Sveitarstjórn

6. fundur 21. september 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Sylvía Karen Heimisdóttir

Ekki voru gerðar athugasemdir við fundarboðið
Óskað eftir því að við bætist málsliður vegna Bugðugerði 5b, húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Samþykkt er að bæta málinu við dagskrá fundarins sem 16 mál á dagskrá

1. Skýrslugjöf sveitarstjóra á 6. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

  • Umdæmisráð barnaverndar á landsvísu.
  • Skeiðalaug – staða á undirbúningi á framkvæmdaáætlun
  • Félagsheimilið í Brautarholti - undirbúningur framkvæmda
  • Ljósleiðaralagnir í Áshildarmýri. Viðræður við Áshildarmýri ehf. um að taka yfir ljósleiðaralagnir í Áshildarmýri.
  • Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.
  • Áætlaður íbúafundur í Árnesi 2. október.
  • Þjórsárdalurinn – uppbygging innviða.
  • Fundur sveitarstjóra með forstjóra Vegagerðarinnar um vegamál í sveitarfélaginu.
  • Störf nefnda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
  • Deiliskipulag í Brautarholti. Undirbúningur útboðs í gatnagerð.
  • Mön – niðurrif á húsnæðinu sem hrundi síðasta vetur.
  • Skólaþing 18. eða 19.nóvember (í undirritaðri fundargerð stendur október, en í raun á það að vera nóvember)

 

2. Rekstraryfirlit 6 mánaða

Fjármálastjóri leggur fram rekstrarreikning sveitarsjóðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps og B hluta fyrirtækja, að undanskyldum Hitaveitu Brautarholts og Fjarskiptafélagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps ehf., fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2022 (1.janúar- 30.júní). Hagnaður fyrstu sex mánuðina er rúmar 30 millj. kr., eftir afskriftir og fjármagnsliði. Áætlun ársins 2022, með viðauka, gerir ráð fyrir að hagnaður í árslok verði um 20,5 millj. kr.

Rekstur sveitarfélagsins er því á nokkurri uppleið og betri en áætlanir gera ráð fyrir. Að sama skapi er um að ræða betri afkomu en á sama tíma fyrra árs. Yfirdráttarheimild á reikningi sveitarsjóðs er ónýtt og handbært fé sveitarsjóðs um miðjan september 2022 er um 36 millj. kr. eftir að greitt hefur verið upp óhagstætt langtímalán að upphæð 11,8 millj. kr.

Heilt yfir er rekstur sveitarfélagsins því orðinn stöðugur og í stakk búinn til að takast á við frekari uppbyggingu innviða.

Sveitarstjórn þakkar fjármálastjóra góða kynningu og lýsir ánægju yfir góðri stöðu sveitarsjóðs.

3. Innri úttekt 2022 -  skýrsla úttektaraðila

Sveitarstjóri leggur fram skýrslu eftir innri úttekt á jafnlaunakerfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Niðurstaða innri úttektar er að í heild er jafnlaunakerfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012. Launagreining var gerð á júlí launum 2022 og var niðurstaðan mjög góð, frávik voru einungis 1,2% og fylgni milli starfaflokkunar og launa sem greidd eru, voru 98,8%. Framundan er svo ytri úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með góða niðurstöðu innri úttektar.

 

4. Drög að endurskoðuðum siðareglum

Núgildandi siðareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru frá árinu 2013. Lagðar eru fram drög að endurskoðuðum siðareglum Skeiða- og Gnúpverjahrepps til samþykktar í sveitarstjórn.

Vinna þarf siðareglur áfram. Afgreiðslu frestað.

 

5. Samþykkt um stjórn- breyting

Við breytingar á samþykktum sveitarstjórnar kom fram ábending frá Innviðaráðuneytinu.  Brugðist hefur verið við ábendingunni, sem felur í sér að skipulagsstofnun fer með matsskyldu framkvæmda skv. lögum en ekki umhverfisnefnd líkt og kveðið er á um sí samþykktum stjórnar, og er breytingin lögð fram til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum takmarkaðar breytingar á samþykktum. Fjármálastjóra falið að ganga frá viðauka við samþykkt til birtingar.   

 

6. Veitur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru margar heitavatnsveitur og kaldavatnsveitur í einkaeigu.  Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir allar þær veitur sem eru til í sveitarfélaginu og hver staðan er á þeim. Sveitarstjóri leggur til að fela veitunefnd að safna upplýsingum um allar veitur í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að vísa verkefninu til veitunefndar.

 

7. Starf Umhverfis og tækissviðs uppsveita - heimsókn og kynning

Jóhannes Símonarson, framkvæmdastjóri UTU, Davíð Sigurðsson, byggingafulltrúi og Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi, komu inn á fundinn og kynntu starfssemi Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita og svöruðu fyrirspurnum.

Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu.

 

8. Beiðni um leyfi til rannsókna í Reykholti

Ragnheiður Gló Gylfadóttir sækir um leyfi til fornleifarannsókna í Reykholti.  Forkönnun er fyrirhuguð í haust en heildaruppgröftur sumarið 2023.

Sveitarstjórn samþykktir með 5 atkvæðum leyfi til fornleifarannsókna í Reykholti.

 

9. Hrunaprestakall. Styrkbeiðni

Beiðni frá Hrunaprestakalli um styrk til æskulýðsstarfs starfsveturinn 2022-2023. Sú nýbreytni verður í vetur á fermingarstarfi í Hrunaprestakalli að öllum nemendum í 8.bekk Flúðaskóla verður boðið í menningar-, skemmti og fræðsluferðir, óháð því hvort barn fermist eða ekki.  Óskað er eftir styrk að upphæð 10.000 kr. á hvert barn á þessum aldri í sveitarfélaginu. Áætluð styrkfjárhæð er um 100.000 m.v. fjölda barna á þessum aldri.

Sveitarstjórn hafnar umbeðinni styrkveitingu. Sveitarstjórn samþykkir hins vegar með 5 atkvæðum að æskulýðsstarf líkt og að framan greinir falli undir skilyrði fyrir  frístundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Með því móti er tryggt jafnræði allra barna að styrkveitingum til íþrótta- og æskulýðsstarfa. Sveitarstjóra falið að endurskoða reglur um tómstundastyrk þannig að þær nái til tómstunda- og æskulýðsstarfs.

 

10. Fundargerð Skipulagsnefndar, 245. fundur

25. Miðhús 2 L166580; Frístundasvæði; Deiliskipulag - 2204032

Lögð er fram að nýju tillaga er varðar nýtt deiliskipulag í landi Miðhúsa 2 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða fyrir frístundahús sem byggir á samkomulagi landeigenda um skiptingu svæðisins.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúperjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Samþykkt er að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                  

26. Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2101012

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Miðhúsa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu. Svæðið sem um ræðir er í landi Miðhúsa 1 og 2 og liggur beggja vegna Þjórsárdalsvegar (nr. 32). Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                  

27. Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting - 2206010

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjaráss veiðihúss L233313 í Laxárdal við Stóru-Laxá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags- og skipulagsuppdrætti.

Vegna erindis sem barst frá ábúendum í Laxárdal með athugasemdum við deiliskipulagið er afgreiðslu máls frestað.

 

11. Fundargerðir Bergrisans

Fundargerðir 42. stjórnarfundar og aðalfundar Bergrisans lagðar fram til kynningar.

 

12. Fundargerð um svæðisskipulag Suðurhálendis

Fundargerð 1. fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram til kynningar

 

13. Fundargerð 586. stjórnar SASS

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

14. Fundargerð Byggðarsafns Árnesinga

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

15. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu

Fundargerð lögð fram til kynningar

16. Bugðugerði 5b

Tilboð barst í eign sveitarfélagsins við Bugðugerði 5b að fjárhæð 23.000.000 kr. Ásett verð er 29.900.000 kr.

 Sveitarstjórn hafnar tilboðinu með 5 atkvæðum og samþykkir að íbúðin verði áfram í sölu.

 

Fundi slitið kl. 12:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 5. október nk, kl  09.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: