- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 3. apríl 2024
Raðnúmer fundar í WorkPoint skjalakerfi F202403-0014
Mætt til fundar:
Haraldur Þór Jónsson oddviti, Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Gunnar Örn Marteinsson og Axel Á. Njarðvík.
Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundinn.
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla sveitarstjóra á 41. sveitarstjórnarfundi:
Gatnagerð í Árnesi.
Heimsókn í Húnabyggð.
Aðalfundur Veiðifélags Þjórsár.
Fyrirspurnir um uppbyggingu í Árnesi.
Heimsókn Steypustöðvarinnar.
Fyrirhugaður íbúafundur.
Næsti íbúafundur v/þróun byggðar í Árnesi.
Framkvæmdir við Skeiðalaug.
Notkun sundlauganna.
Fyrirhuguð ferð framkvæmdanefndar til Rvk.
2. Bréf til sveitarfélaga vegna hljóðvist í skólum
Lagt fram bréf frá umboðsmanni barna er varðar hljóðvist í skólum.
3. Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Tekið hefur til starfa hópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem ætlað er að endurskoða frá grunni lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Í tengslum við að starfshópurinn hefur hafið störf hefur áformaskjal um lagasetningu verið birt í
samráðsgátt stjórnvalda og helstu hagaðilar upplýstir um áformaskjalið. Tekið er á móti sjónarmiðum, athugasemdum eða ábendingum í samráðsgáttinni til 8. apríl n.k.
Sveitarstjóra falið að setja saman umsögn sem kemur á framfæri sjónarmiðum sveitarfélagsins sem haldið hefur verið á loftið síðastliðið ár.
4. Sveitarfélag ársins 2024
Lögð fram bréf frá Gallup þar sem sveitarfélögum innan BSRB er boðið að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2024 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Kostnaður við þátttökuna fyrir sveitarfélag með fjölda starfsfólks undir 100 er 225.680 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka ekki þátt í könnuninni.
5. Erindi til sveitarstjórnar
Lagt fram erindi til sveitarstjórnar frá Kristófer Tómassyni er varðar umferðaröryggi á gatnamótum Skeiða- og Skálholtsvegar við Reykjabæi.
Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þess að tryggja frekara umferðaröryggi almennt í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vísar erindinu til Atvinnu- og samgöngunefndar og mælist til að nefndin fjalli um umferðaröryggismál almennt í sveitarfélaginu.
6. Uppfærðar samþykktir UTU bs. - fyrri umræða
Lagðar fram til fyrri umræðu uppfærðar samþykktir fyrir byggðasamlagið UTU bs. Breytingarnar snúast um það að verið er að færa Seyrufélagið sem var rekið innan Hrunamannahrepps inní UTU bs. og taka nýjar samþykktir mið að því. Einnig er sett inn sú breyting að ekki sé lengur skrifað í samþykktir að sami aðili þurfi að vera í stjórn UTU sem er í skipulagsnefnd UTU.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísar umræðum um nýjar samþykktir fyrir UTU bs. til seinni umræðu.
7. Ársskýrsla Hestamannafélagsins Jökuls
Lagt fram til kynningar ársreikningur, ársskýrsla, skýrsla stjórnar og fjárhagsáætlun Hestamannafélagsins Jökuls.
8. Framboð til stjórnar og aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands
Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir framboðum til stjórnar ásamt því að kynnt er fyrirhugaður aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands hinn 19. apríl.
9. Atvinnubrú - auðlindir samfélagsins
Lagt fram bréf frá Háskólafélagi Suðurlands um boð í þátttöku á Atvinnubrú í samstarfi við SASS.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka ekki þátt í verkefninu.
10. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands
Lagt fram fundarboð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands ehf. sem haldinn verður þriðjudaginn 23. apríl 2024 kl. 14:00.
