Sveitarstjórn

39. fundur 06. mars 2024 kl. 09:02 - 12:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Axel Á. Njarðvík
  • Gunnar Örn Marteinsson
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla sveitarstjóra á 39. sveitarstjórnarfundi

Fundur með Steypustöðinni.
Samningar um Árnes félagsheimili.
Fundur með afréttamálanefnd.
Oddvitafundur.
Breytingar á húsnæði Þjórsárskóla.
Kjördæmavika.
Fundur með Umhverfisstofnun vegna Þjórsárdalsins.
Fundur með Envalys.
Fundir í Þjórsárskóla með kennurum, nemendum og miðstigi.
Fundur með Skipulagsstofnun.
Fundur með Vegagerðinni vegna vegaframkvæmda.
Ársfundur Landsvirkjunar.
Vinna við umhverfis- og auðlindastefnu.

 

2. Íbúafundir framundan

​Fjölmörg verkefni eru framundan í sveitarfélaginu og með vorinu má gera ráð fyrir að fjölmargar stórar framkvæmdir hefjist sem hafa verið í undirbúningi um árabil. Einnig eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir í Árnesi. Mikilvægt er að íbúar séu vel upplýstir um verkefnin framundan ásamt því að fá að koma hugmyndum og sjónarmiðum að í þeirri uppbyggingu sem er framundan í Árnesi. Lagt er til að halda tvo íbúafundi í mars mánuði. Haldinn verði fundur um þróun skipulags í Árnesi og þá uppbyggingu sem er framundan. Þar gefst tækifæri til að kynna þá vinnu sem búið er að vinna síðustu mánuði og sjá mismunandi möguleika í hvernig skipulag í Árnesi geti þróast til framtíðar. Einnig verða umræður þar sem hægt verður að koma sjónarmiðum og hugmyndum inn í vinnuna sem er í gangi. Fundartími verður kynntur á næstu dögum.

Seinni íbúafundurinn verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 20:00. Á dagskrá verður kynning og umræður um nafnabreytingu á nafni sveitarfélagsins ásamt því að farið verður yfir þær framkvæmdir sem eru framundan og framtíðarhorfur sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er samhljóma um fyrirkomulag fundanna og felur sveitarstjóra að undirbúa og auglýsa dagskrá fundanna.

 

 

3. Úthlutun lóða

Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi

​Umsóknarfrestur í lóðir í Brautarholti var til sunnudagsins 25. febrúar. 21 gild umsókn barst á umsóknartíma í parhúsa og raðhúsalóðir. Einn umsækjandi var um lóðirnar Vallarbraut 1-5, Í þeim tilfellum þar sem sem umsóknir voru fleiri en ein í lóðir var dregið um umsækjendur og annan til vara og fengu eftirfarandi aðilar úthlutað lóð:

Vallarbraut 1-3-5: Ólafsvellir ehf.

Vallarbraut 7-9: Aðalútdráttur: Leiguþjónustan ehf., til vara: Ólafsvellir ehf.,

Vallarbraut 8-10: Aðalútdráttur Valnir ehf., til vara Brámi ehf.

Vallarbraut 11-13: Aðalútdráttur Sólmúr ehf., til vara Tré og múr ehf.

 

Ein umsókn barst í lóðirnar Vallarbraut 12-16 og Vallarbraut 15-19 eftir að umsóknarfrestur var liðin og verður þeim lóðum úthlutað samhliða.

Vallarbraut 12-14-16: Leiguþjónustan ehf.

Vallarbraut 15-17-19: Leiguþjónustan ehf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir framangreinda lóðaúthlutun.

 

Vilborg Ástráðsdóttir kom aftur inn á fund.

 

4. Orkuslóð Landsvirkjunar

Landsvirkjun vinnur að endurnýjun upplýsingaskilta á starfssvæðum sínum og hefur verkefnið fengið vinnuheitið Orkuslóð. Tilgangur með uppsetningu skiltanna er að upplýsa ferðafólk um hugsanlegar hættur á viðkomandi svæði en einnig að upplýsa ferðafólk um þá starfsemi fyrirtækisins sem fyrir augum ber. Með þessu er vonast til þess að ferðafólk sem um svæðin fer sé upplýst og velji öruggari staði til að stoppa á.

Markmið verkefnisins er ekki að búa til áningarstaði heldur að veita fræðslu og upplýsingar og stuðla þannig að öruggari ferðalagi þeirra sem fara um svæðið.

Landsvirkjun vill gjarnan eiga í góðu samstarfi við sveitarfélagið um þetta verkefni. Innan sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps er horft til tveggja staða í fyrsta fasa verkefnisins. Annars vegar bílastæðis við Golfvöll á Búrfellssvæðinu og hins vegar bílastæðis ofan við Bjarnalón.

Landsvirkjun óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar um val á þeim svæðum sem lagt er upp með en fyrirtækið mun síðar í ferlinu fara hefðbundna leið leyfis- og skipulagsferla ef gerð verður krafa um slíkt.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í hugmyndir Landsvirkjunar um Orkuslóð á starfssvæði Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Hugmyndirnar falla vel að hugmyndum sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að stýra aðgengi gesta í Þjórsárdalnum á skipulagða staði og þannig stuðla að verndun svæðisins, öryggi og að hámarka upplifun gesta.

 

5. Gatnagerð á atvinnusvæði í Árnesi

​​Búið er að úthluta tveimur atvinnulóðum á atvinnusvæðinu í Árnesi. Fyrir liggur að framkvæmdir hefjast á annarri lóðinni í apríl. Þar sem ekki er tilbúin aðkoma að lóðunum þarf að hefja veglagningu að lóðunum ásamt lagnavinnu. Í gegnum lóðina liggur loftlína frá Rarik sem þarf að flytja í samráði við Rarik út fyrir lóðamörk. Einnig þarf að girða af landsvæðið í kringum nýju atvinnulóðirnar í samræmi við kaupsamning um landið. Verkefnið er innan viðmiðunarfjárhæðar vegna innkaupa í III. kafla, 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og óskar sveitarstjóri eftir heimild til að semja við verktaka um framkvæmdina.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að ráðast í veglagningu ásamt lagnavinnu og girðingavinnu. Sveitarstjóra falið að semja við verktaka um framkvæmdina.

 

6. Samkomulag vegna legu vegar frá Selhöfðum (þjónustumiðstöð) að Fjallaböðum

​​Lagt fram samkomulag milli Rauðukamba ehf og Minjastofnunar Íslands um samstarf við að ákveða legu vegakaflans sem mun verða lagður frá Selhöfða að Fjallaböðunum. Samkvæmt samkomulaginu mun Skeiða- og Gnúpverjahreppur skuldbinda sig til að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir veglagningunni nema fyrir liggi staðfest lega vegarins sem samþykkt er af Minjastofnun Íslands.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

 

7. Erindisbréf Framkvæmdanefndar

​Lagt fram til staðfestingar erindisbréf Framkvæmdanefndar sem fjallar um verklegar framkvæmdir og uppbyggingu við skóla- og íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum erindisbréf Framkvæmdanefndar.

 

8. Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til umsagnar

​​Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til umsagnar. Þar á meðal eru Höfðaflatir við Vörðufell. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.

Sveitarstjóra falið að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

9. Erindi frá Kvenfélagi Skeiðahrepps

​Stjórn Kvenfélags Skeiðahrepps óskar eftir upplýsingum varðandi breytingar á félagsheimilinu í Brautarholti eins og fram kemur í bréfi frá Kvenfélagi Skeiðahrepps.

Sveitarstjóra falið að funda með öllum aðilum sem nýta aðstöðuna í bæði félagsheimilinu og gamla bókasafninu til að tryggja gott samstarf og góða aðstöðu fyrir alla.

 

10. Styrkbeiðni vegna kvikmyndargerðar

​Lögð fram beiðni um styrk frá Guðný Stefaníu Tryggvadóttir vegna útskriftamyndar í Kvikmyndaskóla Íslands.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnar beiðni um styrk en óskar Guðnýju góðs gengis í komandi kvikmyndagerð.

 

11. Fundargerð 275. fundar skipulagsnefndar.

​Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

12. Fundargerð 11. fundar skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Í 3. lið fundar um móttökuáætlun, leggur formaður til að farið verði í greiningarvinnu til meta hvað þarf, til þess að fá alþjóðlega vottun í þessum málaflokki í sveitarfélaginu. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur heilshugar undir þær hugmyndir að hefja greiningarvinnu til að meta hvað þurfi til að fá alþjóðlega vottun í málaflokknum er snýr að því að taka á móti börnum í skóla af erlendum uppruna. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

13. Fundargerð Menningar og æskulýðsnefndar og Ungmennaráðs

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14. 11. fundargerð Loftslags- og umhverfisnefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Fundargerð 17. fundar Brunavarna Árnessýslu

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16. Fundargerð stjórnar UTU

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17. Fundargerð 943. og 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. mars kl. 9.00, í Árnesi.