíð L210720. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir hesthús og aukning á heimildum er varðar mænishæð.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um uppfærð gögn. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu, skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu í samráði við málsaðila.
Lögð er fram umsókn er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun og stærð Þrándarlundar L166619. Lóðin mælist 1,1 ha að teknu tilliti til stofnun 40,36 ha skógræktarlands sem fyrir liggur umsókn um í máli #2306001. Jafnframt er óskað eftir því að lóðin fái staðfangið Guðnýjarbolli.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að lagður verði fram rökstuðningur er varðar staðfang lóðarinnar á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir erindið með fimm atkvæðum með skilyrði um að fyrrgreindur fyrirvari verði uppfylltur og fyrirvara um lagfærð gögn.
Lögð er fram umsókn frá Skúla Rúnari Hilmarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Austurhlíðar lóð 1. Í breytingunni felst að lóðir innan svæðisins hafa verið hnitsettar og lagfærð. Mörkum á lóðum 1 og 2 er breytt lítillega í takt við nýja hnitsetningu auk þess sem gerð er lítilsháttar breyting á byggingarreitum. Kvöð er sett um aðkomu að lóð 2 í gegnum lóð 1.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Sveitarstjórn mælist til að staðföng svæðisins verði tekin til skoðunar á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Hraunvalla L203194. Fyrir er deiliskipulag í gildi innan svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra úr gildi. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita fyrir íbúðarhús, útihús og gistihús.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Haraldur Þór Jónsson vék fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð er fram beiðni um heimild til að skilgreina nýtt efnistökusvæði innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Náman verði um 1,5 ha að stærð og heimilt verði að vinna 45 þús. m3 á gildistíma aðalskipulags. Landeigandi hefur undanfarin ár tekið efni til eigin nota á hluta svæðisins. Skoðað verður hvort hægt er að gera nýja aðkomu að námunni þannig að ekki þurfi að aka um bæjartorfu Haga til að nýta hana.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vinna skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til skilgreiningar á námu á viðkomandi svæði í takt við framlagða umsókn.
Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum ehf. vegna framkvæmdaleyfis. Í framkvæmdinni felst lagfæring á vegslóða að vinnusvæði fjallabaðanna í Reykholti í Þjórsárdal í samræmi við framlagða umsókn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. Leitað verði umsagna frá Forsætisráðuneytinu og Umhverfisstofnun fyrir útgáfu leyfis.
12. Fundargerð menningar- og æskulýðsnefndar
Fundargerð 7. fundar menningar- og æskulýðsnefndar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn þakkar menningar- og æskulýðsnefnd kærlega fyrir góða vinnu, metnaðarfulla og frábæra dagskrá við hátíðina Upp í sveit.
13. Fundargerðir loftslags- og umhverfisnefndar
Fundargerðir 8., 9. og 10. funda loftslags- og umhverfisnefndar lagðar fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að svara nefndinni vegna athugasemdar nefndarinnar í 4. lið 9. fundargerðar nefndarinnar og hvetja nefndina til að huga að veitingu umhverfisverðlauna. Sveitarstjórn stefnir á fund með nefndinni að loknu sumarleyfi.
14. Fundargerð 10. fundar Seyrustjórnar
Fundargerð 10. fundar Seyrustjórnar lögð fram til kynningar.
15. Fundargerð 4. fundar oddvitanefndar
Fundargerð 4. fundar oddvitanefndar lögð fram til kynningar.
16. Fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands lögð fram til kynningar.
17. Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu lögð fram til kynningar.
18. Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
19. Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs UTU
Fundargerð 101. fundar stjórnar byggðasamlags UTU lögð fram til kynningar.
20. Fundargerð stjórnar Bergrisans
Fundargerð 58. fundar stjórnar Bergrisans bs. lögð fram til kynningar.
21. Fundargerðir stjórnar Arnardrangs
Fundargerðir 5. og 6. fundar stjórnar Arnardrangs lagðar fram til kynningar.
22. Fundargerð stjórnar SASS
Fundargerð 596. fundar stjórnar SASS lögð fram til kynningar.
23. Fundargerð stjórnar Byggðarsafns Árnesinga
Fundargerð 6. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga lögð fram til kynningar.
24. Skipan í skólanefnd
Sveitarstjórn skipar Sigríði Björk Marinósdóttur í stað Sigríðar Bjarkar Gylfadóttur í skólanefnd og Hannes Gestsson til vara. Sigríður Björk Gylfadóttir í skólanefnd Flúðaskóla.
Fundi slitið kl. 12:25. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. ágúst, kl. 9.00, í Árnesi.