Sveitarstjórn

56. fundur 04. desember 2024 kl. 09:00 - 12:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Axel Á. Njarðvík
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir

Árnesi, 20. nóvember 2024

 

Mætt til fundar:

Haraldur Þór Jónsson oddviti, Vilborg Ástráðsdóttir, Bjarni H. Ásbjörnsson, Gunnar Örn Marteinsson og Axel Árnason Njarðvík.

Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundinn.

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skýrsla oddvita á 56. sveitarstjórnarfundi

Fundir vegna um hitaveitu vegna borunar og mælingar.
Fundur með Envalys.
Fundur með Eflu og Landnýtingu.
Fundur vegna íþróttamiðstöðvar.
Íbúafundur 4. desember.

 

2. Álagningarforsendur og gjaldskrár 2025

​Gjaldskrár lagðar fram til síðari umræðu.

Sveitarstjóri gerir grein fyrir helstu breytingum á forsendum álagningar og gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2025.

Álagningarforsendur 2025:

Lögð er fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2025 verði óbreytt 14,97%.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2025 verði 14,97%.

Fasteignaskattur:

A liður fasteignaskatts eins og hann er skilgreindur í a lið 3. mgr. 3, gr. laga nr. 4/1995 verður 0,43% af heildarfasteignamati.

B liður fasteignaskatts eins og hann er skilgreindur í a lið 3. mgr. 3, gr. laga nr. 4/1995 verður 1,32% af heildarfasteignamati.

C liður fasteignaskatts eins og hann er skilgreindur í a lið 3. mgr. 3, gr. laga nr. 4/1995 verður 1,65% af heildarfasteignamati.

Tekjuviðmið til afsláttar af fasteignagjöldum taka breytingum frá árinu 2024 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs á tímabilinu 1. jan 2024- 1. des 2024 og verða gefin út í janúar í samræmi við reglur um afslátt af fasteignaskatti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gert er ráð fyrir að gjalddagar fasteignaskatts og annarra gjalda sem innheimt eru samhliða verði 10 talsins líkt og áður frá febrúar til nóvember. 

 

Lóðarleiga:

Lóðarleiga er 1% af heildarfasteignamati í þéttbýli sveitarfélagsins. Lóðarleigugjöld innheimtast að öðru leyti skv. lóðarleigusamningum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum álagningarforsendur fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2025.

 

Gjaldskrá Leikholts og Þjórsárskóla:

Lögð fram til annarrar umræðu gjaldskrár fyrir fæði og vistun í leikskólanum Leikholti og Þjórsárskóla. Lagt er upp með að gjaldskrár hækki um 3,5%.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að gjaldskrár Leikholts og Þjórsárskóla varðandi vistun og fæði hækki um 3,5% á árinu 2025.

 

Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs:

Lögð fram til annarrar umræðu gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs. Gjald fyrir tunnueiningar við íbúðarhúsnæði lækkar um 11,4%. Losunartíðni verður á 8 vikna fresti. Fast gjald v. rekstur á sorpmóttökustað fyrir íbúðahúsnæði hækkar úr 8.800 kr. í 15.900 kr. og 36.600 í 41.900 fyrir frístunda– og atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði sem hefur ekki grunneiningu íláta. Gjöld vegna reksturs hrædýragáma hækkar um 5%.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið 2025 og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í stjórnartíðindum.

 

Gjaldskrá kaldavatnsveitu Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Lögð fram til annarrar umræðu gjaldskrá kaldavatnsveitu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vatnsgjald er óbreytt 0,2% af heildarfasteignamati íbúðarhúsnæðis, lóða, og atvinnuhúsnæðis, þó að hámarki 41.245 kr. á íbúðarhúsnæði. Ekkert hámarksgjald er á atvinnuhúsnæði. Eitt vatnsgjald er á frístundahúsnæði að fjárhæð 32.605 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá um kaldavatnsveitu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið 2025 og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í stjórnartíðindum.

 

Gjaldskrá fráveitu:

Lögð fram til annarrar umræðu gjaldskrá vegna fráveitu og meðhöndlunar seyru. Tíðni losana við sumarhús breytist og verður á fimm ára fresti. Holræsagjald í þéttbýlunum er innheimt sem hlutfall af fasteignamati og hækkar í takti við þá breytingu. Rotþróargjald hækkar um 3,5% og verður 16.395 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá um fráveitu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið 2025 og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í stjórnartíðindum.

 

Tómstundastyrkur:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að tómstundastyrkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til barna á aldrinum 6-18 ára verði áfram 80.000 kr. á ári.

 

Gjaldskrá mötuneytis:

Hádegisverður nemenda í Þjórsárskóla er gjaldfrjáls.Um gjald fyrir hádegismat starfsmanna fer samkvæmt skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni. Gjaldskrá fyrir fæði nemenda Leikholts fer skv. samþykktri gjaldskrá Leikholts.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að fæðisgjald starfsmanna fari eftir skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni.

 

3. Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028- seinni umræða

​Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.  

Grunnur að fjárhagsáætlun 2025-2028 byggir á áætlun 2024 með viðaukum, húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, framtíðarsýn og ytri áhrifum, s.s. verðlagsbreytingum, kjarasamningum og þróun íbúafjölda og er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikning sveitarfélaga nr. 1212/2015. Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árin 2025-2028 gegnir lykilhlutverki í rekstri og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hún er bindandi stjórntæki og tryggir að fjármunum sveitarfélagsins sé ráðstafað í samræmi við ákvarðandi sveitarstjórnar.

Gert er ráð fyrir í upphafi árs 2025 að í sveitarfélaginu séu búandi um 623 íbúar en verði um 693 talsins í lok ársins. Næstu ár á eftir er gert ráð fyrir að meðaltalsfjölgun íbúa verði um 70 talsins á ári.

Útsvarstekjur hafa farið vaxandi á árinu 2024 og í áætlun fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um samtals 7% á milli ára skv. spá um launaþróun og vinnumagn. Byggist sú forsenda á samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2025 á spá frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á grundvelli þessara gagna er gert er ráð fyrir að útsvarstekjur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi árið 2025 nemi samtals, með eftiráálagningu, um 474,5 millj. kr.

Heildarfasteignamat fasteigna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er að hækka um 10,6% á milli ára. Í áætlun fyrir árið 2025 eru álagningarforsendur fasteignaskatts óbreyttar frá fyrra ári og miðast áætlun um tekjur af fasteignaskatti við heildarfasteignamat fasteigna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem gefið var út í júní 2024 fyrir árið 2025, eða samtals um 456,5 millj kr. Þá er gert ráð fyrir að lóðaleiga sem ígildi skatttekna og innheimtist með fasteignagjöldum, séu 9 millj. kr. og hækka um 19,8%.

 

Aðrar forsendur: 

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki almennt um 3,5% til að mæta hækkunum á verðlagi umfram áætlanir ársins á undan. Gjaldskrá vatnsveitu hækkar í takt við byggingarvísitölu, gjaldskrá vatnsgjalds og fráveitu vegna reksturs rotþróa hækkar um 3,5%. Gjaldskrá sorphirðugjalda er að lækka vegna sorphirðu og afsetningar tunna við heimili eða um 11,3% en gjald lagt á íbúðarhúsnæði vegna reksturs grenndarstöðva og greiðslu fasts kostnaðar á sorpmóttökustöð sveitarfélagsins hækkar um úr 8.800 kr. og í 15.900 kr. Gjald lagt á frístundahúsnæðis, atvinnuhúsnæði og það íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu íláta hækkar um 14,4%. Sveitarfélagið er bundið af því skv. lögum um meðhöndlum úrgangs nr. 55/2006 að innheimta þjónustugjöld af rekstri hreinlætismála þannig að gjöld standi undir kostnaði við veitta þjónustu. Á árinu tók sveitarfélagið í notkun moltugerðarvél þar sem lífúrgangi er breytt í jarðvegsbæti. Hafa allir íbúar sveitarfélagsins, eigendur frístundahúsnæðis sem og atvinnufyrirtæki aðgang að þessum farvegi fyrir lífúrgang. Sú breyting ásamt betri flokkun inni á heimilum hafa lækkað kostnað við afsetningu sorps. Rekstur sorpmóttökustöðvar hefur hins vegar verið í tapi undanfarin ár og breytist því innheimta fasts kostnaðar á hverja fasteign ásamt því að rukkað er eftir gjaldskrá sorpmóttökustöðvar fyrir afsetningu ákveðinna sorpflokka í samræmi við skyldur sveitarfélaga og laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

Rekstrartap fráveitunnar er að lækka á milli ára en fráveitan er þó í tapi upp á 11,3 millj. kr. sem stafar af verðbótagjöldum. Gera má ráð fyrir að tekjur í þennan málaflokk aukist verulega á árunum 2025-2028 vegna fjölgunar íbúða bæði í Brautarholti og Árnesi. 

Varðandi gjaldskrárbreytingar og áhrif þeirra í fjárhagsáætlun 2025-2028 vísast að öðru leyti til ákvörðunar sveitarstjórnar í lið 2 hér að framan í fundargerð um álagningarforsendur og gjaldskrár.

  

Fjárhagsáætlun 2025: 

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, eins og hún er lögð fyrir sveitarstjórn er gert ráð fyrir að samanlögð reikningsskil skili rekstrarafgangi upp á 47. millj kr. eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta.  

Launakostnaður er áætlaður út frá núverandi stöðugildum og breytingum á starfsmannahaldi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Launakostnaður, þar með launatengd gjöld, tekur mið af gildandi kjarasamningum og lögum. Launaáætlun er unnin í samráði við stjórnendur sveitarfélagsins. Búið er að gera nýja kjarasamninga á almennum markaði og gilda þeir til ársins 2028. Ekki er búið að gera nýja samninga við Kennarasamband Íslands. Óvissa ríkir því enn um áhrif af kjarasamningum við kennara, á fjárhag sveitarfélagsins árið 2025 og til framtíðar en ekki er hægt að taka tillit til þeirra áhrifa að fullu fyrr en samningar við Kennarasamband Íslands hafa verða gerðir. Heildarlaunagreiðslur sveitarfélagsins nema um 516 millj. kr. skv. áætlun eða um 36% af heildartekjum.

Óverulegar breytingar eru áætlaðar á rekstri deilda og eininga sveitarfélagsins. Haustið 2025-2026 mun bætast við árgangur í Þjórsárskóla þegar kennt verður við 1.-9. bekk. Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir hækkun almenns rekstrarkostnaðar í takt við verðlagsbreytingar og breytingar á þjónustu við viðkomandi málaflokk. Útgjöld hafa verið aukin þar sem um aukna þjónustuþörf er að ræða, en almennt er ekki gert ráð fyrir auknu fjármagni í ný verkefni á árinu að undanskildum rekstri nýrrar frístunda- og félagsmiðstöðvar.

Fjármunatekjur eru áætlaðar í takti við fjárfestingaráætlun og spár um þróun verðbólgu. Viðskiptareikningar innan samstæðu eru vaxtareiknaðar m.v. innri stöðu sjóða. Fjármagnsgjöld hafa verið uppreiknuð m.v. verðbólguspá og stöðu verðtryggðra lána og er lánasafnið vaxtareiknað miðað við vaxtakjör lánasamninga.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 er tekið er tillit til hlutdeildar sveitarfélagsins í byggðasamlögum og samstarfsverkefnum sveitarfélagsins og áhrifa þess á fjárhag sveitarfélagsins. Útgjöld þeirra aukast líkt og sveitarfélagsins í takt við þróun verðlags og kjarasamningshækkana. Um er að ræða byggðasamlög eða samstarfsverkefni þar sem sveitarfélagið ber ótakmarkaða ábyrgð, en þetta eru  

Brunavarnir Árnessýslu 
Héraðsnefnd Árnesinga 
Byggðasafn Árnesinga 
Listasafn Árnesinga 
Tónlistarskóli Árnesinga 
Héraðsskjalasafn Árnesinga 
Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs (UTU) 
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. 
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs.  
Bergrisinn bs.  

Við gerð fjárhagsáætlunarinnar lágu einungis fyrir samþykktir rekstrarreikningar í samþykktum fjárhagsáætlunum ofangreindra samlaga en ekki efnahagsreikningar eins og lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Er því ekki tekið tillit til byggðasamlaga né samstarfsverkefna í efnahagsreikningi við fjárhagsáætlun 2025. 

 

Framkvæmdir við fasteignir sveitarfélagsins eru annars vegar að skiptast í viðhald og hins vegar í fjárfestingu. Búið er að verja töluverðum fjármunum í viðhald á eignum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum á árinu sem nema samtals að fjárhæð 830 millj. kr. Gert er ráð fyrir að framlög á móti fjárfestingu nemi um 120 millj kr. í formi innheimtra gatnagerðargjalda. Á árunum 2026-2028 er gert ráð fyrir samtals fjárfestingum að fjárhæð um 740 millj kr. og að framlög á móti fjárfestingu nemi um 100 millj kr. í formi innheimtra gatnagerðargjalda.

Helstu framkvæmdir næstu ára eru bygging fjölnota íþróttamannvirkis í Árnesi. Framkvæmdir hófust í lok árs 2024 og er ætlað að þeim verði lokið á síðari hluta árs 2026. Aðrar helstu framkvæmdir tengjast uppbyggingu við Þjórsárskóla, verknámshúsi við skólann og uppbyggingu útisvæðis. Í Brautarholti er áfram miðað við að klára viðhald á Skeiðalaug, gatnagerð sem og að laga útisvæði við leikskólann Leikholt og byggja upp svæðið utan um sorpmóttökustöð sveitarfélagsins.

Samtals fjárfestingar fyrir árin 2025-2028 nema því, skv. fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028, samtals 1.350 millj kr. að teknu tilliti til mótframlaga.

Í tengslum við fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins er lagt til að samþykktar verði lántökur samtals að fjárhæð 865 millj. kr. til að fjármagna áformaðar fjárfestingar á árunum 2025-2028. Tillaga að lántöku í fjárhagsáætlun miðar við að tekið verði óverðtryggt lán að fjárhæð 565 millj kr. á árinu 2025, þar af 10. millj. kr. hlutdeild í láni teknu af byggðasamlögum, og verðtryggt lán að fjárhæð 310 millj kr. árið 2026. Við það mun skuldahlutfall sveitarfélagsins hækka úr 34,2% skv. áætlun ársins 2024 og í 71,0% árið 2025 og 82,7% árið 2026. Í lok árs 2028 er þó gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði komið niður í 65,7%. Reynt var að dreifa lántöku út frá þörf og til að lámarka fjármagnskostnað.

 

Fjárhagsáætlun 2026-2028. 

Í þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 er ekki staðfest fjárhagsáætlun heldur einungis yfirlit fyrir árin 2026-2028. Byggist þriggja ára áætlun á grundvelli áætlunar fyrir árið 2025 en ekki er gert ráð fyrir breytingu á rekstri einstakra málaflokka að undanskilinni áframhaldandi innleiðingu skólaumhverfis og markmiða um heildstæðan skóla í Þjórsárskóla frá og með árinu 2026.  

Skatttekjur byggjast á áætlaðri þróun íbúafjölgunar og skatttekjum frá árinu 2024. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins en gert er ráð fyrir að verðlag þróist og að verðbólga verði 2,7% árið 2026, 2,5% árið 2027 og 2,5% árið 2028.

Árið 2026 verður rekstrarafgangur að fjárhæð 91,7 millj kr., árið 2027 verður rekstrarafgangur 161 millj. kr. og árið 2028 verður rekstrarafgangur 210 millj kr. Gert er ráð fyrir að tekjur á hvern íbúa verði um 1,66 millj. kr. á ári frá 2025-2028.

Gert er ráð fyrir að launakostnaður aukist jafnt og þétt næstu ár, bæði í takt við hækkun kjarasamninga og einnig í takt við aukna samlegð í rekstri og minni útvistun verkefna. Á móti er annar rekstrarkostnaður að lækka á ári næstu árin en afskriftir munu aukast með tilkomu mikilla fjárfestinga næstu 3-4 árin og skuldsetning mun aukast á framkvæmdatíma.

 

Lokaorð

Fjárhagsáætlun sem lögð er fram til síðari umræðu hefur verið unnin í samráði við sveitarstjórn og stjórnendur deilda sveitarfélagsins.  

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og árin 2026-2028 og staða sveitarfélagsins árið 2024 sýnir að rekstur sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps er traustur og í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Sveitarfélagið hefur svo sannarlega laðað að sér undanfarin ár, bæði fólk og verkefni. Helstu drifkraftar áætlunarinnar eru þróun útsvarsstofns, þróun íbúafjölda og þróun verðlags. Í áætluninni er miðað við að þjónustustig verði sambærilegt og verið hefur undanfarin ár.

Búið er að fjárfesta í núverandi innviðum til framtíðar með miklu viðhaldi og umfangsmiklar framkvæmdir eru áætlaðar á næstu árum sem bæði er ætlað að tryggja innviði til framtíðar sem og að byggja undir frekari þjónustu við íbúana. Mikil uppbygging nýrra fasteigna eru fyrirhugaðar bæði í Brautarholti og í Árnesi og er brýnt að tryggja vatnsbúskap og fráveitulausnir fyrir þær byggðir. Mikilvægt er í allri uppbyggingu að unnið verði að forgangsröðun fjárfestinga til að fjármagnið nýtist sem best. Forgangsröðun fjárfestinga næstu ára er í þágu grunnþjónustu, s.s. með nýrri íþróttaaðstöðu, samgöngum, í vatns- og fráveitumálum sem og umhverfismálum. Við þær aðstæður er þó óhjákvæmilegt að auka við skuldir sveitarfélagsins tímabundið.

Ytri aðstæður hafa þó líka áhrif á rekstur sveitarfélagsins og geta þær oft á tíðum verið áskorun. Enn á eftir að semja við stóran hluta starfsfólks sveitarfélagsins. Vaxtastig og verðbólga hefur verið há undanfarin misseri og geta hæglega haft áhrif á áætlanir um rekstur og fjárfestingar á stuttum tíma. Blikur eru þó á lofti um áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxtastigs og vonandi halda báðir þættir áfram að lækka næstu mánuði og ár.

Með traustri fjárhagsstöðu hefur verið hægt að draga úr skuldsetningu undanfarin 3 ár. Álögur á íbúa eru hóflegar, ekki var farið í að auka álögur umfram verðlag í almennum gjaldskrám og álagningarprósentur fasteignaskatts helst óbreytt á milli ára.

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur státar af góðum mannauði sem ber hitann og þungann af starfsemi sveitarfélagsins á hverjum degi. Það er ekki síst þeim að þakka hversu gott þjónustustig er í sveitarfélaginu. Framlag alls starfsfólks okkar er ómetanlegt og undirstaða þess að áfram getum við byggt gott og eftirsóknarvert samfélag fyrir alla aldurshópa.

Allar kennitölur sýna að rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og byggir á traustum grunni. Mikilvægt er þó haldið sé áfram á sömu braut og gætt sé fjárhagslegs aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Mörg viðfangsefni bíða sveitarfélagsins í nánustu framtíð, við eigum góða innviði og gott fólk til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar og þann grunn sem þarf til að sinna grunnstarfsemi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir og staðfestir með fimm atkvæðum  fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og yfirlit fyrir árin 2026-2028 og felur sveitarstjóra að annast skil á áætluninni til viðkomandi aðila.  

 

4. Samþykkt um afslátt af fasteignaskatti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Lagðar fram uppfærðar samþykktir um afslátt af fasteignaskatti til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum uppfærðar samþykktir um afslátt af fasteignaskatti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

5. Tilboð í steypu, kambstál og einangrun

​​​Hinn 15. nóvember 2024 voru auglýst tvö sjálfstæð útboð, steypa og kambstál og einangrun fyrir byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi. Opnun tilboða fór fram 2. desember.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Steypa:  

Steypustöðin ehf, kt. 660707-0420 35.588.880 kr.   

B.M. Vallá ehf, kt. 450510-0680 30.652.000 kr.   

Kostnaðaráætlun verksins nam 31.742.400 kr.  

----------------------------------------------------------------------------------- 

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: Kambstál og einangrun:  

Húsasmiðjan ehf, kt. 551211-0290 11.046.227 kr.   

Land og verk ehf, kt. 5109140230 15.978.573 kr.   

Byko ehf, kt. 460169-3219 11.523.008 kr. 

