Sveitarstjórn

36. fundur 24. janúar 2024 kl. 09:19 - 11:50 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson oddviti
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík.
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

 

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Óskaði oddviti eftir að bæta einu máli á dagskrá, ósk um skólavist utan lögheimilis sveitarfélags og var það samþykkt samhljóða. Málið verður nr. 22 á dagskrá fundarins.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1.  Skýrsla sveitarstjóra á 36. sveitarstjórnarfundi:
    Fundir með þingmönnum v/orkumál
    Fundur með Umhverfisstofnun v/Þjórsárdalurinn
   Envalys og 3d hönnun á Árnesi
   Skipulag fyrir haustið í Þjórsárskóla
   Fjallaskálarnir
   Skólamálin

 

2. Reglur um úthlutun lóða

Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum reglur um úthlutun lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

 

3. Vinnuskóli ungmenna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2024

Fyrirkomulag vinnuskóla Skeiða og Gnúpverjahrepps síðustu ár hefur verið að boðið hefur verið upp á vinnuskóla í 8 vikur, þar af er ætlast til að ungmenni séu í fríi í viku samfleytt. Vinnutíminn hefur verið frá 8-14. Sveitarstjóri leggur til að fyrirkomulag vinnuskóla sumarið 2024 verði með svipuðu sniði áfram.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum óbreytt fyrirkomulag vinnuskóla fyrir sumarið 2024 og felur sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónaraðila fyrir vinnuskólann.

 

 

4. Envalys - kynning á 3D hönnun á Árnesi

Hannes frá Envalys koma inná fundinn í gegnum fjarfundarbúnað til að kynna þrívíddarlíkan af Árnesi sem Envalys hefur búið til á síðustu vikum. Í líkaninu er komin inn stærsti hluti núverandi byggðar í Árnesi og er hægt að setja á sig þrívíddar gleraugu til að fara inn í umhverfið og sjá hvernig það lítur út. Grunnurinn er að mestu tilbúinn til þess að bæta inn nýjum byggingum sem fyrirhugað er að rísi í Árnesi. Þannig verður hægt að bjóða íbúum að fara inn í umhverfið og skoða Árnes með öllum þeim byggingum sem áætlað er að rísi á komandi árum og fá betri tilfinningu fyrir uppbyggingunni sem er framundan.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Hannesi fyrir góða kynningu.

 

 

5. Umsögn vegna frumvarps til laga um vindorku

Lögð fram til staðfestingar umsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjanakostir í vindorku) ásamt tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn.

 

 

6. Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. - síðari umræða

Stofnsamning Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. ásamt viðaukum lagður fram til síðari umræðu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan stofnsamning fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs ásamt viðaukum 1 og 2.

 

7. Beiðni um lóð í Árnesi

Lögð fram umsókn frá Steinari Jónssyni í lóðina Heiðargerði nr. 5 í Árnesi.

Lóðin Heiðargerði 5 er ekki tæk til úthlutunar eins og staðan er í dag og hefur ekki verið auglýst til úthlutunar. Framundan er vinna við að gera lóðina tæka til úthlutunar og í framhaldinu verður hún auglýst til úthlutunar. Sveitarstjórn bendir þó á að lóðir við Hamragerði 10, 12 og 14 eru lausar til úthlutunar í dag.

 

8. Yfirlit lána 2023

Lögð fram til upplýsinga fyrir sveitarstjórn samantekt á stöðu uppfærðra lána sveitarsjóðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps í lok árs 2023.

 

9. Refa- og minkaveiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Lagðar fram til samþykktar reglur um refa- og minkaveiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Samhliða lögð fram drög að samningum við refa- og minkaveiðimenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar reglur um refa- og minkaveiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórn samþykkir einnig drög að samningum við refa- og minkaveiðimenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og felur sveitarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

10. Áform um heimild vegna Hvammsvirkjunar

Lögð fram tilkynning frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að stofnunin hefur lagt fram áform um að veita heimild skv. 18 gr. laga um stjórn vatnamála vegna breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun.

 

11. Markaðsstyrkur vegna atvinnustarfsemi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Lagðar fram til samþykktar uppfærðar samþykktir um markaðsstyrk vegna atvinnustarfsemi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í janúar 2019 samþykkt um markaðsstyrk til fyrirtækja sem átti upphaf sitt árið 2013.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða samþykkt um markaðsstyrk vegna atvinnustarfsemi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

12. Erindi frá Innviðaráðuneyti v. Jöfnunarsjóðs

Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðherra er varðar frestun á því að mæla fyrir breytingum á lögum um jöfnunarsjóð vegna dóms sem féll í desember 2023.

13. Úrskurður Persónuverndar um notkun Google Workspace í skólastarfi

Lagður fram til kynningar úrskurður Persónuverndar um notkun Google Workspace í skólastarfi.

14. Boðun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram boð Sambands íslenskra sveitarfélaga að XXXIX. landsþings sambandsins sem fram fer fimmtudaginn 14. mars í Hörpu.

15. Innkomið erindi - Hugleiðingar um Búrfellslund

Lagt fram til kynningar erindi frá Þórarni Þórarinssyni er varðar hugleiðingar um Búrfellslund.

16. Fundargerð skipulagsnefndar nr. 272

Minni-Núpur L166583; Frístundasvæði; Deiliskipulag - 2309099

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Minna-Núps L166583. Um uppfærða tillögu er að ræða breytingu frá tillögu sem sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestaði á fundi sínum þann 20.12.23. Í tillögunni felst skilgreining byggingarreitar og byggingarheimildar á 8.760 fm lóð þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á frístundahúsi ásamt tveimur gestahúsum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2401008

Lögð er fram skipulagslýsing er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 7 ha svæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Þrándarlundur L166619; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting - 2312032

Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags. Í breytingunni felst að skógræktarsvæði breytist í verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins og vinnslu nýs deiliskipulags þar sem skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði í stað skógræktarsvæðis á rúmlega 40 ha svæði. Að mati sveitarstjórnar hentar staðsetning svæðisins vel gagnvart nálægð við þjónustu í Árnesi og tengingar við stofnveg.

 

17. Fundargerð Menningar- & æskulýðsnefndar

Fundargerð 10. fundar Menningar- og æskulýðsnefndar lögð fram til kynningar

18. Fundargerð hússtjórnar Þjóðveldisbæjar

Fundargerð hússtjórnar frá 21.12.2023 lögð fram til kynningar

19. Fundargerð stjórnar SASS

Fundargerð 605. fundar stjórnar SASS lögð fram til kynningar


20.
Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga

Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar


21.
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerð 68. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar


22.
Ósk um skólavist utan lögheimilis sveitarfélags

Borist hefur beiðni um ósk um skólavist utan lögheimilis sveitarfélags.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnar beiðni um skólavist utan lögheimilis.

 

Fundi slitið kl. 11:50. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. febrúar kl. 9.00, í Árnesi.