Sveitarstjórn

60. fundur 21. apríl 2021 kl. 16:00 - 19:45 ÁRnes
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Matthías Bjarnason
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
Starfsmenn
  • Kristófer A. Tómasson
Fundargerð ritaði: Kristófer A. Tómasson

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.


Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Yfirlit yfir verkefni heimaþjónustu.
Sigrún Símonardóttir forstöðumaður heimaþjónustu Árnesþings sat fundinn undir þessum lið. Markmið og hlutverk stuðningsþjónustu/ heimajónustu er að efla viðkomandi einstaklinga til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan er rekin sameiginlega af sveitarfélögum í Árnessýslu utan Árborgar undir byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Á árinu 2020 nutu 18 heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi stuðningsþjónustunnar og hefur fjöldinn verið svipaður á undanförnum árum.
2. Ársreikningur 2020 síðari umræða
Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2020 lagður fram til síðari umræðu.
Helstu niðurstöður ársreikningsins eru eftirfarandi:
Rekstarniðurstaða samstæðu A og B hluta sveitarsjóðs er neikvæður um 40,1 mkr.
Rekstrarreikningur: Heildartekjur A og B hluta námu 794.2 milljónum króna. Þar af námu skatttekjur 687,1 mkr. Útgjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði námu 789,2 mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 340,2 mkr. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (framlegð) jákvæð um 4,9 mkr. Fyrir A hluta jákvæð um 18,7 mkr. Afskriftir námu 30,9 mkr og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 15,3 mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir samstæðu metnar á samtals 1,118 mkr. Fastafjármunir 995,8 mkr. Veltufjármunir 122,7 mkr. Langtímaskuldir námu 198,0 mkr. Eigið fé nam 703,7 mkr. Fjárfest var í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 96,5 mkr.Eiginfjárhlutfall nam 67,1 % í lok árs. Skuldahlutfall var 47,7 % Skuldaviðmið 21,2 %. Eigið fé á íbúa 1.276 þkr. Skuldir og skuldbindingar á íbúa 625 þkr. Skatttekjur á íbúa 1,172 þkr. Fjöldi stöðugilda 33.
Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Ingvar Hjálmarsson lögð fram svohljóðandi bókun: Við samþykkjum ársreikning 2020 og teljum hann réttan. Við teljum hins vegar að sveitarstjórn og sérstaklega yfirstjórn hafi mistekist að fylgja eftir ábendingum í skýrslu endurskoðanda við síðasta ársreikning og líkt og kemur fram í þeirri endurskoðunarskýrslu sem lögð var fram við ársreikning nú.

 

Björgvin Skafti, Einar og Matthías lögðu fram svohljóðandi bókun:  Niðurstaða ársreikningsins er að sjálfsögðu vonbrigði þó að í nokkurn tíma hefur verið ljóst hvert stefndi og ljóst að það verður að stíga á betur bremsurnar. Tekjustofnar sveitarfélagsins eru samt sem betur fer traustir og allar líkur á þeir muni styrkjast.

Unnið hefur verið að því að draga úr kostnaði og eru nokkrir drjúgir auka útgjaldaliðir sem sumir voru óvæntir, smám saman að falla út og klárast á þessu ári.
Í byrjun kjörtímabilsins var góður hagnaður á rekstrinum og var þeim hagnaði útdeilt sem mest til allra íbúa með aukinni þjónustu og minni gjöldum. Eins var umtalsverðu fé varið í innviði svo sem gatna og holræsagerð.
En nú hefur rekstrarumhverfi sveitarfélaga breyst til hins verra og verðum við að mæta þessum breyttu aðstæðum með ákveðnu aðhaldi til að tryggja jafnvægið í rekstrinum. Það mun verða gengið mjög ákveðið í þá átt en jafnframt horft til þess eins og kostur er að gæta samræmis og sanngirni.
En það er samt algjörlega ljóst að til að laga þessa slagsíðu sem er á rekstrinum í dag þarf bæði að skera í þjónustuna sem er mjög góð í dag og auka gjöld að einhverju leyti.
Ársreikningur samþykktur með fimm atkvæðum.

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts
Lagður fram ársreikningur Hitaveitu Brautarholts fyrir árið 2020 Lagður fram og samþykktur með fimm atkvæðum. Rekstrartekjur námu 2.970. þkr. Heildarkostnaður nam. 6.188 þkr
Tap varð á rekstri Hitaveitunnar um 2.048 þkr. Til tjón er varð á búnaði veitunnar. Eigið fé veitunnar nemur 12.238 þkr. Skuldir nema 386 þkr.
4. Lántaka sveitarfélagsins
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að sveitarfélagið taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000 kr. Fyrir liggur samþykki lánasjóðsins um lán að þeirri fjárhæð til 13 ára.
Eftirfarandi bókun var lögð fram um málið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 40.000.000.-, til allt að 13 ára.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við leikskóla sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristófer A. Tómassyni, sveitarstjóra, kt. 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Andvirði lánsins verði nýtt til að greiða niður yfirdrátt á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins.

5. Viðauki fjárhagsáætlunar 2021.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021 ásamt rekstraryfirliti janúar til mars 2021. Samþykkt að útfæra viðauka betur og leggja hann fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

6. Ráðning sveitarstjóra – ferli.
Oddviti greindi frá tillögum sínum um ráðningu í einstaklings í starf sveitarstjóra. Allnokkrar umræður urðu um málið. Oddviti lagði fram tillögu um að rætt verði við Sylvíu Karen Heimisdóttur aðalbókara sveitarfélagsins um að taka að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið. Einnig var lagt til að starfshlutfall Hrannar Jónsdóttur þjónustufulltrúa verði aukið í 100 % tímabundið.
Ingvar Hjálmarsson lagði fram svohljóðandi bókun: Ég samþykki tillögu þessa en geri kröfu um skýra verkaskiptingu þar sem hugmyndir virðast vera á þá leið að oddviti og vara oddviti stígi enn frekar inní vinnu sveitarfélagsins tímabundið.
Anna Sigríður lagði fram svohljóðandi tillögu: Ég sit hjá undir þessum lið vegna þess að Gróska talaði fyrir því að auglýsa starf sveitarstjóra fyrir síðustu kosningar. Þá fæ ég ekki séð hvernig þessi leið meirihlutans verður útfærð áfram. Ég óttast að útfærslan kunni að verða flókin og ábyrgðin og verkaskiptingin óljós og dreifð. Að því sögðu þá fagna ég aukinni ábyrgð þessarra kvenna og treysti þeim til þeirra verka sem þeim verður falið.

7. Barngildi.
Lagðar fram breytingar á barngildisviðmiðum. Núverandi viðmið eru nú eftirgreind: 5-6 ára 0,8 óbreytt, 4-5 ára 1,0 óbreytt, 3-4 ára, 1,3 óbreytt, 26-36 mánaða,1,6 18-26 mánaða 2, 12-18 mánaða 3, 9-12 mánaða 3,5. Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingu: 12-18 mánaða verði 2,5 og 18-26 mánaða verði 1,6. Samþykkt að vísa tillögunni til skólanefnd.

8. Ávaxtagjald.
Lögð fram hugmynd að ávaxtagjaldi. Kostnaður við kaup á ávöxtum í leikskóla er samkvæmt upplýsingum úr bókhaldi 17 krónur á dag sé honum deilt út á hvert leikskólabarn. Sveitarstjórn samþykkir að lagt verði gjald sem því nemur á hvert barn í leikskóla. Máli vísað til umsagnar hjá skólanefnd.

9. Fundargerð 215 fundar Skipulagsnefndar
32. Miðhús 1A L228403, Miðhús lóð L192871; Sameining lóða - 2103072
Lögð er fram umsókn frá Bjarnheiði K Guðmundsdóttir og Sigurfinni Þorleifssyni er varðar sameiningu tveggja landeigna skv. uppdrætti. Óskað er eftir að Miðhús lóð L192871 verði sameinuð við Miðhús 1A L228403 sem verður um 98.500 fm eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
Sveitarstjórn samþykkir sameiningu ofangreindra landeigna samkvæmt tilheyrandi uppdrætti og umsókn.

33. Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting - 2104010
Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts. Í breytingunni felst færsla á Vallarbraut til austurs og þétting byggðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingu á deiliskipulagi og fái málið málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
34. Stóra-Mástunga II L166604; Breyting landnotkunar; Fyrirspurn - 2104020
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar áform um uppbyggingu þriggja frístundalóða í landi Stóru-Mástungu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að skilgreint verði frístundasvæði innan aðalskipulags á viðkomandi svæði sem fyrirspurnin tekur til.
Sveitarstjórn samþykkir að skilgreint verði frístundasvæði innan aðalskipulags á ofangreindu svæði í landi Stóru-Mástungu sem ofangreind fyrirspurn nær til.
35. Hlemmiskeið 1 (L179909); umsókn um byggingarleyfi; bogaskemma - 2104002
Fyrir liggur umsókn Ævars Austfjörð og Ástu Sifjar Tryggvadóttur móttekin 05.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja óupphitaða bogaskemmu 45 m2 á jörðinni Hlemmiskeið 1 (L179909) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi ofangreinda umsókn um byggingaleyfi.
10. Brú á Stóru-Laxá - Beiðni um umsögn.
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni. Fyrirhugað er að byggja nýja brú yfir Stóru- Laxá við hlið núverandi brúar. Leita er álits á breytingu eldri brúar í reiðbrú í stað þess að rífa hana.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að eldri brúin verði notuð sem reiðbrú.

11. Samtal við Landsvirkjun. Máli frestað til næsta fundar.

12. Selhöfði lóð undir þjónustumiðstöð.
Auglýst var fyrir skömmu lóð undir þjónustumiðstöð við Selhöfða. Ein umsókn barst og er hún frá Rauðukömbum ehf. Sveitarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við umsækjandann. Anna Sigríður sat hjá.

13. Tilkynning um hlutafjáraukningu Vottunarst. Tún. Lagt fram bréf frá Vottunarstofunni Túni þar boðið aukið hlutafé til kaups til þeirra er forkaupsrétt hafa. Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki kaupréttinn.
14. Umsagnir um þingsályktunartillögur.
Lagðar fram þingsályktunartillögur um eftirgreind mál.
1184. Lög um endurskoðun á landsskipulagsstefnu.
1187. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
1188. Lög um verndar- og orkunýtingaráætlunar.
1191. Lög um umhverfismat og framkvæmda og áætlana.
1192. Lög um rafrettur.
1195. Br á lögum um grunn- og framhaldsskóla.
15. Tilkynning frá ráðuneyti: Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19
Lagt fram og kynnt.

 


Fundi slitið kl. 19:45. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 5 maí . kl 16.00. í Árnesi.