Sveitarstjórn

46. fundur 19. júní 2024 kl. 09:00 - 12:15 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 19. júní 2024

Raðnúmer fundar í WorkPoint skjalakerfi F202406-0023

 

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra á 46. sveitarstjórnarfundi

Heilsugæslan.
Fundur með Umhverfisstofnun.
SASS þing í Vestmannaeyjum.
Íbúafundur í Árnesi.
Íbúakynning í Skeiðalaug.
Fundur m/sveitarstjóra Hrunamannahrepps.
Ferð í Þjórsárdal.
Íþróttamiðstöð í Árnesi.
Hitaveitur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Fyrirhugaður vinnufundur Héraðsnefndar.
Upp í sveit.

 

2. Samþykkt um stjórn - fyrri umræða

​Lagðar fram til fyrri umræðu uppfærðar samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa umræðum um stjórn sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps til síðari umræðu.

 

3. Staða leikskólastjóra

​Sumarið 2022 var núverandi leikskólastjóri Leikholts ráðinn með tímabundinni ráðningu sem var síðar framlengd til tveggja ára. Þann 23. maí síðastliðinn var staða leikskólastjóra við Leikholt auglýst og barst ein umsókn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Önnu Gretu Ólafsdóttur í stöðu leikskólastjóra Leikholts.

 

4. Þróunarsjóður skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps - Reglur og matskvarði

Lagðar fram uppfærðar reglur þróunarsjóðs skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásamt matskvarða og samningsdrögum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum nýjar reglur Þróunarsjóðs skólasamfélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps, matskvarða og samningsdrög styrkþega sjóðsins.

 

5. Ósk um heitt vatn

​​Aðalsteinn Guðmundsson og Ástrún S. Davíðsson óska eftir því hvort hægt sé að fá heitt vatn frá Hitaveitu Brautarholts að Hestakránni til þess að auka möguleika á frekari umsvifum í starfsemi þeirra í framtíðinni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í ósk um heitt vatn. Þar sem núverandi heimæðagjöld miðast við afhendingu innan þéttbýlismarka Brautarholts þurfi að semja sérstaklega um kostnað við lagningu heimtaugar.

 

6. Rekstur og uppbygging innviða í Þjórsárdal

​​​Lögð fram drög að umsjónarsamningi fyrir Þjórsárdalinn á milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Umhverfisstofnunar. Oddviti fer yfir samningsdrögin og þau atriði sem þarf að klára.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur oddvita að halda vinnunni áfram og leggja endanleg samningsdrög fyrir sveitarstjórn þegar þau liggja fyrir.

 

7. Málefni Þjóðsveldisbæjarins í Þjórsárdal

Máldagi Þjóðveldisbæjarins ásamt erindi frá hússtjórn Þjóðveldisbæjarins lagt fram. Forsætisráðuneytið, Þjóðminjasafn Íslands, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Landsvirkjun gerðu með sér máldaga, samþykktan 19. júlí 2002, um rekstur og viðhald Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Töluvert viðhald liggur fyrir á Þjóðveldisbænum ásamt því að tryggja þarf innviði svæðisins til framtíðar. Nýlegar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Þjóðsveldisbæjarins kalla því á breytingar á máldaganum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur oddvita að vinna málið áfram.

 

8. Minnisblað um dagþjónustu fyrir aldraða

Lagt fram uppfært minnisblað er varðar mögulega dagþjónustu fyrir aldraða í Uppsveitunum. Lagt er til að sveitarfélögin í Uppsveitunum, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Grímsnes og Grafningshreppur sæki sameiginlega um heimild fyrir 6 dagþjónusturýmum. Lagt er upp með að dagþjónustan verði ekki bundin við einn stað, heldur verði sótt um að hún verði 3 daga í viku í Brautarholti og 2 daga í viku í Reykholti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögur sem fram koma í minnisblaðinu og að taka þátt í að sækja um heimild fyrir 6 dagþjónusturýmum fyrir Uppsveitirnar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

Gunnar Örn Marteinsson yfirgaf fundinn.

9. Tilkynning um kæru nr. 60/2024

Lögð fram kæra vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 8. maí 2024 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Búrfellshólma fyrir allt að 50.000 m3.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að svara málinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

 

10. Fundargerð skipulagsnefndar nr. 282.

Stóra-Hof 1 L166601; Breyting lóða og stærðir; Deiliskipulagsbreyting - 2406010

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða við Hrútalág og Hofskots 10 innan frístundasvæðisins byggiðn í landi Stóra-Hofs. Í breytingunni felst breytt lega lóða við Hrútalág eftir uppmælingu á staðnum auk stækkunar á lóð og byggingarreit lóðar Hofskots 10.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

 

Vilborg Ástráðsdóttir vék af fundi.

Laxárdalur 2 L166575; Athafnasvæði svínabús; Deiliskipulag - 2403046

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis svínabúsins í Laxárdal 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu. Uppbygging svínabúsins í Laxárdal 2 hefur staðið yfir síðan árið 1979. Innan skipulagsmarka hér er að finna öll þau mannvirki Laxárdals 2 sem tilheyra búrekstrinum. Íbúðarhús eigenda búsins eru utan skipulags (Laxárdalur 2C og Laxárdalur 2B). Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um starfsemi búsins og skilmála um framtíðaruppbyggingu. Skilmálar deiliskipulagsins heimila búrekstur sem telur 260 stæði fyrir gyltur og 1.990 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg. Umsagnir bárust vegna tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og andsvörum málsaðila.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Að mati sveitarstjórnar er ekki hægt að taka mið af takmörkunum er varðar lágmarksfjarlægð að íbúðarhúsum sem ekki tengjast búrekstrinum þar sem núverandi byggingar svæðisins eru töluvert nær ótengdum íbúðarhúsum en takmarkanir reglugerðar nr. 520/2015 gera ráð fyrir. Að mati sveitarstjórnar er ljóst að frekari uppbygging á rekstrinum á þess ekki kost að færast til innan jarðarinnar sem nemur takmörkunum reglugerðarinnar. Sveitarstjórn fagnar því að landeigendur skilgreini núverandi rekstur og framkvæmdaheimildir til framtíðar með gerð deiliskipulagsáætlana á jörðum sínum. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins en málið var sérstaklega kynnt landeigendum aðliggjandi jarða og lóða innan svæðisins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Vilborg Ástráðsdóttir kom aftur inn á fund.

 

Húsatóftir 4D (L230548); byggingarheimild; geymsla - 2405072

Móttekin er umsókn þ. 17.05.2024 um byggingarheimild fyrir 44,4 m2 geymslu á landinu Húsatóftir 4D L230548 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Að mati sveitarstjórnar er forsenda frekari uppbyggingar á lóðinni sú að unnið verði deiliskipulag sem tekur til notkunar og framtíðaruppbyggingar á svæðinu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps synjar umsókn um byggingarleyfi.

 

 

Búrfellshólmi, Búrfell; Nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2406006

Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells, svæðið er í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 189 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafnóðum. Unnið er að umhverfismati fyrir efnistökusvæðið.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

11. ​Aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.

Lagt fram aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Suðurlands hs. sem fram fer miðvikudaginn 26. júní 2024.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða að Sylvía Karen Heimisdóttir fái umboð Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að sækja aðalfundinn og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

 

12. Fundargerð aðalfundar hússtjórnar Þjóðveldisbæjarins 29. apríl 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13. Fundargerð 10. fundar hússtjórnar Þjóðveldisbæjarins 29. apríl 2024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

14. Þjóðveldisbærinn ársreikningur 2023

Ársreikningur lagður fram til kynningar.

 

15. Fundargerð stjórnar UTU bs. nr. 111.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

16. Fundargerð 73. fundar stjórnar Bergrisans

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

17. Bergrisinn ársreikningur 2023

Ársreikningur lagður fram til kynningar.

 

18. Fundargerð 236. fundar heilbrigðisnefndar Suðurlands

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19. Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Fundargerð stjórnar SASS nr. 610

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

21. Fundargerð 13. fundar skólanefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

22. Fundargerð 17. fundar Menningar&æskulýðsnefndar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12:15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. júlí, kl. 9.00, í Árnesi.