- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Samtal við Landsvirkjun
Fulltrúar Landsvirkjunar komu á fundinn og fóru yfir eftirfarandi atriði.
Nýtt skipurit Landsvirkjunar frá 1. mars 2021 kynnt.
Ásbjörg kynnti stöðuna á göngu- og reiðbrúnni við Búrfellsskóg. Stefnt að verklokum í lok júní.
Nýjar göngu og reiðleiðir kynntar, markmiðið er að færa umferð sem mest frá athafnasvæði Landsvirkjunar. Nokkrar umræður urðu um málið.
Eftir að leggja efra klæðningslag en eftir það telst framkvæmdum lokið.
Framkvæmdir í Búrfelli, Eiríksbúð stækkuð, skrifstofu og stjórnstöð um 600 m2. Einnig er verið að vinna í gistiaðstöðu starfsmanna m.t.t. endurnýjunar o.fl.
Verið er að vinna í leyfismálum, er komið á framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Ákvörðun liggur ekki fyrir enn þá, mun fara eftir þörf og aðstæðum í samfélaginu. Landsvirkjun fékk spurningar um samfélagslega ábyrgð og fóru þeir yfir ákvörðunartökuferlin og annað því tengdu. Umhverfismál rædd og óskað eftir ítarlegri gögnum t.d. varðandi losun. Gildistímar samninga voru líka ræddir og mun Landsvirkjun senda gögn þar um. Tekin var umræða um staðsetningu og búsetu starfsmanna.
Farið var yfir mögulegar undirbúningsframkvæmdir. Gert er ráð fyrir plássi fyrir lögnum svo sem fjarskiptalögnum, stærri raflögnum og minni veitulögnum í brúnni yfir Þjórsá.
Farið yfir málið, Landsvirkjun lýsti áhuga sínum á málinu og reifuðu sína hugmyndafræði þessu tengdu.
2. Starfssamningur við sveitarstjóra
Starfssamningur við nýjan sveitarstjóra Sylvíu Karen Heimisdóttur lagður fram með 4. mánaða gildistíma.
Samþykkt af sveitarstjórn nema Anna Sigríður Valdimarsdóttur sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun „Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls á þeim forsendum að ég er ósátt við ferlið.“
Oddvita falið að ganga frá samningnum.
3. Prókúra - umboð sveitarstjóra- fjármálastjóra
Lögð fram til samþykktar breytingar á prókúru og ábyrgðarskildum við stjórn sveitarfélagsins. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. maí 2021.
Samþykkt af sveitarstjórn nema Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.
4. Sjóðsstreymi- framlenging yfirdráttar
Samþykkt af sveitarstjórn heimild til yfirdráttar, 50 milljónir til 11. ágúst 2021.
5. Umsögn v. rekstrarleyfis í Hólaskógi
Lagðar fram til umsagnar umsóknir um rekstrar og veitingaleyfi í Hólaskógi dagsettar 23. apríl 2021.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við viðkomandi umsóknir.
6. Nýjatún stofnframlag
Beiðni um stofnframlag til bygginga tveggja íbúða af 5 sem Hrafnshóll hefur hug á að byggja í Árnesi.
Nokkur atriði óljós og málinu frestað þangað til frekari upplýsingar liggja fyrir.
7. Samstarfsyfirlýsing v. uppbyggingu íbúða í Árnesi
Sveitarstjórn staðfestir hjálagða samstarfsyfirlýsingu er varðar uppbyggingu íbúða í Árnesi Skeiða- og Gnúpverjahreppi við Leigufélagið Bríeti ehf. og B.R Sverrisson og mun sveitarfélagið tryggja að lóðir verði fyrir hendi.
8. Sumarstörf námsmanna (vinnumálastofnun)
Í sambandi við átak ríkisstjórnar Íslands um tímabundin störf fyrir námsmenn í sumar. Hefur Skeiða og Gnúpverjahreppur hefur fengið úthlutað ráðningarheimild fyrir 2 störf. Ganga þarf frá umsókn fyrir 15. maí.
Tillaga er frá UTU hvort þeir geti fengið að nýta allavega annað starfið, eins hefur komið fyrirspurn frá öryrkjabandalaginu.
Oddvita og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir og finna leiðir til að nýta þetta tilboð sem best til hagsbóta fyrir sveitarfélagið.
9. 216. fundur skipulagsnefndar
29. Fæla L218840; Lögbýli; Deiliskipulag - 2104024
Lögð er fram umsókn frá Stefáni Már Ágústssyni og Ásdísi Sveinsdóttur er varðar deiliskipulag á landskikanum Fælu L218840 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining framkvæmdaheimilda innan landsins fyrir íbúðarhúsi með bílskúr, tveimur minni húsum að 60 fm auk fjölnotahúss til atvinnurekstur og gripahús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi deiliskipulag og það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/210.
30. Brenna (L231150); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - 2104027
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Huldu Finnsdóttur og Þórarins Ragnarssonar, móttekin 25.03.2021, um byggingarleyfi til að byggja 196,5 m3 íbúðarhús á lóðinni Brenna L231150 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn samþykkir að umsóknin fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/210 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
10. 140. Afgreiðslufundur Byggingafulltrúa.
Fundargerð lögð fram og kynnt.
11. 141. Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram og kynnt.
12. 14. Skólanefndarfundur Þjórsárskóla 27.04.21
Fundargerð lögð fram og kynnt.
13. Fundur NOS nefndar 14.04.2021
Fundargerð lögð fram og kynnt.
14. 211. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
Fundargerð lögð fram og kynnt.
15. Aðalfundur Þjóðveldisbæjar 27.04.2021
Fundargerð lögð fram og kynnt.
16. Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis
Fundargerð lögð fram og kynnt.
17. Boð á aðalfund Markaðsstofunnar
Lagt fram
18. Bonn áskorunin
Sveitarstjórn tók vel í málið og rætt um að fá ítarlegri kynningu á möguleikum þess að svara áskorun þessarar áætlunar hér á svæðinu.
19. Þingsályktunarfumvörp til umsagnar 61. fundur
Eftirfarandi frumvörp og tillögur lögð fram til kynningar og umsagnar.
Fundi slitið kl. 18:35. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 19. maí, kl 14.00 í Árnesi.
_______________________
Björgvin Skafti Bjarnason
_____________________________ ___________________________
Einar Bjarnason Ingvar Hjálmarsson
________________________ _______________________
Matthías Bjarnason Anna Sigríður Valdimarsdóttir
Gögn og fylgiskjöl: