- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árnesi, 6. nóvember 2024
54. sveitarstjórnarfundur
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Skýrsla oddvita á 54. sveitarstjórnarfundi
Yfirferð tilboða í límtréshús.
Opnun tilboða iðnmeistara.
Staða framkvæmda við íþróttamiðstöð.
Staða framkvæmda við Skeiðalaug.
Fundur með ISOR og Landnýtingu.
Svæðisskipulag Suðurhálendis.
Fyrirhugaður íbúafundur vegna framkvæmda Landsvirkjunar.
Fyrirhugaður íbúafundur vegna skipulag í Árnesi.
Haustfundur Landsvirkjunar.
SASS ársþing.
Fjölmenningarhátíð í Aratungu.
Sveitarfélag ársins 2024.
2. Fjárhagsáætlun 2024 - Útkomuspá 2024
Lögð fram útkomuspá fyrir árið 2024. Áætlun ársins 2024 gerði ráð fyrir miklum framkvæmdum ásamt breytingum í skólamálum í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir verulegan kostnað við breytingarnar þá hefur reksturinn gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 84,3 milljónir og samstæðu A og B hluta jákvæð um 71,6 milljónir. Engin lántaka verður á árinu.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir útkomuspá vegna ársins 2024.
3. Gjaldskrá og álagningarforsendur 2025
Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingum á gjaldskrám og álagningarforsendum fyrir árið 2024. Lagt er upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt og engin verðskrá hækki umfram 3,5%.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að gjaldskrár verði til grundvallar á vinnufundi fjárhagsáætlanagerðar og samþykkir sveitarstjórn með fimm atkvæðum að vísa gjaldskrám til síðari umræðu
4. Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028 - fyrri umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og 2026-2028 lögð fram til fyrri umræðu. Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar og drög að fjárfestingaráætlun. Fyrir liggja vinnufundir sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun á milli umræðna.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og áranna 2026-2028 til síðari umræðu.
5. Tilboð í framleiðslu á límtréshúsi með yleiningum
Hinn 17. september 2024 var auglýst útboð á framleiðslu á límtréshúsi með yleiningum. Opnun tilboða átti að fara fram 8. október, en vegna óska um lengri frest til að vinna tilboð fór opnun tilboða fram þriðjudaginn 22. október. Kostnaðaráætlun verksins var 201.832.500 kr. og bárust 7 tilboð frá eftirfarandi aðilum.
Atlas verktakar ehf., kt. 540319-3219 192.130.000 kr.
Límtré Vírnet ehf., kt. 440510-1160 192.464.000 kr.
Protec trading ehf., kt. 520208-0380 231.999.000 kr.
Byko ehf., kt. 460169-3219 254.514.377 kr.
Alerio IS ehf., kt. 451222-0660 276.301.050 kr.
Probygg ehf., kt. 700920-0460 350.065.811 kr.
Húsasmiðjan ehf., kt. 551211-0290 409.000.000 kr.
Í útboðsskilmálum kom fram að við val á tilboðum muni verkkaupi miða við lægsta verð en að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Eftir yfirferð tilboðs Atlas verktaka ehf. lágu ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um hvort bjóðandi uppfyllti hæfiskröfur 6. liðar í kafla 0.1.3. Einnig kom fram að fyrirvari var í tilboðinu við endanlegt magn hljóðvistarplatna samkvæmt kafla 0.1.5 í útboðsgögnunum.
Í kafla 0.4.1 í útboðsgögnunum er tekið fram að gera skuli tilboð í allt verkið eins og lýst er í útboðgögnunum. Einnig er tekið fram að frávikstilboð séu óheimil. Í ljósi þess fyrirvara sem er á tilboði Atlas verktaka og þess að tilboðið byggir aðeins á áætluðum kostnaði við hljóðvistarplötur sem samkvæmt tilboðinu aðeins þekja lítinn hluta þakflatar hússins er það niðurstaða kaupanda eftir yfirferð tilboðsins að það uppfylli ekki kröfur útboðsgagnanna sem settar voru fram í útboðslýsingu og að tilboðið sé haldið óheimilum fyrirvörum og frávikum. Telst tilboðið því ógilt í skilningi 82. gr. laga um opinber innkaup. Í kafla 0.4.6 um meðferð og mat á tilboðum kemur fram að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3. og aðrar kröfur sem gerðar eru í útboðsgögnunum. Er tilboði Atlas verktaka því vísað frá sem ógildu.
Eftir yfirferð tilboðs Límtré Vírnets ehf. liggja fyrir fullnægjandi staðfestingar á því að bjóðandi uppfyllir allar kröfur útboðslýsingar sem komu fram í kafla 0.1.3 ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Tilboð Límtré Vírnets ehf. er því lægsta tilboðið af gildum tilboðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði Límtrés Vírnets ehf.
6. Erindi til sveitarstjórnar v. gróðurhúsa
Lagt fram erindi frá Valbirni Steingrímssyni er varðar möguleg áform Landnýtingar ehf. um uppbyggingu matvælaframleiðslu í og við þéttbýlið í Árnesi. Í erindinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum Valbjarnar séu til frekar ódýrar lausnir til að tryggja litla sem enga ljósmengun frá gróðurhúsum en engar kvaðir séu settar hér á landi um þetta. Óskar Valbjörn eftir því við sveitarstjórn að sett verði ákveðin ströng skilyrði í komandi viðræðum við Landnýtingu ehf. um hversu mikil/lítil ljósmengun má vera frá þeim gróðurhúsum sem verða byggð í framtíðinni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þau skilyrði verði að auki sett í aðal/deiliskipulag sem og inn í þá samninga sem fram undan eru við Landnýtingu ehf. Þannig verður best tryggt til framtíðar að verkefnið verði unnið í sátt við umhverfi og þá íbúa sem í sveitarfélaginu búa.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar Valbirni fyrir erindið. Það liggur fyrir að verði að verkefninu verði settar strangar kröfur í deiliskipulag svæðisins og skýrt kveðið á í samningum að ekki verði ljósmengun frá gróðurhúsunum.
7. Landnýting - samningur
Þann 16. ágúst 2023 var samþykkt samkomulag í sveitarstjórn við Landnýtingu ehf um uppbyggingu á matvælaframleiðslu í Árnesi. Í samkomulaginu var stefnt að undirritun skuldbindandi samnings innan 12 mánaða. Forsvarsmenn Landnýtingar hafa unnið að undirbúningi verkefnisins frá þeim tíma.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps felur sveitarstjóra að vinna framlengingu á fyrri viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Landnýtingar ehf. sem rammar inn næstu skref í undirbúningi og greiningu verkefnisins. Forsendur fyrir að því að verkefnið getið haldið áfram af hálfu sveitarfélagsins er að rannsóknir á afkastagetu hitaveitunnar sé lokið og að niðurstaða þeirrar rannsóknar sýni fram á að afkastageta borholu sveitarfélagsins dugi til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu.
8. Hólaskógur fjallaskáli - yfirlýsing um framsal
Lögð fram yfirlýsing um framsal réttar samkvæmt leigusamningi um Hólaskóg 1 frá Rauðukömbum ehf., kt. 510816-0640 til Hrauneyja ehf., kt. 600421-1310, í samræmi við 4. mgr. 8. gr. leigusamningsins.
Lagt fram til kynningar fyrir sveitarstjórn.
9. Dómur í máli E-6025/2023
Lagt fram til kynningar niðurstaða í dómsmáli sem féll þann 31. október er varðar skaðabótakröfu vegna líkamstjóns stefnanda þegar hann féll í gegnum þakglugga á Skeiðalaug 30. nóvember 2013. Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Vátryggingafélag Íslands, tryggingarfélag sveitarfélagsins, voru sýknuð að fullu.
10. Bréf frá stjórn Skógræktarfélags Íslands
Lagt fram bréf frá stjórn Skógræktarfélags Ísland þar sem fylgt er eftir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið.
Vilborg Ástráðsdóttir víkur af fundi.
11. Skipun í afréttamálanefnd Gnúpverja
Í framhaldi af afsögn Gylfa Sigríðarsonar úr Afréttamálanefnd Gnúpverja þarf sveitarstjórn að skipa nýjan fulltrúa í nefndina.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum að skipa Sigurð Unnar Sigurðsson sem aðalmann í afréttamálanefnd Gnúpverja. Sveitarstjórn skipar Arnór Hans Þrándarson sem formann nefndarinnar. Einnig skipar sveitarstjórn Guðmund Árnason sem varamann.
Nefndin verður því eftirfarandi:
Aðalmenn:
Arnór Hans Þrándarson, formaður.
Helga Höeg Sigurðardóttir.
Sigurður Unnar Sigurðsson.
Varamenn:
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Tryggvi Steinarsson.
Guðmundur Árnason.
Vilborg Ástráðsdóttir kemur aftur inn á fund.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps vill jafnframt koma þökkum til Gylfa Sigríðarsonar fyrir nefndarstörf hans í þágu sveitarfélagsins sem nefndarmaður og formaður Afréttamálanefndar Gnúpverja.
12. Ósk um fjárstuðning til Stígamóta
Lagt fram bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi Stígamóta fyrir árið 2025.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til Stígamóta fyrir árið 2025 að fjárhæð 100.000 kr. Gert verður ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
13. Erindi frá Sjóðnum góða
Lagt fram bréf frá sjóðinum góða þar sem óskað er eftir framlagi til sjóðsins vegna úthlutana úr sjóðinum sem eru fyrirhugaðar í desember.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til Sjóðsins góða að upphæð 100.000. Gert er ráð fyrir framlaginu í núverandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
14. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokk II, C Minna gistiheimili að Skaftholti
Lögð fram umsókn um nýtt rekstrarleyfi frá Skaftholti, sjálfseignarstofnun, fyrir gistingu í flokk II, tegund C Minna gistiheimili. Miðað er við að hámarksfjöldi séu 10 gestir.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við fyrirhugað rekstrarleyfi.
15. Fjárhagsáætlun SVÁ fyrir 2025
Fjárhagsáætlun SVÁ fyrir árið 2025 lögð fram fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða fjárhagsáætlun SVÁ fyrir árið 2025.
16. Fundargögn frá aðalfundi Bergrisans bs.
Fundargögn frá aðalfundi Bergrisans bs. sem fram fór 14. október 2024 kl. 13:00 lögð fram fyrir sveitarstjórn. Á fundinum var lögð fram fjárhagsáætlun Bergrisans fyrir árið 2025 sem sveitarstjórn þarf að staðfesta. Einnig voru samþykktar á fundinum breytingar á samþykktum sem sveitarstjórn þarf að staðfesta í tveimur umræðum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða fjárhagsáætlun Bergrisans bs. fyrir árið 2025. Einnig samþykkir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps framlagðar breytingar á samþykktum Bergrisans bs. og vísar samþykktunum til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
17.Fjárhagsáætlanir Brunavarna Árnessýslu, Almannavarna Árnessýslu, Tónlistarskóla Árnessýslu og Héraðsnefndar Árnesinga fyrir 2025
Fjárhagsáætlanir Brunavarna Árnessýslu, Almannavarna Árnessýslu, Tónlistarskóla Árnessýslu og Héraðsnefndar Árnesinga fyrir árið 2025 lagðar fram til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum fjárhagsáætlanir Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2025, fjárhagsáætlun Almannavarna Árnessýslu fyrir árið 2025, fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnessýslu fyrir árið 2025 og fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Árnesinga fyrir árið 2025.
18. Fundargerð 15. fundar skólanefndar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Fundargerð 290. fundar skipulagsnefndar
Vorsabær 1 lóð L192936; Fjórar smábýlalóðir; Deiliskipulag - 2406070
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til landskika úr lendum Vorsabæjar 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu. Stærð skipulagssvæðisins er um 18 hektarar. Svæðið liggur vestan við bæjartorfu Vorsabæjar og afmarkast að norðanverðu af Fjallsvegi. Aðliggjandi eru skikar úr lendum Vorsabæjar 1 og 2. Á skikanum eru afmarkaðar fjórar smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfu og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins. Umsagnir bárust á auglýsingartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og með framlögðum svörum skipulagshönnuðar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kálfhóll 2 L166477; Kálfhóll 2C; Stofnun lóðar - 2410064
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stofnun nýrrar lóðar. Óskað er eftir að stofna 3.232,71 fm lóð, Kálfhóll 2C, úr landi Kálfhóls 2 L166477 sem verður 93.8 ha eftir skráningu skv. núverandi skráðri stærð. Gert er ráð fyrir að lóðin sé íbúðarhúsalóð en ekkert deiliskipulag er innan svæðisins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fimm atkvæðum. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins, mælist sveitarstjórn til þess að notkun lóðarinnar sé skilgreind í takt við landnotkun svæðisins í aðalskipulagi.
Ólafsvellir L166484; Ólafsvellir 2 og Ólafsvellir L187515; Stofnun lóðar og breytt staðfang - 2410063
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stofnun nýrrar lóðar og beiðni um breytt staðfang.
Óskað er eftir að stofna 2.000 fm lóð, Ólafsvellir 2, úr landi Ólafsvalla L166484 sem verður 445,2 ha eftir skráningu skv. núverandi skráðri stærð. Gert er ráð fyrir að lóðin sé íbúðarhúsalóð en ekkert deiliskipulag er innan svæðisins.
Jafnframt er óskað eftir að staðfangi lóðarinnar Ólafsvellir lóð L187515 fái staðfangið Ólafsvellir 1.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fimm atkvæðum. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins, mælist sveitarstjórn til þess að notkun lóðarinnar sé skilgreind í takt við landnotkun svæðisins í aðalskipulagi. Ekki eru gerðar athugasemdir við breytt staðfang lóðar.
20. Fundargerð 328. fundar stjórnar SOS
Fundargerð lögð fram til kynningar.
21. Fundargerð 23. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð lögð fram til kynningar.
22. Fundargerð 8. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
23. Fundargerð 614. fundar stjórnar SASS
Fundargerð lögð fram til kynningar.
24. Fundargerð aðalfundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
25. Fundargerð 13. fundar skólanefndar Flúðaskóla
Fundargerð lögð fram til kynningar.
26. Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa frá 9.10.2024
Fundargerð lögð fram til kynningar.
27. Fundargerð 114. fundar stjórnar UTU
Fundargerð lögð fram til kynningar.
28. Fundargerð stjórnar SVÁ frá 22.10.2024 og 28.10.2024
Fundargerð lögð fram til kynningar.
29. Fundargerð 18. fundar stjórnar Arnardrangans hses
Fundargerð lögð fram til kynningar.
30. Fundargerð 78. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
31. Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 12:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 9.00, í Árnesi.
Fundargerð undirrituð rafrænt.