- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
1. Kynning á Hrútmúlavirkjun. Til fundarins mættu Ásbjörn Egilsson, Gréta Hlín Sveinsdóttir frá verkfræðistofunni Eflu og Arnar Bjarni Eiríksson fyrir hönd Gunnbjarnar ehf. Félagið er eigandi jarðarinnar Skáldabúða og hyggst það reisa þar vindlund (vindaflsvirkjun) undir heitinu Hrútmúlavirkjun. Ásbjörn, Gréta og Arnar kynntu verkefnið fyrir sveitarstjórn og sveitarstjóra. Við Skáldabúðir eru talin vera góð skilyrði fyrir vindaflsvirkjun með framleiðslugetu allt að 85 megawött. Framkvæmdasvæði er áætlað um 10 ferkílómetrar. Fjöldi vindmylla getur orðið allt að 25, heildarhæð hverrar getur orðið allt að 150 metrar. Farið var yfir tæknileg atriði er varða virkjunina, þar með talin sjónræn áhrif, hljóðvist og fleira. Verkefnið þarf að fara í umhverfismat. Stefnt er að íbúakynningu á verkefninu innan skamms.
2. Leikholt -framkvæmdir vegna myglu. Sveitarstjóri og oddviti sögðu frá framkvæmdum við endurbætur á húsnæði leikskólans Leikholts vegna myglu.
3. Fundargerð skólanefndar – leikskólamál. Lögð var fram og staðfest fundargerð 12. fundar skólanefndar um leikskólamál frá 7. janúar sl.
4. Samningur um leigu á húsnæði undir leikskóla. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi um tímabundna leigu á húsnæði undir starfsemi leikskóla. Um ræðir húsnæði á Blesastöðum, 299 fermetrar að stærð. Björgvin Skafti, Einar og Matthías samþykktu að fela sveitarstjóra að ljúka við gerð samningsins og undirrita hann. Anna Sigríður og Ingvar sátu hjá.
5. Tillögur að leikskólagjöldum. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að leikskólagjöldum. Í framhaldi af því benti sveitarstjóri á mikinn kostnað við rekstur leikskólans. Við það bætist kostnaður við endurbætur á húsnæðinu um þessar mundir. Máli vísað til umfjöllunar í skólanefnd.
6. Fjárhagsáætlun viðauki 2021. Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. Samningur um félagsheimilið Árnes. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi um leigu á félagsheimilinu Árnesi. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ljúka við gerð samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. Bókasafn – framtíð. Rætt var um framtíð reksturs bókasafns sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða að loka bókasafninu í þeirri mynd sem það er nú. Unnið verði framtíðarútfærslu. Sveitarstjóra falið að framkvæma viðeigandi ráðstafanir.
9. Fréttabréf – útgáfa. Sveitarstjórn samþykkir að hætta útgáfu fréttabréfs í þeirri mynd sem verið hefur.
10. Holtabraut 21-23. Lögð var fram umsókn frá félaginu Trix ehf undirrituð af Haraldi Jónssyni, um lóðirnar Holtabraut 21- 23 í Brautarholtshverfi. Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðanna til Trix ehf og felur sveitarstjóra að semja lóðarleigusamning.
11. Fundargerð 209 fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 17,18,19,20 og 21.þarfnast afgreiðslu.
Mál 17. Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag - 2008048
Landsvirkjun heldur kynningu á virkjanaáformum í Þjórsá, Hvammsvirkjun í gegnum fjarfund. Á fundinn mæta Helgi Jóhannesson og Ólöf Rós Káradóttir frá Landsvirkjun ásamt Ásgeiri Jónssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur frá EFLU verkfræðistofu.
Lögð er fram umsókn frá Landsvirkjun er varðar deiliskipulag virkjunar í neðanverðri Þjórsá. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna umfangs málsins. Nefndin mælist til þess að framlögð kynning Landsvirkjunar verði lögð fram á heimasíðum sveitarfélaganna og UTU.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagstillögu til kynningar í í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að kynning Landsvirkjunar verði lögð fram á heimsíðu sveitarfélagsins. Anna Sigríður sat hjá.
Mál 18. Flatir lóð 17 L193908; Óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2101011
Lögð er fram beiðni frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi varðandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að lóð sem áður var frístundalóð en var færð undir landbúnaðarsvæði við heildar endurskoðun aðalskipulags verði færð til baka undir frístundanotkun. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við meðfylgjandi gátlista.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda aðalskipulagsbreytingu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið frá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Samþykkt að málið verði sent til Skipulagsstofnunar til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
Miðhús 2 (L166580); umsókn um byggingarleyfi; geymsla - 2101004
Mál 19 Umsókn Svavars M. Sigurjónssonar fyrir hönd eigenda á Miðhús 2 (L166580) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um byggingarleyfi til að byggja óeinangraða og óupphitaða geymslu 61,4 fm.
Sveitarstjórn samþykkir að ofangreint mál fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Samþykkt að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa, ef ekki berast athugasemdir vegna grenndarkynningar.
Mál 20 Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2101012
Lögð er fram umsókn frá Valdemar Bragasyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að afmörkun svæðis F39 er breytt og heimilt verði að lóðarstærðir innan breyttrar afmörkunar verði 0,25 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að umsókn um breytingu á aðalskipulagi verði hafnað. Samkvæmt skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir því að lóðir á frístundasvæðum séu alla jafna á bilinu 0,5-2 ha. Svæðið sem umsótt breyting tekur til telst auk þess vera ræktunarland í flokki II - gott akuryrkjuland. Innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, lið 2.3.1 er varðar landbúnaðarsvæði er gert ráð fyrir því að svæði sem flokkast sem gott landbúnaðarland (flokkur 1 og II) verði áfram nýtt til landbúnaða, einkum matvælaframleiðslu.
Sveitarstjórn hafnar ofangreindri breytingu á aðalskipulagi.
Mál 21 Hæll 3 Ljóskolluholt L166571 og Hæll 3 Norðlingaflöt L229847; Deiliskipulag - 2010018
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Hæl 3, Ljóskolluholti og Hæl 3 Norðlingaflöt eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Gögn hafa verið uppfærð í takt við umsagnir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar.
12. Fundargerð NOS 05.01.2021 Fundargerð lögð fram og staðfest.
Fundi slitið kl. 18:50. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. febrúar nk . kl 16.00. í Árnesi.
_______________________
Björgvin Skafti Bjarnason
_____________________________ ___________________________
Einar Bjarnason Ingvar Hjálmarson
________________________ _______________________
Matthías Bjarnason Anna Sigríður Valdimarsdóttir
Gögn og fylgiskjöl: