Sveitarstjórn

51. fundur 25. nóvember 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason. Oddviti stjórnaði fundi
Starfsmenn
  • Auk þess sátu fundinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson undir liðum 1 – 3 og Kristófer A. Tómasson Sveitarstjóri og ritaði hann fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá fundarins

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Gjaldskrár 2021. Umræða um gjaldskrár. Lagðar fram tillögur að gjaldskrám ársins 2021. Talsverðar umræður um tillögur að gjaldskrám 2021. Ákvörðun um gjaldskrár frestað til næsta fundar sveitarstjórnar

2. Útsvar 2021. Útsvarsprósenta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er nú 14,48%. Heimilt er að hækka útsvarshlutfall í 14,52% Það myndi skila ca 790.000 kr. tekjuaukningu í sveitarsjóð.

Ákvörðun um útsvarsprósentu frestað til næsta fundar.

3. Fjárhagsáætlun 2021-2024 önnur umræða. Bjarni Hlynur Ásbjörnsson lagði fram og kynnti drög að fjárhagsáætlun. Haldnir hafa verið vinnufundir um fjárhagsáætlunina með sveitarstjórn, skólastjórum leik- og grunnskóla auk matráðs. Talsverðar umræður voru um áætlunina. Áætlun vísað til lokaumræðu 9 desember.

4. Vatnsmál Minni- Mástunga. Lagt var fram erindi frá Kristmundi Árnasyni fyrir hönd AK bygg ehf, eiganda að hótelhúsnæði í Minni-Mástungu. Fram kemur í erindinu að félagið hafi ekki haft aðgang að köldu vatni fyrir húsnæðið. Félagið hefur nýverið borað eftir köldu vatni og hyggst leggja það að umræddu húsnæði. Félagið óskar eftir að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við vatnsveituna og lækkun fasteignagjalda tímabundið. Sveitarfélagið hafnar ofangreindri beiðni.

5. Fasteignagjöld, álagningarhlutföll 2021. Álagningarhlutföll eru nú A flokkur 0,40%, B flokkur 1,32% og C flokkur 1,65%. Ákvörðun um álagningarhlutföll 2021 frestað til næsta fundar.

6. Tómstunda- og æskulýðsstyrkur 2021

Tómstunda- og æskulýðsstyrkur er 80.000 kr. pr. barn 6- 18 ára árið 2020. Þegar hafa verið greiddar 2,7 mkr.2020. Sveitarstjórn samþykkir að tómstunda- og æskulýðsstyrkur verði 80.000 kr. pr. barn á aldrinum 6-18 ára. Skilmálar fyrri ára verði óbreyttir.

7. Erindi. Afréttamálanefnd. Lagt fram erindi frá Afréttarmálanefnd Gnúpverja. Undirritað af Gylfa Sigríðarsyni formanni. Í erindinu er farið yfir framkvæmdir að undanförnu er snúa að viðfangsefnum nefndarinnar. Styrkur frá vegagerð 2 mkr rann til lagfæringa á afréttarvegum og er óskað eftir að sótt verði slíkan styrk fyrir næsta ár til þeirra verkefna. Nefndin óskar eftir 3 mkr fjárveitingu til lagfæringa á Skaftholtsréttum. Auk fjármagns 350 þkr. til lagfæringa á safngerði við réttirnar. Nefndin óskar auk þess eftir fjármagni til endurbóta á fjallaskálum á Gnúpverjaafrétti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ræða við Afréttarmálanefnd Gnúpverja um þörf fyrir ofangreind verkefni.

8. Erindi-fjallaskálar. Lagt fram erindi frá hjónunum Hrönn Jónsdóttur og Gylfa Sigríðarsyni í Háholti. Þau óska eftir að taka að sér rekstur á fjallaskálum á Gnúpverjaafrétti, um er að ræða skálana í Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotnum og Tjarnarveri. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjendur.

9. Skólanefnd. Fundargerðir frá 24.11.2020. Lögð fram fundargerð 11.fundar skólanefndar um Grunnskólamál. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun um rekstur grunnskólans 2021. Ekki  komu fram athugasemdir við drögin.

Lögð fram fundargerð 11. fundar um leikskólamál.  Lögð fram auk annarra mála, drög að fjárhagsáætlun um rekstur leikskólans 2021. Ekki  komu fram athugasemdir við drögin

10. Framtíð Árness Fundargerð nefndar. 15.11.2020. Fundargerð lögð fram. Vísað er til þess að sveitarstjórn vísaði á fundi sínum 21.10.2020 mál til umsagnar varðandi framtíð félagsheimilisins Árness. Nefndin leggur til að haldið verði málþing um framtíð Árness með það að markmiði að greina megi framtíðarmöguleika Árness. Sveitarstjórn styður ofangreindar hugmyndir um málþing. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir aðila til að taka að sér rekstur félagsheimilisins Árness. Sveitarstjóra falið að annast tilheyrandi auglýsingu.  

11. Fundargerð umhverfisnefndar 09.11.2020. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12. Ungmennaráð - skipun fulltrúa.  Sveitarstjórn felur fráfarandi ungmennaráði að leita eftir nýjum einstaklingum í ungmennaráð og leggja fram tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórn.

13. ÍBU-beiðni um styrk. Lagt fram erindi frá Íþrótta- og boltafélagi uppsveita. Undirritað af Sólmundi Sigurðarsyni. Óskað eftir styrk frá sveitarfélaginu til félagsins að fjárhæð 200.000 kr. Samþykkt samhljóða að veita félaginu styrk að fjárhæð 120.000kr Gert verður ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2021 bókist á deild nr. 680. Matthías Bjarnason vék af fundi undir þessum lið. Auk þess samþykkir sveitarstjórn samhljóða að félagið hafi ótakmörkuð afnot af íþróttavelli í Árnesi án endurgjalds.