11. Fundargerð skipulagsnefndar nr. 277
25. Þjóðveldisbær L178332; Afmörkun lóða og byggingarreitur þjónustuhúss; Deiliskipulag – 2403041
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningarstaðar fyrir ferðafólk við Þjóðveldisbæinn í Þjórsársdal. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Innan skipulagsins eru afmarkaðar tvær lóðir og byggingareitur fyrir þjónustuhús. Skipulagssvæðið er um 6,7 hektarar að stærð og er innan þess gert ráð fyrir nýrri aðkomu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fimm atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
26. Laxárdalur 2 L166575; Athafnasvæði svínabús; Deiliskipulagsbreyting – 2403046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis svínabúsins í Laxárdal 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Uppbygging svínabúsins í Laxárdal 2 hefur staðið yfir síðan árið 1979. Innan skipulagsmarka hér er að finna öll þau mannvirki Laxárdals 2 sem tilheyra búrekstrinum. Íbúðarhús eigenda búsins eru utan skipulags (Laxárdalur 2C og Laxárdalur 2B). Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um starfsemi búsins og skilmála um framtíðaruppbyggingu. Skilmálar deiliskipulagsins heimila
búrekstur sem telur 260 stæði fyrir gyltur og 1.990 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fimm atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
27. Kílhraunsvegur 1-56; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2311027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Skipulagslýsing verkefnisins var í kynningu til 5.1.2024.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28. Kílhraunsvegur 1-56; Frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2403054
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að frístundabyggð er breytt í íbúðarbyggð. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29. Háifoss og Granni; Áningastaður ferðamanna; Deiliskipulag – 2403048
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningastaðar við Háafoss, innst í Þjórsárdal, á Gnúpverjaafrétti. Háifoss og Granni eru á náttúruminjaskrá sem friðlýst náttúruvætti. Stærð skipulagssvæðisins er um 23,5 hektarar. Markmið með gerð deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu á innviðum s.s. bílastæða, göngustíga, útsýnissvæða og byggingarreits fyrir þjónustuhús.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins.
30. Skriðufell 166597 L166597; Rannsóknarborun; Framkvæmdarleyfi – 2403082
Lögð er fram umsókn er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012 fyrir rannsóknarborunum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Gestastofu í landi Selhöfða. Um er að ræða alls 7 holur að hámarki vegna öflunar kalds og heits vatns.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir við borun rannsóknarborhola á svæðinu. Fyrir liggur samþykki Orkustofnunar, Forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslu Ríkisins. Telur sveitarstjórn því ekki þörf á sérstakri grenndarkynningu vegna útgáfu leyfis vegna rannsóknarboranna.
31. Brautarholt (L166445); byggingarleyfi; sundlaug – viðbygging – 2402004
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og 434,4 m2 viðbyggingu við mhl 09 sundlaug á viðskipta- og þjónustulóðinni Brautarholt L166445 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 806 m2. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mun koma til móts við þær athugasemdir sem bárust eins og tilefni er til við áframhaldandi hönnun viðbyggingarinnar. Á það t.d. við um hljóðvist og gluggasetningar mannvirkisins svo unnt sé að lágmarka grenndaráhrif þeirrar starfsemi sem innan hússins verður stunduð. Að mati sveitarstjórnar er ekki hægt að binda notkun hússins við ákveðnar íþróttagreinar og er opnunartími hússins alfarið á forsvari sveitarstjórnar. Að öðru leyti gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis fyrir umsóttri viðbyggingu þegar brugðist hefur verið við athugasemdum með þar til bærum mótvægisaðgerðum við hönnun hússins. Málinu verði að því loknu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
12. Fundargerð Bergrisans nr. 70 - staðfesting á gjaldskrá
Lögð fram fundargerð Bergrisans nr. 70. Í lið 4, gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga, kemur fram staðfest gjaldskrá stjórnar Bergrisans vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og notendasamninga fyrir árið 2024 eins og fram kom í lið 4 í fundargerðinni.
13. Fundargerð 2. fundar framkvæmdanefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14. Fundargerð 3. fundar framkvæmdanefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga
Ársreikningur vegna 2023 lagður fram til kynningar.
16. Fundargerð 106. fundar stjórnar UTU
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17. Fundargerð 107. fundar stjórnar UTU
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18. Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Tónlistarskóli Árnesinga - Fundargerð 210. fundar stjórnar og ársreikningur
Fundargerð og ársreikningur vegna 2023 lagt fram til kynningar
20. Fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands og ársreikningur
Fundargerð og ársreikningur vegna 2023 lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 11:10. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 17. apríl, kl. 9.00, í Árnesi.