- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Óskaði oddviti eftir því að bæta einu máli á dagskrá vegna skipunar varamanns í stjórn
Þjóðveldisbæjarins. Var það samþykkt og verður það 24. málsliður fundarins.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla sveitarstjóra á 25. sveitarstjórnarfundi
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að frá
sveitarstjórnarfundi 7. júní:
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands í Árnesi.
Fjallaböðin og gestastofa við Selhöfða.
Fundur með Umhverfisstofnun.
Fundur með Skipulagsstofnun.
Formleg opnun brúar yfir Stóru Laxá.
Sumarfrí.
Verkefnin framundan í haust og vetur.
2. Starfsmannamál
Fjölmörg verkefni eru framundan við uppbyggingu og fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Frá
áramótum hefur verið 50% starfshlutfall í tímabundinni ráðningu á skrifstofu. Starfið hefur
reynst vel og sá fjöldi verkefna sem er framundan kallar á að festa starfið í sessi til frambúðar.
Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að ráða í 100% starf til frambúðar á skrifstofu
sveitarfélagsins.
Miklar framkvæmdir eru framundan í sveitarfélaginu og er nokkuð ljóst að efla þarf áhaldahús
sveitarfélagsins með tilliti til verulegrar fjölgunar á verkefnum. Sveitarstjóri óskar eftir heimild
til að bæta við nýju stöðugildi og ráða í 100% starf í áhaldahús. Báðir starfsmenn áhaldahúss
munu heyra beint undir sveitarstjóra og aðstaða verður gerð á skrifstofu sveitarfélagsins til að
starfið sé meira skipulagt frá skrifstofunni.
Þörf er á starfsfólki til að sinna aukavöktum á gámasvæði. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til
að ráða starfsmann í aukavinnu til að manna opnun á gámasvæði.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í aukin stöðugildi á skrifstofu
sveitarfélagsins, í áhaldahús og að fá starfskraft í aukavinnu á gámasvæði. Sveitarstjóra
falið að vinna drög að starfslýsingum og vinna málið áfram fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
3. Skólaakstur veturinn 2023/2024
Núverandi samningar um skólaakstur eru runnir út. Allir núverandi skólabílstjórar hafa lýst yfir
vilja til að halda áfram í skólaakstri. Þar sem framundan er uppbygging á heildstæðum
grunnskóla 1.-10. bekk í Þjórsárskóla sem mun breyta verulega umfangi skólaaksturs, óskar
sveitarstjóri eftir því að framlengja núverandi samninga um 1 ár.
Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum að framlengja
samninga um skólaakstur um eitt ár, fram til júní 2024.
Gunnar Örn Marteinsson kom aftur inn á fund.
4. Kæra vegna framkvæmdaleyfis Hvammsvirkjunar
Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóður villtra laxastofna – NASF á
Íslandi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að veita
framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar. Lagt fram til kynningar afrit af kærunni
ásamt svari lögmanns sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með 4 atkvæðum svar Landslaga til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Karen Óskarsdóttir greiðir atkvæði á móti.
5. Stjórnsýslukæra/beiðni um frumkvæðisathugun vegna uppgjörs rammasamkomulags
Sigrún Bjarnadóttir hefur lagt fram kæru til Innviðaráðuneytisins. Kæruatriðið varðar efni og
nýlega framfylgd og uppgjör rammasamkomulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps (kærði) og
Landsvirkjunar dags. 26. júní 2008.
Sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins falið að gera tillögu að svari við kærunni
og leggja fram til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar.
6. Tilkynning skipulagsstofnunar vegna Búrfellslundar
Tilkynning hefur borist frá Skipulagsstofnun vegna beiðni sveitarstjórnar Skeiða- og
Gnúpverjahrepps um frestun Búrfellslundar og þarf sveitarstjórn að vinna
aðalskipulagsbreytingu sem skilgreinir takmörkunina gagnvart Búrfellslundi.
Sveitarstjóra falið að vinna aðalskipulagsbreytingu sem tilgreinir takmörkum gagnvart
Búrfelllundi og koma breytingunni af stað í skipulagsferli.
7. Auðlindastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur er tólfta stærsta sveitarfélag landsins með miklar auðlindir,
sérstaklega á sviði landbúnaðar, náttúru og orku. Sveitarstjóri leggur til að hafin verði vinna við
að móta auðlindastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps til framtíðar með það að markmiði að
auðlindir sveitarfélagsins verði íbúum sveitarfélagsins til hagsbóta.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að hefja vinnu við
auðlindastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
8. Endurskoðun á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Gildandi aðalskipulag er fyrir árin 2017-2029. Sveitarfélagið er 12 stærsta sveitarfélag landsins
að flatarmáli og framundan er mikil uppbygging tengt ferðaþjónustu, orkuvinnslu og fleiri
fjölbreyttum atvinnutækifærum. Síðustu áratugi hefur íbúafjöldi sveitarfélagsins verið nokkuð
stöðugur en framundan er áætluð veruleg fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Í ljósi mikillar
uppbyggingar næstu árin er nauðsynlegt að fara í heildar endurskoðun á aðalskipulagi Skeiðaog Gnúpverjahrepps.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að hefja vinnu við
endurskoðun á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóra falið að koma
vinnunni af stað.
9. Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar vinna starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. Öllum
aðilum gefst tækifæri að senda inn umsagnir til að koma sjónarmiðum sínum að í vinnu
starfshópsins sem á að skila tillögum að breytingum á skattaumhverfi orkuvinnslu fyrir 31.
október 2023. Mesta raforkuframleiðsla á Íslandi hefur farið fram í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
og nauðsynlegt að koma skýrt á framfæri sjónarmiðum sveitarfélagsins um þær nauðsynlegu
breytingar sem þarf að gera á lagaumgjörð orkuvinnslu á Íslandi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna ítarlega umsögn og koma á framfæri nauðsyn þess
að lagaumgjörð orkuvinnslu verði breytt svo nærumhverfið njóti ávinnings af starfseminni.
10. Grænbók um skipulagsmál
Vakin er athygli á að grænbók um skipulagsmál er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda og
opin fyrir umsagnir. Mikilvægt er að skipulagsmál séu á forræði sveitarfélaga og sveitarfélögin
hafi ákvörðunarréttinn á því hvernig sitt nærumhverfi er skipulagt.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna umsögn og leggja áherslu á að skipulagsmál séu á
forræði sveitarfélaga, en í dag hefur skipulagsvaldið verið tekið af sveitarfélögunum í
ákveðnum tilfellum.
11. Beiðni um smölun á ágangsfé.
Beiðni barst frá ábúanda um smölun á ágangsfé á landi beiðanda. Sveitarfélagið hefur sent
áskorun til viðkomandi búfjáreiganda um að smala fé sínu af landi beiðanda.
Ívar Pálsson, lögmaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps, kom inná fundinn og fór yfir lög er varða
smölun á ágangsfé. Farið var yfir ákvæði laga um búfjárhald, laga um afréttamálefni, fjallskil
o.fl., girðingalög og fjallskilasamþykktir sveitarfélagsins. Miklar umræður urðu um réttarstöðu
sveitarfélagsins.
Í 3 gr. fjallskilasamþykktar sveitarfélagsins er kveðið á um skyldu eiganda búfjár um að gæta
þess að það gangi ekki öðrum til tjóns og hafa fé sitt í tryggum girðingum. Jafnframt er þar
kveðið á um skyldu eiganda eða ábúanda jarðar sem verður fyrir ágangi fjár að umrætt svæði
sé afgirt áður en hægt sé að snúa sér til sveitarstjórnar með umkvörtun.
Fyrir liggur að réttaróvissa er um skyldu sveitarfélaga og hvaða reglur gildi m.t.t. álits
Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11167/2021 og álit Innviðaráðuneytisins í máli IRN
22050047. Sveitarstjórn óskar því eftir að lögmaður sveitarfélagsins taki saman lögfræðiálit
um réttarstöðu sveitarfélagsins, samspil gildandi laga og fjallskilasamþykktar, skyldur
sveitarfélagsins og verklag. Mikilvægt er áður en gripið verður til íþyngjandi aðgerða, með
tilheyrandi afleiðingum og kostnaði, að réttarstaðan og verklag sé ljóst. Sveitarstjórn hyggst
ekki smala ágangsfé á meðan réttarstaðan er ekki skýrari en raun ber vitni.
12. Lokun Þjórsárdalsvegar vegna fjárreksturs
Gunnar Örn Marteinsson leggur fram eftirfarandi mál til umfjöllunar:
Á undanförnum árum hefur Þjórsárdalsvegur verið lokaður allri umferð vegna fjárrekstrar af
Flóa- og Skeiðamannafrétti, þetta fyrirkomulag hefur valdið mikilli óánægju þess fólks sem býr
á svæðinu og annarra sem leið eiga um og þurfa að komast leiðar sinnar. Það er einnig spurning
hvort ekki sé kominn tími til að fara að hugsa þessi afréttamál uppá nýtt, það er framkvæmd
smalamennsku og rétta, á það bæði við um Gnúpverjaafrétt og Flóa og Skeiðamannaafrétt, það
er jú komið árið 2023.
Sveitarstjórn telur ekki æskilegt að umferð um Þjórsárdalsveg sé lokuð vegna fjárrekstrar.
Sveitarstjórn vísar erindinu til Afréttamálanefndar Gnúpverja og Afréttamálafélags Flóa- og
Skeiða til útfærslu um breytingar á þessum fjárrekstri til framtíðar.
13. Beiðni um að breyta frístundabyggð í íbúabyggð – Kílhraunsvegur 1-56
Landeigendur á Kílhraunsvegi 1-56 hafa óskað eftir því að breyta skipulagi hverfisins úr
frístundarbyggð yfir í íbúðabyggð. Rúm þrjú ár eru síðan Áshildarmýrarvegi var breytt úr
frístundabyggð í íbúðabyggð og urðu þá 28 lóðir með heimild til íbúðabyggðar. Á
Kílhraunsvegi sem liggur samhliða Áshildarmýrarvegi eru 38 lóðir, svo heildar fjöldi íbúðalóða
á svæðinu yrðu því 66 eftir breytinguna.
Sveitarstjórn vísar málinu áfram til skipulagsfulltrúa.
14. Jafnréttisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps – síðari umræða
Lögð fram til staðfestingar jafnréttisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2023-2027.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með 5 atkvæðum jafnréttisáætlun
Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2023-2027 og felur fjármálastjóra að senda hana áfram til
viðeigandi aðila.
15. Umsagnarbeiðni - rekstrarleyfi
Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II frístundahús að Sandlæk I land 4. fnr.
220-2549. Umsækjandi: Iceland inn ehf.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II- H
Frístundahús.
16. Fundargerð 263. Fundar skipulagsnefndar Umhverfis og tæknisviðs Uppsveita
27. Skeiðháholt land L166517; Skeiðháholt land 2; Stofnun lóðar - 2306045
Lögð er fram umsókn frá Steinunni Gunnlaugsdóttur er varðar stofnun 122,8 fm lóðar úr landi
Skeiðháholts lands L166517. Innan afmörkun lóðarinnar er 52 fm sumarbústaður á
byggingarstigi 1. Kvöð er á lóðinni Skeiðháholt land vegna aðkomu að nýju lóðinni.
Um er að ræða frístundalóð innan skilgreinds landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi
Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Skeiða- og
Gnúpverjahrepps skulu frístundalóðir alla jafna ekki vera minni en 5.000 fm að stærð. Að
mati sveitarstjórnar er ekki heimild samkvæmt aðalskipulagi að stofna svo litla frístundalóð
innan annarrar frístundalóðar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps synjar umsókn
um stofnun lóðarinnar.
28. Brjánsstaðir lóð 1 L200523; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar - 2306097
Lögð er fram umsókn frá Birni Pálma Pálmasyni um stækkun og staðfestingu á hnitsetningu
lóðar Brjánsstaða 1 L200523. Lóðin er skráð 720 fm í fasteignaskrá skv. þinglýstum skjölum
en mælist nú 1.370 fm skv. hnitsettri afmörkun. Stækkunin kemur úr landi Brjánsstaða
L166456.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun og stækkun
lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn. Sveitarstjórn Skeiðaog Gnúpverjahrepps samþykkir erindið.
29. Minni-Núpur 166583 L166583; Fyrirspurn - 2306102
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar vegna Minni-Núps L166583. Fyrirspurnin tekur
til uppbyggingaráforma að Minna-Núpi í formi frístunahúsa og smáhýsa.
Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð uppbygging er tekur til lóðar undir frístundahús ágætlega
að skilgreindri landnotkun innan jarðarinnar Minni-Núps. Sunnan vegar er skilgreint
frístundasvæði sem tekur til 3 ha svæðis. Skilgreindar lóðir sunnan vegar eru um 1,5 ha og
telur sveitarstjórn eðlilegt að fyrirhuguð lóð norðan vegar teljist með í heimilaðri landnotkun
innan jarðarinnar að 3 ha í formi frístundasvæðis. Heimilt er samkvæmt aðalskipulagi
Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem er föst búseta að starfrækja rekstur á
landbúnaðarsvæðum sem ekki tengist beint landbúnaðarframleiðslu og er þar einkum horft
til starfsemi í tengslum við ferðaþjónustu. Fyrirhuguð uppbygging smáhýsa gæti því fallið
undir viðkomandi heimildir aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps en bendir
sveitarstjórn þó á að ef meginstarfsemi jarðarinnar verður útleiga gistingar ætti að skilgreina
verslunar- og þjónustusvæði innan jarðarinnar sem tekur til starfseminnar. Að mati
sveitarstjórnar er öll sú uppbygging sem tiltekin er innan fyrirspurnar háð gerð
deiliskipulags sem tekur til svæðisins og mælist sveitarstjórn til að unnið verði deiliskipulag
sem tekur til bæjarhlaðsins í heild auk aðliggjandi frístundalóðar.
30. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa;
Aðalskipulagsbreyting - 2301064
Lögð er fram skipulagstillaga sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og
Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Hádegishóll) eftir kynningu. Með
breytingunni verður sett inn 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir fasta búsetu,
gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með breytingunni er að efla
atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagða tillögu að breytingu á
aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Brjánsstaða lóð 4 í samræmi við 1. mgr. 36. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr.
31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Samhliða verði auglýst
deiliskipulagsáætlun sem tekur til svæðisins.
31. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa;
Deiliskipulag - 2301017
Lögð er fram umsókn frá Dazza ehf er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Brjánsstaða lóð 4
(Hádegishóll) L213014 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst heimild til að byggja þyrpingu
lítilla gistihúsa auk þjónustuhúsa og húsnæðis fyrir starfsfólk með fasta búsetu ef á þarf að
halda. Nýtingarhlutfall lóðar geti orðið allt að 0.1. Samhliða er afgreidd breyting á aðalskipulagi
sem tekur til svæðisins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst
á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir
innan breytingartillögu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er auglýst samhliða.
17. Fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar
18. Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans 15.6.2023
Fundargerð lögð fram til kynningar
19. Fundargerð 597. fundar stjórnar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar
20. Fundargerð 11. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar
21. Fundargerðir 929., 930. og 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir lagðar fram til kynningar
22. Fundargerð 9. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu 22.6.2023
Fundargerð lögð fram til kynningar
23. Fundargerð 8. fundar Menningar- og æskulýðsnefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar
24. Skipun varamanns í stjórn þjóðveldisbæjarins
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að skipa Harald Þór
Jónsson sem varamann í stjórn Þjóðveldisbæjarins.
Fundi slitið kl. 12:15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 9.00,
í Árnesi.