14. Jafnlaunakerfi ÍST 85:2012  - 2. stigs úttekt,  skýrsla Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Lögð fram skýrsla um jafnlaunaúttekt, framkvæmd var 18.nóvember 2020. Úttektaraðili Hrafn Hilmarsson hjá BSI. Úttekt fór fram samkvæmt staðlinum 85:2012. Um jafnlaunakerfi. Niðurstaða úttektarinnar er mjög jákvæð. Hvorki komu upp athugasemdir né frábrigði í úttektinni.

15. Starfsskýrsla landbótafélag Gnúpverja 2019. Lögð fram og kynnt skýrsla undirrituð af Hrönn Jónsdóttur formanni félagsins um starfsemi félagsins árið 2019.

16. Þáttt.minningard.fórnarl.umferðarslysa. Lagt fram og kynnt.

17. þingsálykt.um.orlofshúshúsnæði.örorkulífeyrisþega. Lagt fram og kynnt.

18. Aðalfundur Skóla-og Velferðarþjónustu Árnesþings. Fundargerð lögð fram. Lagður fram ársreikningur 2019 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn og fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti.

19. Þingsálykt.þjóðaratkv.flugvöll.þskj0039. Lagt fram og kynnt.

20. Frv.til.laga.breyting.lög.um.fiskeldi. Lagt fram og kynnt.

21. Hólaskógur Samningamál. Rauðukambar ehf óska eftir að gerður verði nýr leigusamningur fjallaskálann í Hólaskógi. Máli frestað til næsta fundar.  

22. Lóðaleigusamningur Suðurbraut 3  til staðfestingar. Lagður fram undirritaður lóðaleigusamningur að Suðurbraut 3. Samningur staðfestur.

23. Tilkynning.niðurfelling héraðsvegar Votumýrarvegur. Lagt fram og kynnt

24. Starfslýsingar oddvita( fulltrúa sveitarstjórnar) og sveitarstjóra. Lagðar fram starfslýsingar. Lagðar fram og kynntar starfslýsingar fulltrúa og sveitarstjóra. Starfslýsingar samþykktar samhljóða.

25. Umsögn.UAR.Hellnaholt. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðar Hellnaholt við Fossnes. Óskað var eftir undanþágu við fjárlægð frá vegi. Skipulagsstofnun samþykkir undanþáguna fyrir sitt leyti. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

26. 205. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar. Mál nr. 19 og 20 þarfnast afgreiðslu.

Mál 19. Stóra-Mástunga 1 L166603; Stóra-Mástunga 1A; Stóra-Mástunga 1B186211; Stofnun og staðfesting á afmörkun lóða – 2010090. Umsókn um stofnun lóðar og staðfestingu á hnitsetningu lóðar úr landi Stóru-Mástungu 1 L166603 með staðfanginu Stóra-Mástunga 1A.  Auk þess staðfestin á hnitsetningu lóðarinnar Stóra-Mástunga 1B. Kvöð er um aðkomu að lóðunum um heimreið Stóru-Mástungu 1.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun og afmörkun lóðanna skv fyrirliggjandi umsókn. Nefndin gerir ekki athugsemd við staðfestingu landskipta skv 13 gr. Jarðarlaga og mælist til þess að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki landeigenda á hnitsetningu lóðanna.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um samþykki landeigenda á hnitsetningu lóðanna.

Mál 20. Brautarholt L166450 og L179531; Fjölgun lóða og breyting lóðamarka; Deiliskipulagsbreyting – 2011011.

Umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu á dsk fyrir Brautarholt á Skeiðum. Í breytingunni felst að mörk og stæðir lóða breytast innan svæðisins. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn samþykki umræddar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fá málsmeðferð á grundvelli 1. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr 123/2010 er varða breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar breytingar á deiliskipulagi á umræddu svæði. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr 123/2010 er varða breytingu á deiliskipulagi.

Mál til kynningar:

27. Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga framlegnd til  10.nóv.2021

28. Yfirlýsing SÍS v. br. starfskyldum starfsm.grunn og leiksk. v. covid 19

29. frv.til.laga.breyting.á.skipulagslögum

30. 564.fundur stjórnar SASS

31. Ársskýrsla  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 2019

32. Lagafr.breyting.lögum.náttúruvernd

33. Þingsályktunart. aðgerðir fyrir sveitarf. v. Covid 19

34. 6. fundargerð Almannav.nefnd Árnessýslu

35. Afgreiðslufundur Byggingafulltrúa 20-130

36. Þingsálykt.búsetuöryggi.á.dval.og.hjúk

37. Þinsályktunartillaga.heildarstefna.afreksíþrótta

38. Snjómokstur samningar við verktaka. Verktakarnir Strá ehf og Georg Kjartansson hafa annast snjómokstur fyrir sveitarfélagið á síðastliðnum árum. Vegagerðin er auk þess aðili að samningnum. Ofangreindir verktakar eru tilbúnir til að annast snjómokstur fyrir sveitarfélagið næstu tvö ár á sambærilegum kjörum og verið hefur. Lögð voru fram drög að samningi. Sveitarstjóra falið að annast samningamál við verktakana fyrir hönd sveitarfélagsins.

39. Önnur mál.

A. Sala á eigninni Bugðugerði 9 B. Sveitarstjóri greindi frá að kauptilboð hefði borist í eignina Bugðugerði 9B. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að selja húseignina og felur sveitarstjóra að undirrita tilheyrandi skjöl.

 

Fundi slitið kl. 19:50.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  9. desember kl  16.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: