Sveitarstjórn

34. fundur 20. desember 2023 kl. 09:15 - 12:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 20. desember 2023
Raðnúmer fundar í WorkPoint skjalakerfi F202312-0022

 

  1. sveitarstjórnarfundur Skeiða -og Gnúpverjahrepps

 

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla sveitarstjóra á 34. sveitarstjórnarfundi
Vettvangsferð í Fjallaböðin - staða framkvæmda.
Fundur almannavarnarnefndar.
Upphafsfundur endurskoðunar.
Þjórsárdalurinn.
Orkumálin.
Fundur með Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.
Gaukurinn í rafrænan búning.
Starfslok Eyþórs í Neslaug.

 

2. Fjárhagsleg greining á fjárfestingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

​Í samræmi við 66.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur sveitarstjóri og fjármálastjóri fengið óháðan aðila, endurskoðunarfyrirtækið Pwc til að framkvæma fjárhagslega greiningu á samþykktri ákvörðun sveitarstjórnar um 1.200 milljóna fjárfestingu í íþróttahúsi, verknámshúsi og fyrirtækjakjarna. Eftir greininguna er það mat Pwc að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins ráði við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er í nýrri byggingu.

Skýrsla Pwc um mat á fjárfestingunni lögð fram til kynningar.

 

3. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

​Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fólk með fötlun í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, er lagt til að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%. Þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi prósentu mun ákvörðunin ekki leiða til þess að heildarálögur á útsvarsgreiðendur muni hækka.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að útsvar fyrir árið 2024 verði 14,97%. Fjármálastjóra falið að tilkynna breytta útsvarsprósentu til viðeigandi aðila.

 

4. Umsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna draga að afgreiðslu verkefnastjórnar rammaáætlunar

Umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar rammaáætlunar fjallar um samfélagsleg áhrif orkuvinnslu og það tekjutap sem Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur af núverandi orkuvinnslu, lögð fram til staðfestingar. Miðað við útreikninga KPMG á fjárhagslegum áhrifum af orkuvinnslu í sveitarfélaginu kemur fram að kostnaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps nemur 43 milljónum á árinu 2022 vegna þeirrar orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Nokkuð ljóst er að núverandi skattaleg umgjörð orkuvinnslu getur ekki liðist lengur og algjörlega óásættanlegt að íbúar í nærumhverfi orkuvinnslu þurfi bæði að niðurgreiða raforkuframleiðslu landsins á sama tíma og þeir þurfa að greiða hærra verð fyrir rafmagnið sem er framleitt í sveitarfélaginu. Sérstaklega skal tekið fram að í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er uppsett afl Landsvirkjunar um 500 MW og skilar það raforku sem dugar fyrir öll fyrirtæki og heimili á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn og harmar það að skattaleg umgjörð orkuvinnslu á Íslandi skuli leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á ríkisstjórnina að standa við boðaðar skattabreytingar á orkuvinnslu og að þær skili nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegum ávinningi.

Sveitarstjóra falið að senda bókun sveitarstjórnar ásamt framlagðri umsögn á alla þingmenn Alþingis.

 

Axel Árnason Njarðvík lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég vil ítreka að taumlausar fórnir á náttúrugæðum til orkuvinnslu verða ekki réttlættar með fjárhagslegum hagsmunum eða efnahagslegum ávinningi. Ég tek hins vegar undir það sjónarmið sem sett er fram að núverandi orkuvinnsla þarf að skila tekjum til þeirra sem fórna landsvæðum undir flutningslínur sem og að orkuöflun þarf að færa tekjur til sveitarfélaga í ríkara mæli.

 

5. Umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar til Rangárþings Ytra

​​Í skipulagsgáttinni eru tillögur að skipulagi Búrfellslundar í Rangárþingi Ytra opnar fyrir athugasemdir. Skila þarf inn athugasemdum fyrir 28. desember.

Búrfellslundur kom inn í 3. áfanga rammaáætlunar og hefur því verið í vinnslu í 10 ár. Fyrirhugaður Búrfellslundur var hannaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Staðsetning Búrfellslundar byggir á því að vera nálægt núverandi raforkuinnviðum á svæðinu sem gerir hann að sérstaklega hagkvæmum virkjanakosti og hagkvæmt að tengja hann inná núverandi innviði raforkukerfisins sem eru að megninu til í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun 15. júní 2022. Samkvæmt 4.gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 er heimilt að veita leyfi tengt orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í orkunýtingarflokki. Samkvæmt 7. gr. laganna er verndar- og orkunýtingaráætlunin bindandi við gerð skipulagsáætlana. Einnig kemur fram í 7. gr. laganna að sveitarstjórnum er heimilt að fresta ákvörðun um landnotkun samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun í allt að tíu ár og skal tilkynna slíka ákvörðun til Skipulagsstofnunar innan árs frá samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar. Skal meðan fresturinn stendur fara með þann kost eins og kosti í biðflokki. Stjórnvöldum er ekki heimilt að veita leyfi tengd orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í biðflokki.

Þann 8. júní 2023 sendi sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps erindi til skipulagsstofnunar og fór fram á frestun á ákvörðun um landnotkun vegna fyrirhugaðs Búrfellslundar í samræmi við 7. gr. laga nr. 48/2011. Búrfellslundur sem afgreiddur var í orkunýtingarflokk rammaáætlunar er því samkvæmt lögunum í biðflokki og er því stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengd orkuvinnslu vegna Búrfellslundar á meðan frestun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps varir.

Frá því að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór fram á frestun á ákvörðun um landnotkun vegna Búrfellslundar þann 8. júní 2023 hefur Landsvirkjun ekki haft frumkvæði að neinum samskiptum um virkjanakostinn við Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast það að nú sé búið að breyta Búrfellslundi til þess að fara á svig við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 og þannig reyni Landsvirkjun að komast hjá því að eiga samskipti við Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Sá Búrfellslundur sem er í skipulagsauglýsingu hjá Rangárþingi ytra er ekki sá virkjanakostur sem var samþykktur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar 15. júní 2022.

 

Í samfélagsstefnu Landsvirkjunar kemur fram að Landsvirkjun vill vera góður granni og taka virkan þátt í samfélagi sínu. Einnig kemur fram að Landsvirkjun leggi áherslu á góð samskipti og samvinnu við nærsamfélög enda helst nýting endurnýjanlegra auðlinda í hendur við uppbyggingu samfélagsins. Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru samskipti Landsvirkjunar við undirbúning Búrfellslundar ekki í samræmi við samfélagsstefnu Landsvirkjunar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á Landvirkjun að virða og vinna í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 og hefja samtal við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepp um hvernig tryggja megi uppbyggingu Búrfellslundar í sátt við nærsamfélagið.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagða umsögn með fimm atkvæðum og felur sveitarstjóra að skila umsögninni inn í skipulagsgáttina ásamt því að senda hana til forstjóra Landsvirkjunar, Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra og orkumálastjóra.

 

6. Kynning Landsvirkjunar á fyrirhuguðum Búrfellslundi

​Sveitarstjóri óskaði eftir því við Landsvirkjun að kynnt yrði fyrir sveitarstjórn fyrirhuguð áform um byggingu Búrfellslundar. ​Unnur Þorvaldsdóttir, forstöðumaður um uppbyggingu vindorku hjá Landsvirkjun, Axel Valur Birgisson, Erlingur Geirsson, og Guðmundur Finnbogason hjá Landsvirkjun komu inn á fundinn og kynntu fyrirhuguð áform um byggingu á Búrfellslundi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Unni Þorvaldsdóttur, Axel Val Birgissyni Erlingi Geirssyni og Guðmundi Finnbogasyni fyrir kynninguna.

 

7. Endurskoðun á húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps - fyrri umræða

​Á hverju ári er húsnæðisáætlun sveitarfélagsins uppfærð. Sveitarstjóri fer yfir uppfærðar forsendur núverandi húsnæðisáætlunar og þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á áætluninni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar umræðum um húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2024 til síðari umræðu.

 

8. Erindi til sveitarfélaga vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

​Lagt fram bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.

Unnið er að endurnýjun undanþágunnar á vegum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

 

9. Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

 

10. Umsókn um rekstrarstyrk Kvennaathvarfsins

Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja kvennaathvarfið um 100.000 krónur og fellur styrkurinn inna núverandi samþykktra fjárhagsheimilda.

 

11. Fundargerð Ungmennaráðs Skeiða og Gnúpverjahrepps

Fundargerð Ungmennaráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn fagnar þeim fjölmörgu góðu hugmyndum sem koma fram í fundargerðinni og telur mikilvægt að efla Ungmennaráðið til frekari þátttöku í þeirri uppbyggingu sem er framundan í sveitarfélaginu.

 

12. Fundargerð 271. fundar skipulagsnefndar

Minni-Núpur L166583; Frístundasvæði; Deiliskipulag - 2309099

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Minna-Núps L166583. Innan skipulagssvæðisins eru tveir byggingarreitir og liggja þeir beggja vegna íbúðarhússins að Minna-Núpi, annars vegar austan íbúðarhússins (1) og hins vegar vestan þess (2). Innan byggingareits 1 er gert ráð fyrir einu frístundahúsi ásamt tveimur gestahúsum, hámarksnýtingarhlutfall er skilgreint 0,03. Innan byggingarreits 2 eru nú þegar 4 gestahús. Gert er ráð fyrir heimild fyrir 6 gestahúsum til viðbótar á bilinu 15-50 fm að stærð.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að svo umfangsmiklar heimildir er varðar uppbyggingu á gestahúsum á landinu séu háðar því að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði innan viðkomandi reits 2 þar sem tiltekið er um uppbyggingu á allt að 10 gestahúsum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að heimildir F46 eigi við á byggingarreit 1 þar sem svæðið er skilgreint innan jarðar Minna-Núps. Að mati sveitarstjórnar er æskilegt að ýmist verði deiliskipulaginu skipt upp í tvær mismunandi áætlanir þar sem annars vegar verði gert grein fyrir heimildum er varðar verslunar- og þjónustutengdan rekstur á reit 2 og samhliða verði unnið að skilgreiningu verslunar- og þjónustusvæðis fyrir reitinn á aðalskipulagi og hins vegar verði unnið deiliskipulag sem tekur til heimilda á byggingarreit 1 er varðar uppbyggingu á frístundahúsi og gestahúsum. Að öðrum kosti verði deiliskipulagsáætlun áfram lögð fram sem ein áætlun og samhliða verði unnið að breytingu á aðalskipulagi er viðkemur skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.

 

Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202086

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202087

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag - 2202088

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag - 220503

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205037

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205038

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. ,

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag - 2205039

Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða breytingu á aðalskipulagi. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar stofnunin hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu sem unnin var að samhliða kynningu deiliskipulagsáætlunar.

 

13. Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð stjórnar nr. 14 og nr. 15 lagðar fram til kynningar.

15. Fundargerð stjórnar SOS
Fundargerð frá 4.12.2023 lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga
Fundargerð 939. fundar lögð fram til kynningar.

17. Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
Fundargerð 3. og 4. fundar stjórnar lögð fram til kynningar.

18. Fundargerð ársfundar SVÁ og ársreikningur

Fundargerð ársfundar og ársreikningur lagður fram til kynningar.

19. Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð 16. fundar lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12:20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 10. janúar 2024, kl. 9.00, í Árnesi.