Sveitarstjórn

44. fundur 22. maí 2024 kl. 09:11 - 11:50 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 22. maí 2024

Raðnúmer fundar í WorkPoint skjalakerfi F202405-0020

 

Oddviti kallaði eftir athugasemdum við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

Sveitarstjóri óskar eftir að bæta einu máli á dagskrá fundarins, umsókn um lóð - Vallarbraut 21. Samþykkt með fimm atkvæðum og verður málið nr. 15 á dagskrá fundarins.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra á 44. sveitarstjórnarfundi

Skipulag í Árnesi
Bygging íþróttamiðstöðvar í Árnesi
Íbúafundur um uppbyggingu í Árnesi
Uppbygging Rauðukamba
Undirbúningur Landnýtingar
Búrfellslundur
Ársfjórðungsuppgjör SKOGN

 

2. Skipulagsbreytingar

​Lagt fram nýtt skipurit fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Umræður urðu um skipuritið og skipulagsbreytingar.

Haraldur Þór Jónsson og Sylvía Karen Heimisdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins. Var samþykkt með fjórum atkvæðum að Bjarni H. Ásbjörnsson tæki við við fundarstjórn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum nýtt skipurit fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og nýja verkefnaskiptingu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að tryggt verði að verkaskipting sveitarstjóra og oddvita haldi. Lagt er til að leitað verði sérstaklega til endurskoðanda um að innra eftirlit gangi eftir.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að Sylvía Karen Heimisdóttir, kt. 290882-5679, verði sveitarstjóri og fari með prókúru sveitarfélagsins frá og með 22. maí 2024, samanber 45. gr. samþykktar um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með fjórum atkvæðum að Haraldur Þór Jónsson verði í 100% starfi sem oddviti. Samhliða fellur prókúra Haraldar Þórs Jónssonar, kt. 270576-5089, niður frá og með 22. maí 2024.

Haraldur Þór Jónsson og Sylvía Karen Heimisdóttir koma aftur inn á fundinn og tekur Haraldur aftur við fundarstjórn.

 

3. Samþykktir UTU - síðari umræða.

​Nýjar samþykktir fyrir UTU lagðar fram til síðari umræðu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum nýjar samþykktir fyrir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs.

 

4. Farsældarráð á Suðurlandi

Lagt fram erindi frá SASS er varðar stofnun farsældarráðs í hverjum landshluta þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshlutanna um að landshlutasamtökin fái fjárhagslegan stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í tvö ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða í nánu samráði við aðildarsveitarfélögin. Fjármunir fylgja samninginum og felur hann því ekki fjárhagslegar skuldbindingar fyrir aðildarsveitarfélög SASS.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fagnar því að unnið verði þvert á landshlutann að samhæfingu með farsæld barna að leiðarljósi og styður það að slíkur samningur verði gerður milli Mennta- og barnamálaráðuneytisins og SASS

 

5. Aðgengi barna úr Grindavík að frístundastarfi og vinnuskólum sumarið 2024

​Lagt fram bréf frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar er varðar beiðni Grindavíkurbæjar um að börn fái aðgang að frístundastarfi á vegum sveitarfélaga í sumar hafi þau enn lögheimili í Grindavík en skráð aðsetur í viðkomandi sveitarfélagi. Einnig að veita börnum í 8.-10. bekk aðgang að vinnuskólum þar sem þau hafa skráð aðsetur.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur heilshugar undir beiðni Grindavíkurbæjar og munu öll börn með lögheimili í Grindavík og skráð aðsetur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi bjóðast að taka þátt í frístundastarfi og vinnuskóla sveitarfélagsins.

 

6. Fundargerð skipulagsnefndar nr. 280.

​​​22. Þingbraut athafnasvæði L233205; Gatnagerð; Framkvæmdarleyfi - 2405002

Lögð er fram umsókn er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar við athafnasvæði í Árnesi, frá mörkum vegar við sorpmóttökustöð sveitarfélagsins við Tvísteinabraut og að lóðinni Tvísteinabraut 4. Verkið felur í sér gröft og fyllingu vega við Tvísteinabraut, samtals um 60 metra. Gatnagerð við athafnsvæði í Árnesi, frá mörkum vegar við sorpmóttökustöð sveitarfélagsins við Tvísteinabraut og að Þingbraut. Lega vegarins skal annars vegar vera á milli lóðanna Suðurbraut 9 og 12 og Þingbraut 2 og hins vegar milli lóðanna Þingbraut 4 og Þingbraut 15 og 17. Verkið felur í sér gröft og fyllingu vega við Tvísteinabraut og að hluta við Þingbraut, samtals um 340 metrar. Gerð lagnaskurðar meðfram Þingbraut, leggja þarf í vatnsveitu, hitaveitu, rafmagn og ljósleiðararör og að lokum ganga frá yfirborði skurðar, samtals um 300 metrar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að gefið verðu út framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.

23. Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2401008

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verður nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 4 ha svæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gunnar Örn Marteinsson víkur af fundi.

Steinsholt 1 L166598; Bali og Brunnhús; Stofnun lóða - 2405013

Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu er varðar stofnun lóða úr landi Steinsholts 1 L166598.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og er hún samþykkt með fjórum atkvæðum á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að allar framkvæmdir innan viðkomandi lóða eru eftir atvikum háðar gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan svæðisins.

 

Gunnar Örn Marteinsson kemur aftur inná fundinn.

 

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Minni-Ólafsvellir og Vesturkot; Aðalskipulagsbreyting - 2310031

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Aðalskipulagsbreytingin nær yfir hluta Minni-Ólafsvalla L166482 og hluta Vesturkots L166500. Gert er ráð fyrir að hluta landbúnaðarsvæðis verði breytt í íbúðarbyggð (um 0,4 ha) og verslunar- og þjónustusvæði (5 ha). Heimilt verður að vera með 2 ný íbúðarhús og 3 íbúðir og gistingu í allt að 10 gestahúsum. Hvert hús getur verið allt að 60 m2 að stærð og heildarfjöldi gesta allt að 70. Einnig er stefnt að því að vera með ýmiss konar afþreyingu, einkum tengda hestum. Fyrir er á Minni-Ólafsvöllum íbúðarhús, skemma og geymsluhúsnæði og verður áfram heimiluð föst búseta. Samhliða breytingu aðalskipulags verður lagt fram deiliskipulag fyrir svæðið.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Á fundi sveitarstjórnar þann 3. apríl 2024 var frestað afgreiðslu deiliskipulags fyrir Háafoss og Granna. Eftir uppfærð gögn er málið tekið til afgreiðslu sveitarstjórnar:
Háifoss og Granni; Áningastaður ferðamanna; Deiliskipulag – 2403048

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningastaðar við Háafoss, innst í Þjórsárdal, á Gnúpverjaafrétti. Háifoss og Granni eru á náttúruminjaskrá sem friðlýst náttúruvætti. Stærð skipulagssvæðisins er um 23,5 hektarar. Markmið með gerð deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu á innviðum s.s. bílastæða, göngustíga, útsýnissvæða og byggingarreits fyrir þjónustuhús.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

 

7. Fundargerð 3. fundar fagnefndar SVÁ.

Fundargerð lögð fram til kynningar og staðfesta þarf lið 1, 2 of 3 í fundargerðinni.

Liður 1 í fundargerðinni, reglur um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum reglur um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Liður 2 í fundargerðinni, reglur um stuðningsþjónustu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum reglur um stuðningsþjónustu.

Liður 3 í fundargerðinni, tillaga að breytingu á tekju- og eignamörkum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum á tekju- og eignamörkum í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og að þær gildi frá 1. maí sl.

 

8. Fundargerð 110. fundar stjórnar UTU bs.

​​ Fundargerð lögð fram til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar SVÁ 26.4.2024

​ Fundargerð lögð fram til kynningar.

10. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga

​ Fundargerð lögð fram til kynningar.

11. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands

​ Fundargerð lögð fram til kynningar.

​12. Fundargerð stjórnar SASS

Fundargerð lögð fram til kynningar.

​13. Fundargerðir Arnardrangs ehf.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

​14. Fundargerð stjórnar Bergrisans

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15. Umsókn um lóð - Vallarbraut 21

Lögð fram umsókn frá Birna Þorsteinsdóttir og Rúnari Þór Bjarnasyni í lóðina Vallarbraut 21 í Brautarholti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni Vallarbraut 21 til Birnu Þorsteinsdóttur og Rúnars Þórs Bjarnasonar.

 

Fundi slitið kl. 11.55. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. júní, kl. 9.00, í Árnesi.