- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 17 febrúar, 2021
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202102-0003
Fundargerð:
Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson og Anna K Ásmundsdóttir er mætti í forföllum Matthíasar Bjarnasonar.
Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð. Oddviti stjórnaði fundi.
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Oddviti stjórnaði fundi. Sveitarstjóri óskaði eftir að þremur málum yrði bætt á dagskrá fundarins. 1. Erindi frá um kaup á Hólabraut 2, Erindi frá Skógræktinni og 3, erindi varðandi minni sveitarfélög. Samþykkt að málin verði tekin til afgreiðslu.
Lagt fram bréf frá Guðmundi Atla Ásgeirssyni fyrir hönd leigutaka Fossár Flying fish Icland. Núverandi leigusamningur gildir til og með árinu 2022. Guðmundur óskar eftir framlengingu leigusamningsins, árin 2023 – 2026. Þess ber að geta að Skógræktin og Forsætisráðuneytið eru auk þess aðilar að leigu árinnar þar sem um þjóðlendur er að ræða. Sveitarstjórn hafnar erindinu fyrir sitt leyti og telur æskilegt að veiðirétturinn verði boðinn út þegar núverandi leigusamningur nálgast lokadag.
Lagt fram minnisblað með kostnaðarmati og aðgerðum varðandi Skeiðalaug samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samkvæmt minnisblaðinu er áætlaður kostnaður til að uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits svo hægt verði að hafa laugina opna til nokkurra ára til viðbótar, 3,2 mkr til 5,0 mkr. Nokkrar umræður urðu um framtíð rekstrar Skeiðalaugar. Sveitarstjórn hafnar því að sinni að leggja í ofangreindan kostnað og leggur til að íbúafundar verði haldinn fljótlega um framtíð Skeiðalaugar.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um hagræðingarmöguleika í rekstri sveitarfélagsins. Að nokkru leyti er um að ræða atriði sem áður voru til umræðu 1. júlí 2020. Farið var yfir málaflokka rekstrarins og urðu allmiklar umræður um þau mál. Nokkur af þessum atriðum hafa þegar verið afgreidd. Önnur verða tekin til nánari skoðunar.
Oddviti lagði fram drög að samningum við Rauðakamb ehf um fjallaskálann Hólaskógi og samning um aðstöðu við Hólaskóg. Auglýst var eftir aðila til að taka skálann á leigu ásamt aðstöðu árið 2019. Rauðikambur ehf var eini umsækjandinn. Framlagðir samningar samþykktir með fjórum atkvæðum með því skilyrði að þeir verði báðir uppsegjanlegir og samningstími verði að hámarki til fimm ára. Anna Sigríður sat hjá. Auk þess er gerður fyrirvari um úttekt á fjallaskálanum. Sveitarstjóra falið að framkvæma úttekt á húsinu áður en undirskrift fer fram. Sveitarstjóra falið að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins með fyrirvara um úttekt á ástandi hússins
Lagt fram erindi frá Nýjatúni ehf undirritað af Ómari Guðmundssyni. Félagið hefur fengið úthlutaða lóð við Skólabraut 5 í Árneshverfi. Á því hyggst félagið byggja fimm íbúða raðhús. Nýjatún ehf óskar eftir því við sveitarfélagið veiti 12 % framlag til kaupa á tveimur af þeim íbúðum. Slíkt framlag yrði veitt á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Langtímafjármögnun verður með leiguíbúðalán frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Útlagt framlag sveitarfélagsins vegna verkefnisins er áætlað 3,7 mkr. að teknu tilliti til stofngjalda. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og felur sveitarstjóra að vinna áfram að framgangi málsins og samningagerð fyrir hönd sveitarfélagsins. Þess verði gætt að kröfur um viðeigandi auglýsingu vegna verkefnisins verði uppfylltar. Tekið verður tillit til verkefnisins í viðauka við fjárhagsáætlun.
Lögð var fram starfslýsing verkefnastjóra heilsueflandi samfélags unnin af Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Uppsveitir Árnessýslu standa sameiginlega að starfsmanni í þeirri stöðu. Sveitarstjórn samþykkir starfslýsinguna samhljóða.
Lögð fram umsókn frá Traðarlandi ehf um lóðina Vallarbraut 11 í Brautarholtshverfi, undirrituð af Agli Gestssyni. Lóðinni var úthlutað árið 2019 til Murneyrar ehf. Sveitarstjórn hafnar umsókn Trarðarlands ehf, þar sem ljóst þykir að eigendur Murneyrar ehf láti verða af áformum um framkvæmdir á lóðinni samþykkir sveitarstjórn að Murneyri ehf verði áfram lóðarhafi.
Anna Sigríður lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu nr. 462. til ályktunar um vernd og orkunýtingu:
Ég, fulltrúi Grósku í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, mótmæli að fyrirhugaðar Hvamms- og Holtavirkjanir í Þjórsá séu í nýtingarflokki í áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og tel að þær eigi heima í verndarflokki, eða að öðru kosti, biðflokki. Jafnframt að Skrokkalda fari í sama flokk.
Um áratuga skeið hefur umræðan og átökin um þessa umdeildu virkjanakosti í neðri Þjórsá klofið samfélagið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi – og átökin náð langt út fyrir sveitarfélagið. Fyrir eru tvær stórar vatnsfallsvirkjanir í sveitarfélaginu og tvær vindmyllur. Fórnarkostnaður vegna þeirra framkvæmda hefur verið nokkur, en að flestra mati, réttlætanlegur vegna þess ávinnings sem þær höfðu í för með sér fyrir þjóðina og nærsamfélögin við Þjórsá.
Nú eru breyttir tímar. Áherslur hafa breyst hratt á síðustu tveimur áratugum og sjónsviðið breikkað. Af nauðsyn hefur mannkynið þurft að horfast í augu við að stórtæk áhrif þess á náttúruna sem aftur leiðir til þess að á endanum hefur það áhrif á tilvist mannkyns á jörðinni.
2021 markar upphaf áratugar sem tileinkaður er endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Vistkerfum hafs og lands hnignar, sem hefur áhrif á búsvæði manna og dýra og grefur undan tilvist þeirra. Það orkar því nokkurs tvímælis að í upphafi þessa áratugar, standi fólk, óbreytt þjóð, í ströngu við að verjast áformum sem ganga út á eyðingu vistkerfa. Þegar áherslur mannkynsins ættu að vera minni neysla, betri og aukin nýting og aukin vernd og endurheimt vistkerfa, þá erum við í þessari stöðu sem raun ber vitni.
Það þarf ekki að draga í sífellu fram þau atriði sem mæla gegn þessum framkvæmdum, því þeim hefur lengi verið haldið fram, heldur þarf hér að verða viðhorfsbreyting til mikilvægi og nauðsyn þessara atriða. Okkur ber skylda til að tryggja viðhald líffræðilegs fjölbreytileika og standa vörð um heimkynni dýra og manna um ókomna tíð.
Að lokum verð ég að gera að umtali þann gríðarlega aðstöðumun sem almennir borgarar og náttúruverndarhreyfing stendur frammi fyrir gagnvart ríkinu og hagsmunaaðilum í orkuframleiðslu. Ef ekki verður tekið tillit til þessa aðstöðumunar í ferlinu, og sú vinna sem fer fram við eldhúsborðið frá miðbæ Reykjavíkur upp í uppsveitir Skeiða- og Gnúpverjahrepps fær að lágmarki jafnhátt vægi og þeirra sem fer fram á skrifstofu við Háaleitisbraut, þá gerir það ferlið með öllu ómarktækt.
Auk þess óskar Anna Sigriður eftir fresti til að leggja fram bókun við framvörp um jarðarlög nr 467og sveitarstjórnarlög og Þingskjal 473, 378 mál.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að afskriftum skulda viðskiptavina 1.9 mkr. Þar sem ljóst er að mati sveitarstjóra að innheimta sé fullreynd. Afskriftartillaga samþykkt samhljóða aðalbókara falið að annast frágang málsins.
Beiðnin er með vísun í 6. grein laga nr. 153/2006 þar sem fram kemur heimild sveitarstjórnar til lækkunar/niðurfellingar gatnagerðargjalda við aðstæður sem fyrirtækið telur að séu fyrir hendi varðandi fyrirhugaðar byggingar.
Jafnframt telur Landstólpi að ofangreind fjárhæð sé í samræmi við gildandi samþykkt nr. 90/2019 um gatnagerðargjöld í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og vísar þar sérstaklega í síðustu málsgrein 4. greinar samþykktarinnar.
Leitað var álits lögmanns vegna málsins. Með vísan til álitsins er erindinu hafnað.
Fundi slitið kl. 19:40. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3 mars. kl 16.00. í Árnesi.
Björgvin Skafti Bjarnason
Einar Bjarnason
Ingvar Hjálmarson
Anna Sigríður Valdimarsdóttir A
nna Kristjana Ásmundsdóttir