Sveitarstjórn

28. fundur 19. september 2023 kl. 09:00 - 11:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Gunnhildur F. Valgeirsdóttr - í fjarveru Bjarna Hlyns Ásbjörnssonar
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík - í fjarveru Karenar Óskarsdóttur
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla sveitarstjóra á 28. sveitarstjórnarfundi

Fundur vegna Hrútmúlavirkjunar.

Íbúafundur um virkjun í Vörðufelli.

Starfsmannafundir í Þjórsárskóla.

Vatnsveitufélagið Suðurfall.

Hitaveita Áshildarmýrar.

Fundur með Envalys.

Undirbúningur lóðaúthlutunar í Brautarholti.

Fossá og Rauðá.

Undirritun samninga um Búrfellshólmsnámu.

Fundir fjárhagsnefndar SASS.

Fundur með stjórn eldri borgara.

Auka aðalfundur Samtaka Orkusveitarfélaga.

Borun fyrir heitu vatni í Brautarholti.

Seyrufélagið rekstrarform.

 

2. Lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi

Karen Óskarsdóttir hefur beðist lausnar tímabundið frá setu í sveitarstjórn og nefndum á hennar vegum fram til og með 30. september 2024 sökum anna í námi og öðrum störfum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Karen Óskarsdóttur tímabundna lausn frá setu í sveitarstjórn og nefndum á hennar vegum fram til og með 30. september 2024. Gerður Stefánsdóttir, næsti varamaður á U-lista gefur ekki kost á sér til setu sem aðalmaður í sveitarstjórn vegna annarra starfa. Axel Á. Njarðvík tekur sæti Karenar sem aðalmaður í sveitarstjórn fyrir hönd U-listans til og með 30. september 2024 og bíður sveitarstjórn hann velkominn til starfa. .

 

3. Rekstraryfirlit fyrstu 7 mánuði ársins 2023.

​Lagt fram til kynningar óendurskoðuð rekstrarskýrsla, ásamt málaflokkayfirliti fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Rekstrarafgangur fyrstu 7 mánuði ársins er 132 millj. sbr. við 58 milljónir á sama tíma árið á undan. Tekjur af fasteignaskatti eru um 223,8 milljónir á fyrstu sjö mánuðum ársins og hækka um 13% á milli ára og hækkar framlag frá jöfnunarsjóði hækkar um 23,8%. Laun og launatengd gjöld eru að hækka um 7,64% á milli ára og annar rekstrarkostnaður hækkar um 14,7%. Farið var yfir yfirlit yfir greidda staðgreiðslu fyrstu 7 mánuði ársins og eru útsvarstekjur að hækka um 14,5% á milli ára, sbr. uppgjörsyfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Að auki var lagt fram yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir síðustu mánaða en framkvæmdir í Þjórsárskóla, Leikholti og Skeiðalaug ganga vel.

 

4. Búrfellshólsnáma

Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur um Búrfellshólsnámu. Búið er að undirrita samninginn af forsætisráðuneytinu, Hólasmára ehf og Skeiða- og Gnúpverjahreppi í samræmi við niðurstöðu útboðs.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samning um Búrfellshólmsnámu.

 

5. Framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar - athugasemdir kærenda og andsvör

​​Lagðar fram til kynningar athugasemdir kærenda gagnvart greinagerð Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar kæru á framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Einnig lögð fram til kynningar ný greinagerð Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem svarar athugasemdum kærenda.

 

6. Auka aðalfundur Samtaka Orkusveitarfélaga

​Lagt fram fundarboð á auka aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þar sem liggja fyrir til samþykktar tillögur er varðar tekjur sveitarfélaga af orkuvinnslu. Sveitarstjóri óskar eftir samþykki fyrir því að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að Haraldur Þór Jónsson fari með atkvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps á auka aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga.

 

7. Ábending ráðuneytis um málstefnu sveitarfélaga

​Lögð fram hvatning frá innviðaráðuneytinu um að sveitarfélög hafi sett sér málstefnu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga þar um.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur undir með innviðaráðuneytinu að mikilvægt sé að klára að móta sveitarfélaginu málstefnu. Sveitarstjóra og formanni skólanefndar falið að kanna áhuga nágrannasveitarfélaga um mögulegt samstarf við mótun málstefnu.

 

8. Beiðni um framlag til Stígamóta

​Lögð fram beiðni Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til Stígamóta fyrir að fjárhæð 100.000 kr. Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.

 

9. Ályktun um skógarreiti frá Skógræktarfélagi Íslands

​Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem verið er að fylgja eftir ályktun frá aðalfundi félagsins um að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni.

 

10. Fundargerð 265. fundar skipulagsnefndar UTU

40.  Skeiðháholt land L166517; Skeiðháholt land 2; Stofnun lóðar - 2306045

Lögð er fram að nýju umsókn er varðar stofnun lóðar úr landi Skeiðháholts lands L166517 ásamt uppfærðu lóðablaði þar sem lóðin er nú stærri en áður hafði verið sótt um og var synjað. Um er að ræða 2.447,6 fm lóð sem gert er ráð fyrir að fái staðfangið Skeiðháholt land 2. Innan afmörkun lóðarinnar er 52 fm sumarbústaður á byggingarstigi 1. Aðkoma er frá Skeiðháholtsvegi (nr. 321) um aðkomuveg að lóðunum Skeiðháholt land L166517 og nýju lóðinni. Kvöð er á báðum lóðum um aðkomu um sameiginlega innkeyrslu eins og sýnd er á lóðablaði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar á grundvelli meðfylgjandi uppdráttar með fyrirvara um lagfærð gögn. Mælist sveitarstjórn til þess að staðföng lóðanna verði skilgreind Hádegishóll 1 og 2.

 

41. Álfsstaðir L166433; Hulduheimar 2; Stofnun lóðar - 2309008

Lögð er fram umsókn er varðar stofnun landeignar úr jörð Álfsstaða L166433. Óskað er eftir að stofna 18 ha spildu sem fái staðfangið Hulduheimar 2. Aðkoman að landinu verður frá Vorsabæjarvegi í gegnum land Álfsstaða eins og sýnd er á uppdrætti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn en tekur ekki afstöðu til afmörkunar né stærðar upprunajarðarinnar sem fram kemur á lóðablaðinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki á hnitsettri afmörkun hennar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir erindið með fimm atkvæðum með fyrirvara um lagfærð gögn.

 

    1. Hraunvellir L203194; Íbúðarlóðir, byggingarreitir gistihúsa og útihúsa; Deiliskipulag - 2306034

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Hraunvalla L203194 eftir auglýsingu. Fyrir er deiliskipulag í gildi innan svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra úr gildi. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita fyrir íbúðarhús, útihús og gistihús. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur Þór Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

43. Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting - 2306043

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á námusvæði í landi Haga 2 L166551. Með breytingunni verður sett inn 1,5 ha efnistökusvæði þar sem heimilt er að vinna allt að 45 þús. m3 af efni. Markmið með breytingunni er að heimila meiri efnistöku en getur fallið undir að vera til eigin nota og því er skilgreint efnistökusvæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

44. Útverk L166499; Breytt landnotkun; Fyrirspurn - 2308063

Lögð er fram fyrirspurn er varðar breytta landnotkun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í beiðninni felst að landbúnaðarland breytist í skógræktarsvæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur jákvætt í breytta landnotkun á þessu svæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland en töluverð mýri er á svæðinu sem gerir það ekki hentugt til ræktunar og getur því hentað vel til skógræktar.

 

45. Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag - 2110091

Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða og uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

11. Fundargerð 8. fundar afréttarmálanefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar

12. Fundargerð starfsnefndar Samtaka orkusveitarfélag 5. september 2023

Fundargerð lögð fram til kynningar

​13.  Fundargerð 319. fundar stjórnar SOS

Fundargerð lögð fram til kynningar

​14. Fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar

​15. Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð 13. fundar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 11:00. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. október, kl. 9.00, í Árnesi.