Sveitarstjórn

27. fundur 06. september 2023 kl. 09:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Sigríður Björk Gylfadóttir - í fjarveru Gunnars Arnar Marteinssonar
  • Karen Óskarsdóttir
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla sveitarstjóra á 27. sveitarstjórnarfundi

Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita hóf störf 4. september.
Gróðurhús Landnýtingar.
Aðalfundur Hitaveitu Gnúpverja.
Vinna í starfsnefnd samtaka orkusveitarfélaga.
Fundur með HSU.
Húsnæðisþing HMS.
Undirskrift samnings við Landnýtingu ehf.
Áframhald vinnu við deiliskipulag í Árnesi.
Heimreiðar í sveitarfélaginu.
Staða framkvæmda í:
Leikholti, Skeiðalaug, Hitaveitu Brautarholts.
Fjármálaráðstefnan og ársþing SASS.

2. Jafnlaunastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Lögð fram til síðari umræðu jafnlaunastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Fyrri umræða fór fram 1. mars sl. Stefnan byggir á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og hefur hefur fengið umræðu í Velferðar- og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum jafnlaunastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem gildir til lok árs 2027.

 

3. Áherslulisti Sveitarfélaga v. uppbyggingu ferðamannastaða

​Umsóknarfrestur í framkvæmdasjóð ferðamanna er 5. október ár hvert. Skilafrestur á áherslulista sveitarfélaganna er 15. september. Umræða tekin um á hvaða ferðamannastaði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi skuli leggja áherslu á næstu árin.

Sveitarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og samgöngunefnd og felur jafnframt þjónustufulltrúa skrifstofu að auglýsa eftir frekari hugmyndum frá íbúum sveitarfélagsins að frekari áfangastöðum og verkefnum. Sveitarstjórn felur þjónustufulltrúa að skila inn áherslulista sveitarfélaganna í framhaldi af umfjöllun nefndarinnar.

4. Ársþing SASS - tilnefning fulltrúa

Ársþing SASS er haldið í Vík dagana 26. og 27. október. Skeiða- og Gnúpverjahreppur þarf að tilnefna þrjá fulltrúa á þingið ásamt því að tilnefna einn fulltrúa á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skipar Harald Þór Jónsson, Bjarna H. Ásbjörnsson og Gunnar Örn Marteinsson til að vera fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á Ársþingi SASS. Einnig skipar sveitarstjórn Harald Þór Jónsson til að vera fulltrúi á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands.

5. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027

​Framundan er vinna við fjárhagsáætlun fyrir árin 2024-2027. Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með helstu lykil forsendum til stuðnings við komandi vinnu fjárhagsáætlunar.

6. Svar frá stjórn RARIK vegna áskorunar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

​Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 16. ágúst 2023 var bókuð áskorun til stjórna Landsvirkjunar, Landsnets og Rarik. Borist hefur svar frá stjórn Rarik við áskorunni og er það lagt fram til kynningar. Ekki hefur enn borist svar frá stjórn Landsvirkjunar né stjórn Landsnets.

7. Beiðni um skólavist í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

​Lögð fram beiðni um skólavist fyrir skólaárið 2023-2024 fyrir nemanda sem ekki hefur lögheimili í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

8. Neslaug - rekstrarform

Í rúmlega 12 ár hefur Eyþór Brynjólfsson séð um rekstur Neslaugar. Núverandi samningur rennur út 31.desember 2023 og hefur Eyþór tilkynnt sveitarstjóra að hann óskar ekki eftir framlengingu á samningi um rekstur Neslaugar. Það liggur því fyrir að rekstur Neslaugar fer aftur til sveitarfélagsins frá og með 1. janúar 2024.

Sveitarstjórn þakkar Eyþóri Brynjólfssyni kærlega fyrir hans störf í þágu sveitarfélagsins síðustu ár.

9. Greinagerð vegna mögulegrar frumkvæðisathugunar IRR

​Hinn 19. júní 2023 barst Innviðaráðuneytinu stjórnsýslukæra/beiðni um frumkvæðisathugun vegna rammasamkomulags frá 2008 milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar. Kæran var lögð fyrir sveitarstjórn 2. ágúst 2023 til kynningar og hefur lögfræðingur sveitarfélagsins svarað kærunni með meðfylgjandi greinagerð.

Í ljósi þess að Sigrún Bjarnadóttir hefur kært rammasamkomulagið frá 2008, á milli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps v/undirbúnings Hvammsvirkjunar, telur sveitarstjóri mikilvægt að allar upplýsingar verði birtar er snúa að undirbúningi Hvammsvirkjunar. Sveitarfélagið hefur birt öll gögn og alla samninga er varðar málið en samningur um bætur, dagsettur 20. júní 2008, sem Sigrún Bjarnadóttir og Landsvirkjun gerðu hefur ekki verið gerður opinber. Í þinglýstri yfirlýsingu milli Landsvirkjunar og Sigrúnar Bjarnadóttur, undirritaðri 20. júní 2008, kemur skýrt fram að Sigrún Bjarnadóttir heimilar allar framkvæmdir til að reisa og reka Hvammsvirkjun á sínu landi, Fossnesi gegn greiðslu bóta skv. samningi undirrituðum 20. júní 2008. Sveitarstjóri hefur sent áskorun til Landsvirkjunar og Sigrúnar Bjarnadóttur um að birta samning um bætur, dags. 20. júní 2008, til að öll gögn séu gerð opinber.

10. Salerni við tjaldsvæði í Brautarholti

Fyrir liggur að fjarlægja þarf salerni sem voru á tjaldsvæðinu í Brautarholti. Borist hefur erindi frá Jónasi Yngva Ásgrímssyni um að hvort hann geti fengið þessi salerni, annað eða bæði til eigin nota. Þá myndi hann sjá um að fjarlægja húsin sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Sveitarstjóra falið að skoða hvort hægt sé að nýta húsin í rekstri sveitarfélagsins. Sé ekki þörf fyrir nýtingu húsanna að hluta eða í heild heimilar sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps með 5 atkvæðum að auglýsa húsin til sölu gegn því að verða fjarlægð.

11. Erindi frá Hrunaprestakalli

Beiðni frá Hrunaprestakalli um styrk til æskulýðsstarfs starfsveturinn 2023-2024 fyrir nemendur í 8. bekk. Óskað er eftir styrk að upphæð 10.000 kr. á hvert barn á þessum aldri í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn bendir á að starfið sem óskað er eftir styrk í fellur undir skilyrði fyrir frístundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Öllum er því heimilt að nýta hluta af sínum frístundastyrk í æskulýðsstarf Hrunaprestakalls. Erindinu er þar með hafnað.

12. Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands

Lögð fram tilkynning til aðildarsveitarfélaga Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands um að í samræmi við 10. gr laga 68/1994 um EBÍ verður aðalfundur fulltrúaráðs félagsins haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október næstkomandi kl. 10.30.

13. Skipan í milliþinganefndir fyrir komandi ársþing SASS

Skipan þingfulltrúa í milliþinganefndir byggir á slembiúrtaki þeirra sem sóttu ársþing SASS 2022. Allir fulltrúar í milliþinganefndum taka þátt í framvindunni og koma með ábendingar. Milliþinganefndir verða kallaðar saman í ágúst/september nk. Fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru:

Allsherjarnefnd: Bjarni H. Ásbjörnsson

Fjárhagsnefnd: Haraldur Þór Jónsson

Velferðarnefnd: Karen Óskarsdóttir

14. Fundargerð 264. fundar skipulagsnefndar

Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202085

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Laxárdalur 2 (L166575); byggingarleyfi; eldishús mhl 32 - 2307002 ,

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Grís og Flesk ehf., móttekin 30.05.2023, um byggingarleyfi fyrir 2.494,3 m2 eldishús mhl 32 í Laxárdalur 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. ,

Samkvæmt auglýstu starfsleyfi frá því árið 2022 er núverandi starfsemi með heimild fyrir allt að 1.200 grísum og 200 gyltum. Samkvæmt teikningu má gera ráð fyrir því að umfang eldisins aukist um sem nemur 120 stæðum fyrir gyltur. Fjallað er um þauleldi alifugla eða svína í lið 1.06 í viðauka 1 í lögum um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Framkvæmd þessi er utan þess sem telst háð mati á umhverfisáhrifum. Hins vegar eru stöðvar eða bú með þauleldi svína utan þess sem tilgreint er í tölul. 1.06 tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn telur jafnframt æskilegt að umsækjandi vinni deiliskipulag sem tekur til framtíðar uppbyggingar í Laxárdal auk þeirra takmarkana um og umhverfisáhrifa sem uppbygging og rekstur á svínabúi getur haft í för með sér. Afgreiðsla byggingarleyfis frestað.

 

Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag - 2302014

Lögð er fram eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar tillaga nýs deiliskipulags að Minni-Ólafsvöllum. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðara fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar er ekki ástæða til að bregðast sérstaklega við athugasemdum Skipulagsstofnunar líkt og fram kemur í samantekt og andsvörum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205038

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205037

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205036

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag - 2202088

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202087

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202086

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205039

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting –2207018
Lögð fram tillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Að auki er bætt við skálum í greinargerð aðalskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu en heimilt verði að viðhalda núverandi mannvirkjum. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Verið er að setja ramma utan um mannvirki á hverju svæði fyrir sig og uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma hennar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara og viðbragða. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust við málið með fullnægjandi hætti innan meðfylgjandi samantektar og greinargerðar skipulagstillögunnar. Sveitarstjórn mælist til þess við Skipulagsfulltrúa UTU að málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og samþykkir að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Þéttbýlið Árnesi í landi Réttarholts; Heiðargerði og Hamragerði; Aukin byggingarheimild; Deiliskipulagsbreyting – 2303076.

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Árnesi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á íbúðalóðum við Heiðargerði og Hamragerði eru rýmkaðar. Heimilt verður að vera með kjallara á íbúðarlóðum þar sem aðstæður og landhæð gefa tilefni til.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkir með 5 atkvæðum framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins og mælist til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

 

15. Fundargerð 5. fundar Velferðar- og jafnréttisnefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga til starfshóps um skattlagningu orkumannvirkja

Umsögn Samtaka orkusveitarfélag til starfshóps um skattlagningu orkumannvirkja lögð fram til kynningar.

17. Fundargerð 7. fundar Byggðasafns Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18. Fundargerðir 59., 60. og 61. funda Bergrisans bs.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

19. Fundargerð starfsnefndar Samtaka orkusveitarfélaga 22. og 25. ágúst 2023

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

20. Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 11:15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn þriðjudaginn 19. september, kl. 9.00, í Árnesi.