Kostnaðaráætlun verksins nam 13.913.100 kr.  

----------------------------------------------------------------------------------- 

 

Í útboðsskilmálum kom fram að við val á tilboðum muni verkkaupi miða við lægsta verð en að við val á tilboðum verði einungis litið til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla kröfur í kafla 0.1.3 í útboðsgögnum ásamt öðrum kröfum sem gerðar voru í útboðsgögnunum. Eftir yfirferð tilboða uppfylla allir lægstbjóðendur kröfur sem settar voru á bjóðendur.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði B.M. Vallá ehf að upphæð 30.652.000 kr. í steypu og að taka tilboði Húsasmiðjunnar ehf. að upphæð 11.046.227 kr. í kambstál og einangrun.

 

6. Tilnefning í vinnuhóp v/ kostnaðarskiptingu í BÁ

​​​​​Á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga var samþykkt að skipaður verði vinnuhópur til að greina kostnað við brunavarnir og vinna tillögu að skiptingu kostnaðar. Vinnuhópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi. Vinnuhópurinn skili sínu niðurstöðum á vorfundi Héraðsnefndar 2025. Óskað er eftir því að sveitarstjórn skipi fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í vinnuhópinn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Harald Þór Jónsson sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í vinnuhóp til að greina kostnað við brunavarnir og vinna tillögu að skiptingu kostnaðar.

 

7. Fundargerð 292. fundar skipulagsnefndar

​Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Stækkun á Búðanámu; Aðalskipulagsbreyting - 2411052Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Breytingin felur í sér stækkun á Búðanámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búðafossvegi. Stærð námunnar er 1 ha og heimiluð efnistaka er 50.000 m3. Náman verður stækkuð í 4,5 ha og efnismagn sem heimilt verður að taka er hækkað í 60.000 m3.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2401008Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verður nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 4 ha svæði. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fjórum atkvæðum breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsbreytingar þar sem við á. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Axel Árnason Njarðvík situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að huga ætti að öðrum efnistökukostum með það að leiðarljósi að hlífa friðlýstu menningarlandslagi og nútímahrauni, sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga, fyrir raski. Enn fremur er fyrirhugað efnistökusvæði innan mikilvægs fuglasvæðis á Suðurlandsundirlendi.

 

Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2311057

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491. Í breytingunni felst að hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði. Tillaga deiliskipulags er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Reykir L166491; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2411063

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Reykja L166491 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar verða fjórar frístundalóðir austast í landinu sem liggja að Sandlæk. Aðalskipulagsbreyting er lögð fram samhliða deiliskipulagi þessu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess við umsækjanda og deiliskipulagshönnuð að staðföng verði skilgreind innan svæðisins í takt við reglugerð um skráningu staðfanga.

 

Klettar L166589; Aðalskipulagsbreyting; Fyrirspurn - 2411079

Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til beiðni um heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á landi Kletta L166589. Í breytingunni felst að skilgreint landbúnaðarland breytist í verslun- og þjónustu á um 4.5 ha svæði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Kletta.

 

 

8. Fundargerð 16. fundar skólanefndar

Tekin eru til samþykktar uppfærð skóladagatöl skv. 7. tl. fundargerðar skólanefndar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum uppfærð skóladagatöl fyrir Þjórsárskóla og Leikholt.

 Tekin eru til samþykktar tillögur skólanefndar, skv. 13. tl. um úthlutun úr Þróunarsjóði skólasamfélags í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fjórar umsóknir bárust. Samþykktar voru þrjár umsóknir. Einni umsókn var hafnað þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði reglna til úthlutunar úr sjóðnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir tillögur skólanefndar með 5 atkvæðum.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

9. Fundargerð 14. fundar skólanefndar Flúðaskóla

​Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

10. Fundargerð aðalfundar Afréttamálafélags Flóa- og Skeiða

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

11. Fundargerð 329. fundar stjórar SOS

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

12. Fundargerðir 955, 956, 957 og 958 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

13. Ályktanir ársþings SASS 2024

Ályktanir ársþings SASS lagðar fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 12:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 18. desember, kl. 9.00, í Árnesi.

Fundargerð undirrituð rafrænt.