- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Árnesi, 30 september, 2020
Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202009-0016
48. sveitarstjórnarfundur 30.09.2020
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Úthlutun lóða
Erindi frá íbúum um úthlutun lóða á milli Réttarholts og Flata.
Á fundinn komu Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir og Ólafur Jóhannsson. Þau óskuðu eftir samtali við sveitarstjórn um úthlutun lóða á milli Réttarholts og Flata.
Sigurlaug lagði fram uppdrátt af deiliskipulagi ÍB10 og óskaði eftir upplýsingum um stöðu þess máls. Oddviti upplýsti um það að um væri að ræða tillögu að deiliskipulagi sem ekki væri búið að afgreiða.
Fram kom að ekki væri búið að ákveða hvenær viðkomandi svæði yrði tilbúið til úthlutunar ef deiliskipulag yrði afgreitt.
Upplýst var að tilbúnar eru lóðir til úthlutunar við fyrirhugaðan Búðarfossveg sunnan við þéttbýlið í Árnesi. Gestum var bent á að skoða uppdrátt af svæðinu á vefsvæðinu map.is. Hægt er með tiltölulega litlum fyrirvara að úthluta lóðum á þessu svæði.
2. Hraunteigur leiðrétting á landstærð og landskipti 2020
Lögð var fram breyting á kauptilboði á landinu Hrauntegi L177886, dagsett 25. september 2020 frá Birgi Erni Birgissyni og Kristjönu Heyden vegna breytingar á stærð lóðar. Við mælingu kom í ljós að lóðin er minni en áður var talið.
Rétt stærð lóðar eru 76.134 m2 og breytt kauptilboð með sömu forsendum og áður kr. 1.637.132,-
Sveitarstjórn samþykkir breytt kauptilboð og felur sveitarstjóra að gefa út afsal fyrir lóðinni.
3. 202 fundur Skipulagsnefndar
Lögð var fram fundargerð 202. fundar skipulagsnefndar, dagsett 23. september 2020.
14. Hraunhólar lnr 166567 Íbúða- og frístundabyggð Stækkun svæðis og fjölgun lóða Aðalskipulagsbreyting - 1803045
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Hraunhóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst skilgreining nýs íbúðarsvæðis sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk skilgreiningar á svæði fyrir 3 nýjar frístundalóðir sem hver um sig getur verið um 0,5 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn.
Sveitarstjórn samþykkir að skipulagslýsingin fari til kynningar og umsagna samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/201 með fyrirvara um uppfærð gögn.
15. Holtabraut 15 L166453; Stækkun byggingarreits fyrir bílskúr; Deiliskipulagsbreyting - 2009057
Lögð er fram umsókn Vignis Svavarssonar er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð Holtabrautar 15.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.
Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um málsmeðferð 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði grendarkynnt.
16. Mörk L191428; Aukin byggingarheimild og breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2009062
Lögð er fram umsókn frá Kára Fanndal Guðbrandssyni og Sigrúnu P. Sigurpálsdóttir er varðar óverulega breytingu á frístundalóðum í landi Markar á Skeiðum. Í breytingunni felst breytt stærð tveggja lóða af þremur og að heimilt verði að byggja allt að 45 fm gestahús/vinnustofu á öllum lóðum til viðbótar við þá byggingarheimild sem fyrir er.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulaginu með fyrirvara um málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 127 afgreiðslufundur Byggingafulltrúa
Lögð var fyrir fundargerð 127. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dagsett 16. september 2020.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
5. Áshildarmýri, aðalskipulag - breyting á landnokun
Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi um landnotkun í landi Kílhrauns, Áshildavegi 2 -26. Breytingin felst í því að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt úr því að vera frístundabyggð yfir í það að vera íbúðabyggð svo hægt verði að stofna þar lögbýli með heilsársbúsetu í huga.
Ganga þarf frá samningum við félag eigenda lóðanna varðandi framtíðar fyrirkomulag vatnsveitna, fráveitna, vegagerðar og fleira áður en tillagan verði send til frekari málsmeðferðar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um málsmeðferð samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
6. Flatir 14 Rekstarleyfi
Lögð voru fram andmæli Steins Sigríðar Finnbogasonar, lögmanns hjá Traust Legal, fyrir hönd Arctic yeti ehf, dagsett 2. september 2020 varðandi fyrirhugaða synjun umsóknar Arctic yeti ehf um rekstaraleyfi. Enn fremur voru lagðar fram tvær yfirlýsingar frá lóðarhöfum nærliggjandi lóða.
Sveitarstjórn samþykkir að fá lögformlegt álit á andmælum þessum.
7. Skáldabúðir - vindorkugarður
Lagt var fyrir bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 28. ágúst 2020 um lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna vindorkuvers á jörðinni Skáldabúðir (Hrútmúlavirkjun).
Skipulagsstofnun beinir því til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að taka mið af fyrirhugaðri tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 um vindorkunýtingu og viðmið fyrir ákvarðanir um staðsetningu vindorkuvera með tilliti til landslagssjónarmiða við mótun skipulagshugmynda í landi Skáldabúða.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa þessari lýsingu til höfundar deiliskipulagsins og taka tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.
8. Aðgerðaráætlun SOS
Lögð voru fyrir drög að aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands bs. vegna sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhönldun úrgangs á vesturlandi, suðvesturlandi og suðurlandi, ódagsett í september 2020.
Lagt fram til kynningar.
9. Stöðuskýrsla Uppbyggingarteymis atvinnu- og félagsmála
Lögð var fram til kynningar 5. stöðuskýrsla Félagsmálaráðuneytisins frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19, dagsett 18. september 2020.
10. 196. fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga
Lögð var fram til kynningar 196. fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, dagsett 17. september 2020.
11. 8. fundargerð stjórnar BÁ 05.06.2020
Lögð var fram til kynningar fundargerð 8. stjórnarfundar Brunavarna Árnessýslu, dagsett 5. júní 2020.
12. 9. fundur stjórnar BÁ 18.09.2020
Lögð var fram til kynningar 9. fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu, dagsett 18. september 2020.
13. 20. fundargerð stjórnar Bergrisans 14.09.2020
Lögð var fram til kynningar fundargerð 20. fundar stjórnar Bergrisans, dagsett 14. september 2020.
14. Fundargerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga
Lögð var fram til kynningar fundargerð 42. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dagsett 4. september 2020.
15. Fundur NOS 23.9.2020
Lögð var fram til kynningar fundargerð NOS, dagsett 23. september 2020.
16. Stjórn Listasafns Árnesinga
Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga, dagsettar 24. apríl 2020 og 24. september 2020.
17. 10. fundargerðir skólanefnda
Lagðar voru fram fundargerðir 10. fundar skólanefndar Þjórsárskóla og Leikholts, dagsettar 15. september 2020.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar.
18. Önnur mál
Sveitarstjórn samþykkir að veita Kristófer sveitarstjóra prókúru að nýju þegar hann snýr til starfa eftir veikindaleyfi þann 1. október 2020.
Unnið er að lagfæringu á samþykkt sveitarfélagsins um gatnagerðargjöld. Verið er að samræma texta samþykktarinnar við texta laga um gatnagerðargjöld.
Unnið er að því að ganga frá tímabundum samningum við Rauðukamba um Hólaskóg.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ganga til samninga við Bjarna H. Ásbjörnsson um sérverkefni sem unnin verða á næstu tveimur mánuðum.
Anna María spurðist fyrir um starfsemi Umhverfisnefndar sem hefur verið óvirk í meira en ár. Skafti sagði að fjölga þyrfti um einn í nefndinni og brýna hana til þess að vinna að þeim verkefnum sem henni er falið.
Fundi slitið kl. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn . kl 09.00. í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: